Fréttayfirlit

Aðstoð við innkaup vegna COVID-19

Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 17. mars sl. að bjóða uppá að sækja vörur í matvöruverslanir fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og ekki geta nálgast þær sjálfir sökum faraldursins.
19.03.2020
Fréttir

Fasteignagjöld ferðaþjónustufyrirtækja

Sveitarstjórn samþykkir á fundi sínum þann 17. mars sl. heimild til þess að næstu þremur gjalddögum fasteignagjalda hjá ferðaþjónustufyrirtækjum verði færðir aftur fyrir síðustu gjalddaga til að létta undir rekstri þeirra fram á haust að því gefnu að aðilar sækist eftir slíku.
19.03.2020
Fréttir

Skemmtileg frétt: Útivistastígurinn skreyttur og opinn fyrir umferð

Í dag fengum við senda sérlega skemmtilega ábendingu og frásögn af skemmtilegheitum í sveitarfélaginu frá Ingileifu Ástvaldsdóttur. "Einhver var svo skemmtilegur og skapandi í vikunni að skreyta göngustíginn með snjóskúlptúrum. Það lífgaði heldur betur uppá skokktúrinn þann daginn." Fleiri myndir er hægt að sjá á facebook https://www.facebook.com/1120839546/posts/10216586986523384/?d=n
19.03.2020
Fréttir

Takmarkaður aðgangur að skrifstofu

Í ljósi neyðarstigs og samkomubanns sem gildir í landinu hefur verið ákveðið að takmarka aðgang að skrifstofu sveitarfélagsins. Erindi verða afgreidd í síma 463-0600 og tölvupósti esveit@esveit.is.
19.03.2020
Fréttir

Lumar þú á skemmtilegri frétt eða fallegum myndum fyrir heimasíðu sveitarfélagsins?

Ákveðið hefur verið að leita til ykkar eftir skemmtilegum fréttum, umfjöllunum eða sögum ásamt myndum úr sveitinni sem hægt er að deila með sveitungum til dægrastyttingar á þessum sérkennilegu tímum. Langar okkur að birta líflegar og skemmtilegar fréttir á heimasíðu sveitarfélagsins, eitthvað sem dreift getur huga okkar frá því yfirflæði frétta sem tengjast veirum, veðri og snjómokstri þessa dagana.
18.03.2020
Fréttir

Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit auglýsir:

Í ljósi nýjustu frétta af samkomubanni er ákveðið að ÖLL STARFSEMI Á VEGUM FÉLAGSINS FALLI NIÐUR NÆSTU 4 VIKUR. Að öllu óbreyttu komum við næst saman þriðjudaginn 14. apríl. Stjórnin.
18.03.2020
Fréttir

Starfsemi Íþróttamiðstöðvar næstu vikurnar

Í ljósi samkomubannsins sem nú hefur tekið gildi, mun starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar breytast og taka mið af tilmælum Almannavarna. Tekið er mið að því að íþróttamiðstöðin og sundlaugin nýtist yngri kynslóð íbúa gegnum starfsemi skólans milli klukkan 8:00 og 16:00. Verða almennir opnunartímar íþróttamiðstöðvarinnar því eftirfarandi:
17.03.2020
Fréttir

Tilkynning frá sveitarstjóra um starfsemi skóla, íþróttamiðstöðvar og frístundar

Kæru íbúar. Um helgina hefur verið unnið að því að endurskipuleggja starf skólanna svo það megi halda áfram með sem minnstri röskun fyrir börn okkar og samfélag. Til þess þarf að ráðast í ákveðnar skipulagsbreytingar á starfinu sem við vonum að muni eingöngu standa í skamman tíma.
15.03.2020
Fréttir

Viðbragðshópur fundar um starfsemi skólanna

Í dag hittust skólastjórnendur ásamt sveitarstjóra og oddvitum beggja lista til að skoða og skipuleggja næstu daga í starfsemi skólanna. Vinna mun eiga sér stað hjá skólastjórnendum í dag og fyrramálið og mun hópurinn hittast aftur klukkan 14 á morgun.
14.03.2020
Fréttir

Viðbragðshópur um starsfemi skólanna fundaði í dag

Í dag hittust skólastjórnendur ásamt sveitarstjóra og oddvitum beggja lista til að skoða og skipuleggja næstu daga í starfsemi skólanna. Vinna mun eiga sér stað hjá skólastjórnendum í dag og fyrramálið og mun hópurinn hittast aftur klukkan 14 á morgun.
14.03.2020
Fréttir