Fréttayfirlit

Sumarstarf hafið á Hólavatni

Sumarstarf við Hólavatn hefst fimmtudaginn 7. júní en þann dag fer fyrsti hópur sumarsins. Það er Frumkvöðlaflokkur fyrir 7-8 ára börn sem fær heiðurinn af því að vera fyrsti hópurinn til að dvelja í nýju húsi sem nú verður tekið í notkun.
06.06.2012

Æfingatafla Samherja í sumar

Þann 1. júní tók gildi ný æfingatafla hjá Samherjum sem gildir út ágúst.
05.06.2012

Áskorun til alþingismanna

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 15. maí s.l. var eftirfarandi bókun samþykkt: „Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á þingmenn að samþykkja frumvarp til laga um heimild til ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðgangna undir Vaðlaheiði. Vaðlaheiðargöng eru ekki á samgönguáætlun þar sem þau byggja á greiðslu veggjalda. Framkvæmdin tekur því ekki fjármagn frá öðrum brýnum vegaframkvæmdum. Vaðlaheiðargöng eru ásamt öðrum mikilvægum framkvæmdum í vegamálum s.s. styttingu þjóðvegar 1 um 13 km við Blönduós nauðsynleg framkvæmd til að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Sérstaklega er þetta mikilvægt nú á tímum hækkandi orkuverðs og flutningskostnaðar sem gerir fyrirtækjum á Norður- og Austurlandi sífellt erfiðara að standast samkeppni við fyrirtæki sem staðsett eru á stærsta markaðssvæði landsins. Stytting þjóðvegar 1 við Blönduós er líklega með allra hagkvæmustu framkvæmdum sem fyrirfinnast á landinu. Þá mun stytting á norðurleiðinni milli Reykjavíkur og Austurlands verða til þess að fleiri velja hana frekar en suðurleiðina og þannig munu þessar framkvæmdir styrkja enn frekar byggð og atvinnustarfsemi á Vestur- og Norðurlandi.”
04.06.2012

Umsækjendur um starf skólastjóra Hrafnagilsskóla

Umsóknarfrestur um starf skólastjóra Hrafnagilsskóla er liðinn. Fyrirtækið Capacent Ráðningar sér um ráðningarferlið fyrir sveitarfélagið og mun nú fara yfir þær umsóknir sem bárust.
31.05.2012

Handverk fyrir Handverkshátíð 2012

Undirbúningur Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafnagilsskóla 2012 er kominn á fullan skrið og gengur vel að sögn Esterar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra sýninganna. „Kvenfélagskonurnar okkar eru að leggja lokahönd á að prjóna utan um traktorinn á Kristnesi.“
29.05.2012

Auglýsing

Þetta er bara prufa
16.05.2012

Jódísarstaðir, deiliskipulag

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 17. apríl 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi íbúðarreits ÍS15 að Jódísarstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillaga
15.05.2012
Deiliskipulagsauglýsingar

Syðri-Varðgjá, aðalskipulagsbreyting

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 16 ágúst 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar að Syðri-Varðgjá, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.03.2012
Aðalskipulagsauglýsingar

Syðri-Varðgjá, aðalskipulagsbreyting

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 16 ágúst 2011, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025, vegna landnotkunar að Syðri-Varðgjá, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26.03.2012

Nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja

Á fundi sveitarstjórnar 7. febrúar var samþykkt tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um að ráða Ingibjörgu Ó. Ísaksen í starf forstöðumanns íþróttamannvirkja, en Guðrún Sigurjónsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. mars.
08.02.2012