Fréttayfirlit

Upplýsingar um handverksnámskeið ársins

Í tengslum við Handverkshátíð eru árlega haldin námskeið og svo verður einnig í ár. Upplýsingar um námskeið ársins eru farin að tínast inn á heimasíðu Handverkshátíðar www.handverkshatid.is
29.06.2012

Forsetakosningar 30. júní 2012

Kjörstaður í Eyjafjarðarsveit vegna forsetakosninganna 30. júní 2012 verður í Hrafnagilsskóla. Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00. Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, frá og með 20. júní 2012 til kjördags.
22.06.2012

Handverksprýddir póstkassar

Sýningarstjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla hafa hvatt íbúa Eyjafjarðarsveitar til að skreyta póstkassa sína með handverki í sumar. Meðfylgjandi auglýsing birtist í Auglýsingablaði vikunnar.
22.06.2012

Smámunasafnið - búvélasýning

Sumarhátíð og sýning á gömlum búvélum og smámunum Sverris Hermannssonar í Sólgarði helgina 23. og 24. júní.
21.06.2012

Kvennahlaup 16. júní

Kvennahlaup ÍSÍ frá Hrafnagilsskóla kl. 11:00, upphitun kl. 10:45
15.06.2012

Gæðingakeppni Funa

Gæðingakeppni Funa verður haldin á Melgerðismelum laugardaginn 16. júní. Dagskrá: kl. 10 - B-flokkur, unglingaflokkur, barnaflokkur, A- flokkur. kl. 13 - Úrslit riðin í sömu röð.
15.06.2012

Sundlaugin opin 17. júní

Sundlaug Eyjafjarðarsveitar verður opin kl. 10:00 - 20:00 sunnudaginn 17. júní n.k.
14.06.2012

Syðri-Varðgjá, deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 12. júní 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis VÞ 5a að Syðri-Varðgjá, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.06.2012
Deiliskipulagsauglýsingar

Ráðning skólastjóra Hrafnagilsskóla

Að fenginni tillögu skólanefndar hefur sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákveðið að ráða Hrund Hlöðversdóttur í starf skólastjóra Hrafnagilsskóla en átta umsóknir bárust um stöðuna.
13.06.2012

Kynning hjá Motul á Íslandi

Kynning á olíuvörum frá Motul verður haldin í vélaskemmunni á Hríshóli fimmtudaginn 14. júní kl. 20.30. Góð tilboð og léttar veitingar í boði.
13.06.2012