Auglýsingablaðið

546. TBL 22. október 2010 kl. 10:49 - 10:49 Eldri-fundur

Sunnudagaskólinn
Minnum á næstu samveru sunnudaginn 24. október, sem verður í Hjartanu í Hrafnagilsskóla milli kl 11 og 12.
Allir velkomnir : )
Starfsfólkið


Tilkynning frá Dalbjörgu
Dagana 4.-7. nóvember munu við heimsækja öll heimili í sveitinni í árlegri yfirferð á reykskynjurum og munum við jafnframt bjóða neyðarkallinn til sölu sem er árleg fjáröflun hjálparsveitanna.
Við viljum hvetja fólk til að taka vel á móti okkar fólki og styrkja öfluga hjálparsveit í heimabyggð.
Kveðja Hjálparsveitin Dalbjörg


"Bannað börnum í Freyvangi"
Nú standa yfir sýningar á hryllingskómedíunni Bannað börnum. Um helgina verða tvær sýningar.  Föstudags- og laugardagskvöld kl. 20:30. Við hvetjum alla til að tryggja sér miða á næstsíðustu sýningarhelginni á leikritinu. Miðasala er í síma      857-5598 á milli 18-21 virka daga og 12-17 um helgar. Verið velkomin.
Freyvangsleikhúsið www.freyvangur.net


Uppskeruhátíð félaga í Eyjafjarðarsveit
Kæru sveitungar. Hvernig væri að drífa sig og hittast í Funaborg fyrsta vetradag sem er 23. október 2010? Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:45. á matseðli er gúllassúpa með brauði, kaffi og konfekt á eftir.
Miðapantanir í síma 846-2090 Kristín, eða á netfangið; merkigil10@simnet.is.  Miðinn kostar aðeins 2.500 kr. á manninn. Athugið fáir miðar eftir.
Munið að það er ekki posi á staðnum.
Stuðsveitin; í sjöundahimni, leikur fyrir dansi.
Höfum gaman saman, koma svo. 
KvenBúnaðarHjálparfélagið SamFuni


Sveitarstjórnarfundur
393. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn að Syðra Laugalandi, þriðjudaginn 26. október n.k. og hefst hann kl. 15:00. Dagskrá fundarins má sjá á upplýsingatöflu á skrifstofu sveitarfélagsins sem og á heimasíðu sveitarinnar, www.eyjafjardarsveit.is.
Sveitarstjóri


Athugið
Skoðanakönnun um sorphirðumál í Eyjafjarðarsveit er hægt að nálgast hér. Nánari upplýsingar í texta þar.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Getum við bætt efni síðunnar?