Fréttayfirlit

Landbúnaðarsýning við Hrafnagil 10. – 13. ágúst n.k.

Landbúnaðarsýningin við Hrafnagil verður sett með Handverkshátíð föstudaginn 10. ágúst n.k. Sýningin verður umfangsmikil og fjölbreytt eins og lesa má um hér að neðan.
30.07.2012

Póstkassaleikur á Facebooksíðu Handverkshátíðar

Á Facebooksíðu Handverkshátíðarinnar er kominn í gang Póstkassaleikur þar sem hægt er að greiða atkvæði um best prýdda póstkassa Eyjafjarðarsveitar.
20.07.2012

Frá stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar 10.-13. ágúst n.k.

Í Auglýsingablaði vikunnar birti stjórn Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar 2012 eftirfarandi þakkir og upplýsingar til íbúa Eyjafjarðarsveitar.
19.07.2012

Efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld

Vakin er athygli á því að öll efnistaka er framkvæmdaleyfisskyld, en eiganda eða umráðamanni eignarlands er þó heimil minni háttar efnistaka til eigin nota nema um sé að ræða jarðmyndanir og vistkerfi sem njóta sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999.
18.07.2012
Fréttir

Gangnadagar

Ákveðið hefur verið að 1. göngur verði 1. og 2. sept. frá Fiskilæk að Möðruvallafjalli, en 8. og 9. sept. annars staðar í sveitarfélaginu.
18.07.2012

Aðstoðarskólastjóri leikskóladeildar ráðinn

Hugrún Sigmundsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra leikskóladeildar Hrafnagilsskóla. Hún er fráfarandi leikskólastjóri leikskólans Pálmholts á Akureyri.
09.07.2012

Eyðibýli á Íslandi – sumarið 2012

Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu.
05.07.2012

Íslenski safnadagurinn sunnudaginn 8. júlí 2012

Íslenski safnadagurinn verður m.a. haldinn hátíðlegur í Laufási. Sérstök dagskrá verður milli kl. 13:30-16:00. Aðgangur ókeypis.
03.07.2012