Auglýsingablaðið

1073. TBL 30. desember 2020

Auglýsingablað 1073. tbl. 12. árg. 30. des. 2020.Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Þó með óhefðbundnum sniði í ár. Við erum komin með netsíðu, þar sem hægt er að versla flugelda á netinu og greiða fyrir þá þar. Við munum láta vita þegar pöntunin er klár og þá getur viðkomandi sótt hana við inngang miðstigs í Hrafnagilsskóla.
Netsíðan er dalbjorg.flugeldar.is

Sölustaðurinn mun vera opinn áfram en þar inni gildir grímuskylda og við virðum tveggja metra regluna. Ekki fleiri en 10 manns verða leyfðir inni í einu.
Fyrir minnstu spurningar minnum við á flugeldasímann – 863-1271.

Opnunartímar verða sem hér segir:
• 30. desember kl. 10:00-22:00
• 31. desember kl. 9:00-16:00
• 5. janúar kl. 19:00-21:00 (Dalborg)

Við viljum hvetja sveitunga okkar og velunnara að nota netsíðuna eins og völ er á, en allir eru auðvitað velkomnir í búðina með grímu og eigin sóttvarnir á hreinu.
Einnig viljum við hvetja fólk sem hyggst mæta á staðinn til að nýta allan opnunartíma flugeldastaðarins svo síður safnist saman hópar og verði mannþröng.
Minnst er að gera fyrripart dags.

Rótarskotin verða á sínum stað – Rótarskot síðasta árs voru gróðursett á Ólafsfirði.

Flugeldasalan er ein af okkar stærstu fjáröflunum og hlökkum við til að sjá eða heyra frá sveitungum okkar.
Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg.Opnunartími skrifstofu

Lokað verður mánudaginn 4. janúar 2021.
Opið verður frá og með 5. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.Opnunartími gámasvæðis yfir áramót

Föstudaginn 1. janúar 2021 – LOKAÐ
Laugardaginn 2. janúar – OPIÐ
Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi.
Almennur opnunartími er kl. 13:00-17:00 á þriðjudögum, föstudögum og laugardögum.
Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma.Sorphirðudagatal 2021

Von er á sorphirðudagatali fyrir árið 2021 á heimasíðu Terra og Eyjafjarðarsveitar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?