Auglýsingablaðið

1170. TBL 07. desember 2022

Auglýsingablað 1170. tbl. 14. árg. 7. desember 2022.



Frestur til að sækja um styrk 2022 er til og með 15. desember 2022

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2022
Lýðheilsustyrkur eldri borgara
Styrkveitingar vegna keppnis- og æfingaferða

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar > Umsóknir > listi yfir umsóknir er hægra megin á síðunni.



Stofnfundur nýrrar Grundarsóknar

Fimmtudaginn 8. des. kl. 20:30 í Félagsborg.
Kosning nýrrar stjórnar. Hvetjum öll áhugasöm um kirkjurnar okkar og starfið í þeim til að mæta.
Sóknarnefndir.



Velkomin á bókakvöld Hælisins miðvikudaginn 7. desember

Húsið opnar kl. 19:00 og lestur hefst kl. 20:00.
Hrund Hlöðversdóttir syngur og leikur á harmonikku meðan gestir koma sér fyrir. Jólaglögg og piparkökur til sölu.
Hrund les upp úr nýútkominni bók sinni Óróa, krunk hrafnanna, Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttur les upp úr Aldrei nema vinnukona, Rakel Hinriks úr ljóðabók sinni Andleg algebra, Lilja Sverris úr bókinni Drífandi daladísir, kvenfélagið Hjálpin í 100 ár, Sigmunur Ernir úr Spítalastelpunni og María Páls les upp úr bók Ólafs Rangars Grímssonar Bréfin hennar mömmu en sú bók fæst á HÆLINU, árituð af Ólafi.



Jólabúð Helga og Beate í Kristnesi
verður opin um helgina 10.-11. desember og síðan frá föstudeginum 16. des. og fram á Þorláksmessukvöld. Til sölu eru heimaræktuð jólatré, stafafura, blágreni, rauðgreni ofl. og greinabúnt af íslenskum þini, furu og sýpris o.fl. Einnig allskonar handverk, sápur, kerti, bretti og eldsmíðað og heimamallað. Og ekki má gleyma Helga og hljóðfæraleikara -bolum, -plötum og kasettu. Við erum heima á hlaði við Kristnesbæinn með posa og allt. Allir velkomnir.



Sunnudaginn 11. desember hefði Rósa á Höskuldsstöðum orðið 93 ára hefði hún lifað
 
Hún kvaddi okkur 31. júlí 2020 og af þekktum ástæðum var engin erfidrykkja.
Rósa hefði nú viljað bjóða sveitungum sínum, ættingjum og vinum til veislu. Það vitum við öll. Þess vegna ætlum við að heiðra minningu hennar sunnudaginn 11. desember kl. 17:00 í Laugarborg. Þar verða kaffiveitingar, harmonikkuleikur, dans og ljúf samvera.
Kær kveðja, fjölskyldan frá Höskuldsstöðum.


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Við minnum á að síðasta samvera okkar fyrir jól verður þriðjudaginn 13. desember. Við mætum svo hress og endurnærð á nýju ári þriðjudaginn 10. janúar.
Stjórnin.


Drífandi daladísir

Út er komin saga kvenfélagsins Hjálparinnar fyrstu 100 árin, frábær jólagjöf fyrir alla, sérstaklega afkomendur þessara kjarnakvenna.
Fæst hjá Auði í Öldu (audur@melgerdi.is) og Lillu í Gullbrekku (gullbrekka@simnet.is) á litlar 5.000 kr.



Karíus og Baktus

Næstu sýningar í Freyvangsleikhúsinu:
Laug. 10.12. kl. 13:00 Laug. 17.12. kl. 13:00
Sunnud. 11.12. kl. 13:00 Sunnud. 18.12. kl. 13:00



Snyrtistofan Sveitasæla Öngulsstöðum

Verið tímanlega að panta í dekur fyrir jólin. Munið gjafabréfin, þau eru tilvalin í jólapakkann. Tímapantanir í síma 833-7888 og inná noona appinu. Best að hringja til að nálgast gjafabrèf. Nánari upplýsingar um meðferðir sem eru í boði og verð, er inná Facebook síðu Sveitasælunnar. Jólakveðja, Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.



Vistvænar leiðisgreinar

Lionsklúbburinn Sif mun selja vistvænar leiðisgreinar í desember.
Greinin kostar 2.500 kr. og rennur allur ágóði til góðgerðamála.
Við tökum á móti pöntunum til og með 14. desember;
Edda í síma 894-1303 og Birna í síma 844-2933.



Skáldsagan ÓRÓI, krunk hrafnanna er nýkomin í bókabúðir

Sagan byggir á þjóðsagnaarfi Íslendinga og er ætluð eldri börnum, unglingum og fullorðnum sem hafa gaman af ævintýrum.
Svandísi og vini hennar flækjast inn í spennuþrunginn ævintýraheim álfa, skuggafólks, kynjaskepna og drauga. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar, ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan.

Bækurnar eru til sölu hjá höfundi, Hrund Hlöðversdóttur og eru tilvaldar í jólapakkana. Hægt er að senda póst á netfangið hrund.hlodversdottir@gmail.com eða panta í gegnum heimasíðuna hrund.net
ÓRÓI kostar 4.500 krónur og ÓGN 2.000 krónur.
Frekari upplýsingar um bækurnar er að finna á heimasíðunni hrund.net


 
Skata á Þorláksmessu

Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu um hádegisbil á Þorláksmessu í mötuneyti Hrafnagilsskóla.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemning.
Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Nánar auglýst er nær dregur.

Getum við bætt efni síðunnar?