Auglýsingablaðið

1096. TBL 10. júní 2021

Auglýsingablað 1096. tbl. 13. árg. 10. júní 2021.Sveitarstjórnarfundur

568. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, [miðvikudaginn] 16. júní og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.Sleppingar

Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013, hefst beitartímabil sauðfjár 10. júní ár hvert og lýkur um göngur á haustin. Beitartímabil vegna nautgripa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 1. október sama ár. Beitartímabil hrossa hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5. gr. sömu samþykktar.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.
Fjallskilanefnd.Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda.

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 68 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:
• Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
• Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2021.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.Kæru foreldrar

Krummakot vill minna ykkur á að sækja þarf tímalega um pláss í skólann. Plássin eru þéttsetin og því gott að fá upplýsingar um börnin sem fyrst varðandi næsta skólaár.
Kveðja frá öllum á Krummakoti.


Kæru sveitungar
Bestu þakkir fyrir góðar viðtökur í vetur, vegna þeirra gátum við farið í frábæra útskriftarferð í maí, gleðilegt sumar.
10. bekkur Hrafnagilsskóla.

 


Fundur með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Þann 15. júní ætlar Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að ræða við íbúa á svæðinu um samgöngu- og sveitarstjórnarmál og ýmisleg annað. Fundurinn verður í mötuneyti Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 15. júní kl. 20:00.
Vonandi munu sem flestir mæta og taka samtalið með ráðherra um það sem betur mætti fara og málefni líðandi stundar.
Hermann Ingi, sveitarstjórnarfulltrúi.Reiðnámskeið á Melgerðismelum

Sumarið byrjar með látum hjá Hestamannafélaginu Funa og verða því auglýst hér tvö reiðnámskeið:

TREC námskeið með Önnu Sonju fyrir alla aldurshópa - líka fullorðna! Um er að ræða þrjár lotur: 14.-15. júní, 21.-22. júní og 28.-29. júní. Kennt verður í 3-4 manna hópum, 40 mín í senn. Í fyrstu lotunni er stefnt á að kenna ca. milli kl. 12-15 en seinna af deginum hinar loturnar. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 4.000 kr fyrir lotuna.

Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni fyrir unglinga, ungmenni og fullorðna. Um er að ræða tvær lotur: 19.-20. júní og 30. júní-1. júlí. Einkatímar í reiðskemmunni Melaskjóli, 30 mín í senn. Félagsmenn 21 árs og yngri skrá sig sér að kostnaðarlausu, aðrir borga 16.000 kr fyrir lotuna.

ATH! Allar loturnar á báðum námskeiðum eru sjálfstæðar þ.a. hægt er að skrá sig einfaldlega í þær lotur sem maður kemst í :)
Anna Sonja tekur við skráningu á bæði námskeiðin, annað hvort á facebook, annasonja@gmail.com eða í síma 846-1087/463-1262.Laugardaginn 12. júní opnar listaskálinn og kaffihúsið á Brúnum

Opið verður frá fimmtudegi – sunnudags frá kl. 12.00-18:00 en lokað hina dagana nema fyrir hópa.
Ætlum að bjóða upp á súpu, brauð og salat þegar það verður orðið vel sprottið í garðinum okkar. Einnig verða kökur og kruðerí á boðstólnum. Minnum á heimasíðu okkar brunirhorse.is og síðan bæði facebook síðu með sama nafni og Instagram reikning með sama nafni.

SÝNINGIN HENNAR HELGU SIGRÍÐAR VALDEMARSDÓTTUR, RÆTUR, OPNAR 12. JÚNÍ KL. 14:00
Hvetjum alla til að koma, sjá og njóta veitinga í listaskálanum á Brúnum.
Hlökkum til að sjá sem flesta nær og fjær.Villingadalur 26. júní. Jarðfræðiganga

Brottför kl. 8:00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Einnig er hægt að mæta við afleggjarann við Leyningshóla en þaðan verður lagt af stað um kl. 9:00.
Fararstjórn: Sigurveig Árnadóttir.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður að Leyningshólum og bílum lagt við afleggjarann, þaðan verður lagt af stað um kl. 9:00. Gengið inn Villingadal og til baka. Við gefum okkur tíma til að skoða jarðfræðileg fyrirbæri og fræðast um hina fornu Torfufellseldstöð sem setur svip á fjöllin í dalnum með sínum ljósu og litfögru líparítmyndunum.
Vegalengd alls 10 km, gönguhækkun lítil.
Nánari upplýsingar og skráning á
https://www.ffa.is/is/vidburdir/villingadalur-jardfraediganga

 

Getum við bætt efni síðunnar?