Fréttayfirlit

Haustannir og gangnavaka í Laufási

Haustannir í Laufási laugardaginn 13. október kl. 13.30-16.00 og kl. 20.30 verður gangnavaka.
09.10.2012

Fundarboð 423. fundar sveitarstjórnar miðvikudaginn 10.10.12

423. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 10. október 2012 og hefst kl. 12:00
09.10.2012

Styrkir til nýsköpunar og þróunar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu. Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Næsti umsóknarfrestur er til og með 24. október næstkomandi.
08.10.2012

Vattarsaumsnámskeið í litla rauða húsinu við Dyngjuna

Árið 1889 fundu menn vattarsaumaðan vettling er þeir voru að grafa tóft fyrir nýju húsi á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshéraði. Er talið að þessi vöttur sé frá 10. öld. En vattarsaumur er forn sauma aðferð sem notuð var áður en Íslendingar lærðu að prjóna. Skráning og nánari upplýsingar í hadda@simnet.is eða 899-8770
05.10.2012

Hrossasmölun og hrossaréttir 2012

Hrossasmölun verður föstudaginn 12. október og hrossaréttir laugardaginn13. október sem hér segir: Þverárrétt hefst kl. 10 og Melgerðismelarétt kl. 13. Gangnaseðlar verða sendir þeim sem lagt er á. Einnig eru þeir birtir hér fyrir neðan. Fjallskilanefnd
04.10.2012

Markaður á Smáralæk

Laugardaginn 06.10.2012 verður markaður með gamla muni , antik, fatnað ofl. ofl. jafnvel bíla. Endilega komið og skoðið og athugið hvað hugurinn girnist :-) Verðum með opið hús kl. 13:00 - 16:00 laugardaginn 6. október.
04.10.2012

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Munið eftir almenningsopnuninni seinni partinn mánudaga til fimmtudaga. Alltaf eitthvað nýtt! Bækur, tímarit, kiljur, hljóðbækur.
26.09.2012

Umsóknarfrestur í Landsmótssjóð UMSE 2009

Fyrri úthlutun þessa árs fer fram 1. nóvember n.k. Sjóðurinn hefur frá stofnun styrkt margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að starf UMSE geti í framtíðinni orðið enn öflugara. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE s.s. fræðslustarf, útbreiðslu- og kynningarstarf ásamt fleiru. Umsóknarfrestur er til og með 30.09.12
21.09.2012

Námskeið í Dyngjunni - listhúsi

Nú fara námskeiðin að hefjast í Dyngjunni-listhúsi m.a. í jurtalitun og tóvinnu. Upplýsingar í síma 899-8770 og hadda@simnet.is Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit.
20.09.2012

Atvinna: þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun!

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða þroskaþjálfa eða starfsmann með aðra uppeldismenntun í 50% starf til að sinna sérkennslu.
20.09.2012