Auglýsingablaðið

1132. TBL 03. mars 2022

Auglýsingablað 1132. tbl. 14. árg. 3. mars 2022.Sveitarstjórnarfundur

583. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 10. mars og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Sumarstörf hjá Eyjafjarðarsveit. Erum við að leita að þér?

Ert þú hress og skemmtileg/ur, hefur áhuga á ferðaþjónustu og elskar að vera úti?
Setur þú öryggið á oddinn og hefur góða þjónustulund?
Hefur þú áhuga á umhverfinu og langar að vinna úti í sumar?

Endilega kíktu á störfin sem eru í boði á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og vertu í sambandi ef þú sérð eitthvað spennandi.
Umsóknarfrestur er til og með 9. mars.

Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar – Karlmaður í 100% vaktavinnu
Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar – Tvær 100% stöður í vaktavinnu
Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar – Verkstjóri og flokkstjóri í 100% stöður

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Safnið er lokað vegna vetrarleyfis í skólanum. Opnum aftur þriðjudaginn 8. mars.
Opnunartími er:
Þriðjudaga frá 14:00-17:00
Miðvikudaga frá 14:00-17:00
Fimmtudaga frá 14:00-18:00
Föstudaga frá 14:00-16:00
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.

 


Félag eldri borgara Eyjafjarðarsveit – Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 5. mars kl. 13:30 í Félagsborg. Venjuleg aðalfundarstörf en að auki verður gestur okkar Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir rithöfundur og ræðir við okkur um ýmsan fróðleik. Verum dugleg að mæta og alltaf gaman að sjá ný andlit. Kaffi í boði félagsins.
Stjórnin.

 


Aðalfundur Munkaþverársóknar
verður haldinn 9. mars kl. 20:30 á Rifkelsstöðum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.

 


Lamb Inn

Við höldum áfram með þriðjudagshádegin okkar. Á þriðjudaginn
8. mars mætir Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og hennar erindi heitir: Landbúnaður við heimskautsbaug – áskoranir og mikilvægi staðbundinnar þekkingar. Áhugavert efni fyrir landbúnað á tímamótum. Eins og áður staðgóð súpa, samloka, kaffi og kökur á 2.500. Matur kl. 12:00 og gott að láta vita í 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is.

 


Góugleði Lionskvenna á Íslandi – nýjar konur velkomnar

Þriðjudaginn 8. mars kl. 19:00 ætlum við í Lionsklúbbnum Sif að gera okkur glaðan dag í Félagsborg og taka þátt í Góugleði Lionskvenna á Íslandi. Góugleðin verður á stórum skjá í gegnum fjarfundabúnað.
Nýjar konur velkomnar – vinsamlega skráið ykkur í síðasta lagi sunnud. 6. mars á lions.hronn@gmail.com.
Ræðumaður verður Edda Björgvinsdóttir, leikari og fyrirlesari, ásamt fleiri skemmtiatriðum, happdrætti, grín og glens.
Hlökkum til að sjá sem flestar.
Bestu kveðjur, Lkl. Sif.

 


Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar
verður haldinn á Smámunasafninu í Sólgarði 16. mars kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf, gott með kaffinu og skemmtilegt erindi.
Nýjar konur innilega velkomnar.
Stjórnin.

 


Kæru ættingjar og vinir

Edda Ósk, dóttir Ingu Báru og systir Elvýar Rósar hefur greinst með eitilfrumukrabbamein og framundan er krefjandi meðferð. Meðferðin fer fram í Reykjavík og þurfa því mæðgurnar oft að ferðast og dvelja í Reykjavík.
Við frænkurnar vitum að það eru margir sem vilja fá að gleðja Eddu Ósk og létta undir með mæðgunum. Stofnaður hefur verið reikningur í nafni Eddu Óskar.
Heyrst hefur að hún stefni á góða hestaferð þegar þessu ferli líkur eða jafnvel skreppa eittthvað erlendis með fjölskyldunni.
Með von um góðar undirtektir,
Íris Björk Gunnlaugsdóttir og Katrín Ösp Jónsdóttir
Reikningsnúmer: 0302-22-000086, kennitala: 220708-4030.

 

Húsnæði óskast
A four-membered family from the Czech Republic is looking for long-term rental house or appartment in Hrafnagilshverfi and the surrounding area, starting April or May 2022. We have 2 children (7 & 9 years old) who go to Hrafnagilsskóla.
We would like to stay in the area for longer time. Vojtěch Zavadil & Kateřina Zavadilová, mob. 787-8372, vojtechzavadil@seznam.cz

 


Aðalfundur hestamannafélgsins Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg 15. mars kl. 20:00.
Dagskrá fundarsins: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýjir félagar velkomnir.
Vonandi sjáum við sem flesta.
Léttar veitingar í boði.
Stjórn Funa.

Getum við bætt efni síðunnar?