Auglýsingablaðið

1040. TBL 29. apríl 2020

Auglýsingablað 1040. tbl. 12. árg. 29. apríl 2020.Sveitarstjórnarfundur

549. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 7. maí og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla – Umsóknarfrestur til og með 9. maí

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi.
Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.
Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.Grunnskólakennari

Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 100% kennarastöðu á yngsta stigi. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 160 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli er heilsueflandi grunnskóli og uppeldisstefnan er Jákvæður agi. Skólaþróun síðustu ára hefur m.a. snúist um heilsueflingu, tölvur og tækni.
Í starfinu felst:
• Umsjón með 1. bekk og kennsla á yngsta stigi.
Leitað er eftir kennara sem:
• Hefur kennaramenntun.
• Er skapandi í hugsun og kennsluháttum.
• Hefur áhuga á og býr yfir færni til að nýta tölvur og tækni í skólastarfi.
• Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hefur reynslu og/eða þekkingu á Byrjendalæsi eða öðrum samvirkum lestrarkennsluaðferðum.Stuðningsfulltrúi

Óskum eftir að ráða stuðningsfulltrúa að Hrafnagilsskóla. Um er að ræða 80-100% stöðu á yngsta- og/eða miðstigi. Stuðningsfulltrúi starfar með kennurum og liðsinnir nemendum eftir þörfum hverju sinni. Starf stuðningsfulltrúa miðar að því að auka færni nemenda, námslega og félagslega.
Leitað er eftir stuðningsfulltrúa sem:
• Hefur reynslu af starfi með börnum og ungmennum.
• Er menntaður stuðningsfulltrúi (ekki skilyrt).
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hefur áhuga á og býr yfir færni til að nýta tölvur og tækni í starfi.

Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur; Hrund Hlöðversdóttir og Björk Sigurðardóttir í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netföngin hrund@krummi.is og bjork@krummi.is. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is.
Ráðið er frá 1. ágúst 2020 og umsóknarfrestur er til 15. maí 2020.Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2020

Dagana 4. – 8. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2014) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu.
Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.- 4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga (ekki bindandi skráning).
Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.
Skólastjóri.Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 30. apríl nk. frá kl. 13:00-14:30 á Melgerðismelum og við Gröf frá kl. 15:00-16:00.
Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn.
Athugið að ekki verður sótt ull aftur fyrr en í haust.
Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029.Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar
heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 19:30 á Brúnum.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa, koma ýmsar spennandi upplýsingar frá stjórninni og svo endum við á almennu spjalli. Ekki veitir af að hittast og styðja hvert annað á þessum skrýtnu tímum.
Allir velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir áhugasamir um þessi málefni.
Við þurfum að vita fjöldann til að virða reglur um fjölda og tveggja metra millibil.
Því biðjum við ykkur að láta vita ef þið ætlið að mæta í tölvupósti: hrefna.laufey@gmail.com eða í skilaboðum á Facebook hjá Hrefnu Laufeyju Ingólfsdóttur.
Vonandi sjáum við sem flesta. 
Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar.Vorfundur Kvenfélagsins Iðunnar
- Nú flautum við til leiks og höldum vorfundinn okkar laugardaginn 9. maí kl. 11:00 í Laugarborg.
Að sjálfsögðu gætum við að tveggja metra reglunni og verður uppröðun borða með þeim hætti.
Nýjar konur velkomnar.
Hlökkum til að sjá sem flestar, hressar og kátar.
Vorkveðjur, stjórnin.

 

Óskum eftir jörð í Eyjafjarðarsveit
Við leitum að jörð með eða án húsa. Sé jörðin án húsa þarf jörðin að uppfylla kröfur um góða staðsetningu fyrir bæjarstæði, vatn og aðkomu. Lágmarksstærð eru 15 hektarar í ræktuðu- og beitarlandi. Hitaveita, eða möguleiki á hitaveitu skilyrði.
Hámark 20 mín. aksturfjarlægð frá Akureyri. Verðhugmynd allt að 90 milljónir.
Fyrir frekari upplýsingar sendið tölupóst á gudbjorglilja86@gmail.com eða hafið samband í síma 865-0579.
Kveðja Guðbjörg.

 

Óska eftir jörð í Eyjafjarðarsveit
Fjölskylda með 2 stráka í Krummakoti óskar eftir jörð eða hluta úr jörð til að byggja sér framtíðarheimili og rækta lítinn skóg í Eyjafjarðarsveit. Óskastaðsetning væri í Staðarbyggð þar sem við höfum þangað ættartengsl en skoðum allar staðsetningar.
Kveðja, Theodór Kristján og fjölskylda, teddi@gmail.com eða 888-2228.Snyrtistofan sveitasæla, Öngulsstöðum

Ég hef fengið leyfi til að opna mánudaginn 4. maí. Fáir lausir fyrriparts tímar eftir í opnunarvikunni og mikið búið að bókast í vikunni þar á eftir, en um að gera að panta tímanlega ef þið viljið komast í dekur. Allar hefðbundnar snyrtingar í boði eins og litun og plokkun, fótsnyrting, handsnyrting, vax, húðhreinsun og andlitsmeðferðir.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone í sölu og í öllum meðferðum.
Gjafabréf í dekur (henta bæði konum og körlum) eru tilvalin gjöf við öll tækifæri. Hægt að nálgast þau með því að hringja í mig í síma 833-7888 eða 891-6276.
Verið dugleg að fylgjast með mér á facebook, þar getið þið séð allt um þær meðferðir sem eru í boði og verð.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.Endurnærandi kakóathöfn með tónheilun í Gaia hofinu

Hjartanlega velkomin í endurnærandi kakóathöfn og tónheilun með helgum hljóðfærum í krafti fulla tunglsins föstudaginn 8. maí kl. 20:00-22:00.
Þér er boðið hjartaopnandi og slakandi heilagt kakó og djúpa slökun með heilandi tónum Gong, Kristal hljómskála og annarra helgra hljóðfæra. Við náum að slaka vel á og losa um það sem við viljum sleppa tökum á til að gera rými fyrir meira jafnvægi og lífsgleði.
Gott er að koma í þægilegum fötum, með vatnsflösku og það sem lætur ykkur líða vel í liggjandi slökun. Það eru þykkar dýnur, teppi og púðar í hofinu.
Verð fyrir kakó og tónheilun 3.500 kr.
Takmarkaður fjöldi.
Skráning hjá Þóru Sólveigu í síma 857-6177 eða info@icelandyurt.is. www.icelandyurt.is. Gisting í yurt/mongólíutjaldi.
Leifsstaðabrúnir 15, Eyjafjarðarsveit.

Getum við bætt efni síðunnar?