Fréttayfirlit

Umsækjendur um starf sveitarstjóra

Alls bárust 22 umsóknir um stöðu sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, en umsóknarfrestur um starfið var til 29. júlí. Lista yfir umsækjendur má sjá hér að neðan.
01.08.2018

Fjallskil haustið 2018

Á fundi fjallskilanefndar 24. júlí voru samþykktir eftirfarandi gangnadagar fyrir haustið 2018. 1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september. 2. göngur verði tveim vikum síðar þ.e. 14.-15. september og 21.-22. september. Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 21. október.
25.07.2018

Tilboð opnuð í malbikun hjóla- og göngustígs

Þann 20. júlí 2018, kl. 11:00, voru á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar opnuð tilboð í verkið „Hjóla- og göngustígur – malbikun“. Tvö tilboð bárust í verkið. Tilboðsgjafar: Hlaðbær Colas hf kr. 66.234.000.- Malbikun Akureyrar hf kr. 59.155.000.- Kostnaðaráætlun var kr. 73.255.000.-
20.07.2018

Freyvangur - húsvörður

Atvinna - Húsnæði Laust er til umsóknar starf húsvarðar í félagsheimilinu Freyvangi. Í starfinu felst umsjón með útleigu, þrif og fl. Gerð er krafa um gott viðmót, reglusemi og snyrtimennsku. Húsvörður þarf að vera búsettur í íbúð sem fylgir starfinu. Íbúðin er lítil tveggja herbergja, með stigauppgöngu og hentar vel einstaklingi eða pari. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2018. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða esveit@esveit.is.
19.07.2018

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboði í malbikun á götu og gangstétt að Bakkatröð í Hrafnagilshverfi Eyjafjarðarsveitar

Verkið felur í sér malbikun á götu, gangstétt og lagningu kantsteins. Helstu magntölur eru: Malbikun gata AC11 (t=50 mm )2200 m2 Malbikun gangstétt AC8 (t=50 mm) 820 m2 Staðsteyptir járnbentir kantsteinar, hæð 10-12 cm 480 metrar. Verklok skulu vera eigi síðar en 21. september 2018. Kynningarfundur og/eða vettvangsskoðun verður haldin með bjóðendum 9. júlí 2018 kl. 13:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 2. hæð. Bjóðendur eru einnig hvattir til að kynna sér aðstæður á verkstað. Afhending gagna er frá 6. júlí 2018. Þeir sem óska eftir útboðsgögnum skulu gera það með því að senda tölvupóst á netfangið esveit@esveit.is með efnislínu (e. subject) Bakkatröð Malbik 1807010.
06.07.2018

Hjólreiða- og göngustígur, Malbikun útboð

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í malbikun hjólreiða- og göngustígs frá sveitarfélagsmörkum Akureyrar og Eyjafjarðarsveitar að Hrafnagilshverfi. Verkið felur í sér malbikun á 2,5 m. breiðum hjólreiða- og göngustíg. Lengd stígsins er um 7.200 m. Helstu magntölur eru: Malbikun Y11 (t=40 mm, B=2,5 m) 18.000 m2 Verklok skulu vera eigi síðar en 21. september 2018. Kynningarfundur og/eða vettvangsskoðun verður haldin með bjóðendum 9. júlí 2018 kl. 11:00 á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 2. hæð. Bjóðendur eru einnig hvattir til að kynna sér aðstæður á verkstað. Afhending gagna er frá 5. júlí 2018. Þeir sem óska eftir útboðsgögnum skulu gera það með því að senda tölvupóst á netfangið esveit@esveit.is með efnislínu (e. subject) Hjólastígur Malbik 1101011.
05.07.2018

Starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar laust til umsóknar

Eyjafjarðarsveit auglýsir starf sveitarstjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 29. júlí.
04.07.2018

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöður deildarstjóra/leikskólakennara/leiðbeinanda Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólann Krummakot.
02.07.2018