Fréttayfirlit

Stórlax á Handverkshátíðinni um aðra helgi

Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst enda aðeins vika í hátíðina. Sýningin verður sett fimmtudaginn 7. ágúst og lýkur sunnudaginn 10. ágúst. Sýningin hefur fengið að gjöf 1,5 m háa gestabók klædda laxaroði og verður hún staðsett í hjarta sýningarinnar og hvetjum við gesti til að kvitta fyrir heimsókn sína í hana. Sýningin verður fjölbreytt líkt og undanfarin ár. 91 sýnandi af öllu landinu selur skart, fatnað, fylgihluti, textíl, keramik og gler og á útisvæðinu er stórt tjald og skálar með ýmiskonar íslenskum matvælum. Félag ungra bænda á Norðurlandi býður upp á húsdýrasýningu auk skemmtilegra viðburða, Búsaga sýnir gamlar vélar og þjóðháttafélagið Handraðinn setur upp miðaldabúðir. Veitingasala, handverksmarkaður og lifandi tónlist alla dagana. Uppskeruhátíðin fer fram á laugardagskvödinu. Matreiðslumenn Greifans sjá um glæsilega grillveislu og meðal þeirra sem fram koma eru Pálmi Gunnarsson ásamt hljómsveit, Álftagerðisbræður og prestatíó skipað séra Hildi Eir, séra Oddi Bjarna og séra Hannesi Blandon kemur sérstaklega saman fyrir þetta kvöld og slær á létta strengi. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og búa aðstandendur hátíðarinnar sig undir að taka á móti 15-20.000 gestum. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.handverkshatid.is
31.07.2014

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar - opnunartími sundlaugar

Opnunartími um verslunarmannahelgina: Föstudaginn 1. ágúst kl. 06.30-22.00 Laugardaginn 2. ágúst kl 10.00-20.00 Sunnudaginn 3. ágúst kl. 10.00-20.00 Frídagur verslunarmanna 4. ágúst kl. 10.00-20.00 Bestu kveðjur, Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
30.07.2014

Heimildarmynd um Handverkshátíð á N4

Mánudaginn 28. júlí kl:18:30 verður myndin List og landbúnaður sýnd á N4. Þetta er heimildarmynd um Handverkshátíð og landbúnaðarsýningu sem haldnar voru sumarið 2012 í tilefni af 20 ára afmæli Handverkshátíðar og 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Undirbúningur 22. Handverkshátíðar stendur sem hæst og hlökkum við til að taka á móti gestum dagana 7.-10. ágúst n.k..
24.07.2014

Umsögn sveitarstjórnar um DRÖG að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum

Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var mánudaginn 21. júlí var lögð fram bókun og samþykkt samhljóða er varðar drög að frumvarpi til laga um breytingu á raforkulögum.
23.07.2014

Karl Frímannsson ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímansson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. Karl hefur langa og farsæla reynslu af stjórnun í opinberum rekstri. Hann var skólastjóri Hrafnagilsskóla í 13 ár og undir hans stjórn hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin árið 2007. Síðustu tvö rárin hefur hann starfað hjá Akureyrarbæ, fyrst sem fræðslustjóri og síðan þróunarstjóri.
22.07.2014

Fundarboð 452. fundar sveitarstjórnar

452. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, mánudaginn 21. júlí 2014 og hefst kl. 20:00
18.07.2014

Tillaga að deiliskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi svæðis fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár, Eyjafjarðarsveit Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 11. júní 2012 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ferðaþjónustu í landi Syðri-Varðgjár skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær til verslunar- og þjónustusvæðis, sem merkt verður VÞ5-a með breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 sem auglýst er samhliða auglýsingu þessari. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýju gistihúsi og íbúðarhúsi.
15.07.2014
Deiliskipulagsauglýsingar

Breytingar á aðalskipulagi

Breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti 9. júlí 2014 að auglýsa tillögu að viðauka við aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Viðaukinn inniheldur viðbætur og breytingar á stefnumörkun og skilmálum aðalskipulagsins auk breytinga á landnotkun á skipulagsuppdrætti og samantekt á vinnureglum vegna skipulagsmála og framkvæmdaleyfa. Gerð er grein fyrir áhrifum breytinga í greinargerð.
15.07.2014
Aðalskipulagsauglýsingar

Margir vilja starf sveitarstjóra

Fimmtíu og sex sóttu um starf sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit 44 karlar og 12 konur. Sjö drógu umsókn sína til baka. Þessi mikli fjöldi umsókna kom ánægjulega á óvart en staðfestir að í Eyjafjarðarsveit er eftirsóknarvert að búa og starfa. Hér að neðan er nafnalisti umsækjenda í starfrófsröð.
11.07.2014

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða til sín starfsfólk

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða til sín starfsfólk í eftirfarandi stöður: • Stöður leikskólakennara, bæði fullt starf og hlutastarf. • Blönduð störf, 100% staða.
09.07.2014