Fréttayfirlit

Kynningarfundur - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Kynning á deiliskipulagslýsingu miðvikudaginn 24.júní klukkan 17:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Skipulagsnefnd hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi nýs deiliskipulags fyrir Hrafnagilshverfi í samstarfi við þau Árna Ólafsson og Lilju Filippusdóttur hjá Teiknistofu Arkitekta.
18.06.2020
Fréttir

Kvennahlaup 13. júní

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 13. júní kl. 11:00.
11.06.2020
Fréttir

Forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020

Frá 16. júní til og með 26. júní liggur kjörskrá vegna forsetakosninganna frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skóltröð 9.
09.06.2020
Fréttir

Sundlaugin lokuð miðvikudaginn 10. júní

Sundlaugin í Hrafnagilshverfi verður lokuð miðvikudaginn 10. júní kl. 8:00-22:00 vegna námskeiðs starfsmanna. 
09.06.2020
Fréttir

Lokun skrifstofu f.h. 10. júní

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð fyrir hádegi miðvikudaginn 10. júní vegna námskeiðs starfsmanna. 
08.06.2020
Fréttir

Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020 fer um Eyjafjarðarsveit 20. júní kl. 9:00-11:00

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna um Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum. Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun allt að 30 manna hópur hjóla frá Akureyri um Miðbraut hjá Hrafnagili og norður í Vaðlaheiðargöng. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um kl. 14:00 en hér má sjá kortmynd sem sýnir ágætlega hvar leiðirnar liggja. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka gát á þessum tíma.
04.06.2020
Fréttir

Hvítasunnuhelgin í sundlauginni

Það verður opið hjá okkur laugardag - mánudags kl. 10:00-20:00. Hlökkum til að sjá ykkur. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
29.05.2020
Fréttir

Fundarboð 551. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 551. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. maí 2020 og hefst kl. 15:00.
26.05.2020
Fréttir

Hreyfivika UMFÍ 2020

Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og ætlar Eyjafjarðarsveit að bjóða uppá nokkra viðburði tengda henni. Það er um að gera að koma og taka þátt í því sem boðið er uppá, prófa eitthvað nýtt eða rifja upp gamla takta eftir samkomubann. Vonandi sjáum við sem flesta.
26.05.2020
Fréttir

Líkamsræktin opnar

Líkamsræktaraðstaðan verður opnuð mánudaginn 25. maí. Við munum halda áfram að láta fólk skrá sig fyrirfram. Hægt er að skrá sig í klukkutíma í senn og það geta verið 2 í einu eða fjölskylda saman. Hringið í síma 464-8140 til að panta tíma. Verið velkomin Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
22.05.2020
Fréttir