Auglýsingablaðið

1092. TBL 14. maí 2021

Auglýsingablað 1092. tbl. 13. árg. 14. maí 2021.Sveitarstjórnarfundur

566. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 20. maí og hefst hann kl. 8:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Kæru félagar (í Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit)
Nú styttist í vetrarstarfinu hjá okkur og verður síðasti tíminn í þetta sinn, þriðjudagur 18. maí. Eftir það taka við gönguferðirnar á þriðjudagskvöldum og mætum alltaf kl. 20:00.

MAÍ
25. Eyjafjarðaárbakkar

JÚNÍ
1. Jólagarður-Kristnes
8. Íþróttavöllur
15. Svalbarðseyri
22. Melgerðismelar
29. Listigarðurinn

JÚLÍ
6. Hólafell (í landi Hólakots, traktorssafn)
13. Fuglahús (farið frá syðri Kristnesafleggjara)
20. Vatnsendavegur
27. Grundarskógur

ÁGÚST
3. Hestabrúin
10. Kjarnaskógur
17. Rifkelsstaðir
24. Sama og fyrsta

Birt með fyrirvara um breytingar.
Verum svo dugleg að mæta í göngurnar og hafa gaman saman, eins og alltaf.☺
Upplýsingar í síma 846-3222. Kv. Göngunefndin.Kúabændur, aðrir bændur, Eyfirðingar og landsmenn allir!

Nú er tækifæri til að vera með í stórmerkilegu verkefni: smíði risajárnskúlptúrs! Beate okkar Stormo í Kristnesi hefur tekið að sér að hanna og smíða þessa risa Eddu, heiðursvarða fyrir allar Búkollur, Huppur, Auðhumlur og ló ló mínar Löppur landsins.
Við í Ferðamálafélagi Eyjafjarðasveitar hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að leggja verkefninu lið. Gerum þetta saman. Reikningur Eddu er 0302 26 2359 og kt. 430214-0630. 
Facebooksíða: Risakýrin Edda í Eyjafjarðarsveit.
Stjórn Ferðamálafélags Esveitar.

 

Íbúð til leigu
Erum með 4 herbergja, 100 fm íbúð í Hrafnagilshverfinu til leigu. Stór afgirtur pallur og heitur pottur.
Óska eftir ábyrgum og reglusömum leigjendum. Aðeins langtímaleiga.
Bjarney s. 863-1271.

 

Ábúendur á Jórunnarstöðum
Okkur langar aðeins að kynna okkur. Við erum Jóhann, Franziska og Júlían og erum flutt að Jórunnarstöðum. Jóhann er alinn upp á Vestfjörðum í sveit en bjó lengi á Hornafirði og vann þar sem flutningbílstjóri. Franziska er frá þýskalandi og vann þar með íslenska hesta, reiðskóla, tamningar, fóðrun og allt sem snerist í kringum hrossin. Júlían bættist svo við fyrir rúmu ári síðan og langar honum að kynnast fullt af vinum í Eyjafirðinum. Saman ætlum við að reyna að gera Jórunnarstaði að okkar framtíðarheimili og skaffa okkur atvinnu þar. Við ætlum að opna hundahótelið á ný, bæta svo við katta- og smádýrahóteli. Við ætlum einnig að bjóða upp á reiðkennslu, tamningar, fóðrun hesta, járningar og svo verður aftur hægt að geyma hjólhýsi og alls konar farartæki á Jórunnarstöðum!
Hlökkum til að kynnast ykkur!

Tiltekt! Við viljum gera snyrtilegt í kringum okkur og taka til!
Allir sem telja sig eiga einhverja hluti á Jórunnarstöðum eru þess vegna beðnir um að láta vita og sækja það sem fyrst, því við ætlum að láta fjarlægja allt sem við teljum ekki nothæft.
Vinsamlega hafið samband við Jóa 892-6564 eða Franzisku 790-1757.Matjurtagarðar í Hrafnagilshverfi

Sveitarfélagið mun bjóða íbúum aðgang að matjurtargörðum í gömlu kálgörðunum í Hrafnagilshverfi, norðan Bakkatraðar, sumarið 2021. Hver reitur verður 15 fermetrar að stærð og kostar leiga á honum 4.000 kr. fyrir tímabilið.
Undirbúningur garðanna hefst fljótlega og er áhugasömum bent á að sækja um reit með því að senda tölvupóst á esveit@esveit.is með yfirskriftinni Matjurtagarðar 2021 eða með því að hringja í síma 463-0600.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?