Fréttayfirlit

Leikskólinn Krummakot vill ráða starfsmann í hlutastarf

Um er að ræða 60% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum frá og með 10. ágúst. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
26.05.2021
Fréttir

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2020, sterk staða

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 20. maí var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 lagður fram. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæðu um 101 millj kr.
20.05.2021
Fréttir

Iðjuþjálfi/þroskaþjálfi í Hrafnagilsskóla

Óskum eftir að ráða iðjuþjálfa eða þroskaþjálfa að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Um er að ræða 80% stöðu og ráðið er frá 1. ágúst 2021.
17.05.2021
Fréttir

Nú gildir sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur á sumarnámskeið!

Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- tómstundarstyrk. Kannaðu rétt þinn á https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021 - en hægt er að fá endurgreitt fyrir iðkun frá september 2020. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá þínu sveitarfélagi eða hér að neðan. You can now use the special leisure activity grant this summer! If your child is between 6 and 15 years of age, he or she could be entitled to a special activity grant of ISK 45.000. Application deadline is July 31. 2021 and you can get the grant for activities registered after September 2020. You will find further information about the grant below. https://www.mcc.is/tomstundir-enska/ Teraz dotacja na zajęcia sportowe i rekreacyjne może zostać wykorzystana również na zajęcia letnie! Dzieci z rodzin o niższych dochodach, urodzone w latach 2005-2014 mogą otrzymać 45.000 kr. dotacji na zajęcia sportowe i rekreacyjne. Sprawdź czy jesteś uprawniony do skorzystania z dotacji https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Okres składania wniosków upływa z dniem 31 lipca 2021. Dotację można przeznaczyć na zwrot za rachunki obejmujące zajęcia od września 2020 roku. Dokładniejsze informacje uzyskasz w swojej gminie zamieszkania https://www.mcc.is/tomstundir-polska/
14.05.2021
Fréttir

Matjurtagarðar í Hrafnagilshverfi

Sveitarfélagið mun bjóða íbúum aðgang að matjurtargörðum í gömlu kálgörðunum í Hrafnagilshverfi, norðan Bakkatraðar, sumarið 2021. Hver reitur verður 15 fermetrar að stærð og kostar leiga á honum 4.000 kr. fyrir tímabilið. Undirbúningur garðanna hefst fljótlega og er áhugasömum bent á að sækja um reit með því að senda tölvupóst á esveit@esveit.is með yfirskriftinni Matjurtagarðar 2021 eða með því að hringja í síma 463-0600.
14.05.2021
Fréttir

Risakýrin Edda í Eyjafjarðarsveit

Stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar hefur ráðist í stórt verkefni og fengið til liðs við sig magnaða listakonu, Beate Stormo eldsmið. Segja má að frábær hugmynd hafi orðið að veruleika og nú er verkefnið komið vel af stað. Hugmyndin var að finna sameiningartákn fyrir Eyjafjarðarsveit, eitthvað stórt og flott og eitthvað sem allir vildu koma og sjá. Það er gríðarlega mikil mjólkurframleiðsla í Eyjafjarðarsveit og því var ákveðið að tákn sveitarinnar yrði mjólkurkýr. Niðurstaðan er risastór járnskúlptúr af kú sem verið er að búa til þessa dagana. Beate Stormo í Kristnesi var fengin í verkið. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í eldsmíði og Evrópumeistari. Hún er afskaplega vandvirk og fer alla leið í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er búin að hanna kúna og verður hún hol að innan með víravirkismynstri á hliðunum, sem vísa í víravirkið á íslensku þjóðbúningunum til dæmis. Einnig verða borðar með textum úr sögum og ljóðum um kýr. Kýrin heitir Edda en Edda þýðir formóðir og er það tilvísun í Eddukvæðin okkar, sem er ættmóðir allra ritverka okkar Íslendinga. Á sama hátt er kýrin Edda frjósöm og allt um vefjandi móðir sem hefur fætt okkur í gegn um aldirnar. Til þess að ráðast í þetta risaverkefni þurfum við styrki. Nokkur fyrirtæki hafa styrkt verkefnið en betur má ef duga skal. Ákveðið var að ráðast í hópfjármögnun og er hún farin af stað.
06.05.2021
Fréttir

Fundarboð 565. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

565. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. maí 2021 og hefst kl. 08:00.
04.05.2021
Fréttir

Tónlistarskóli Eyjafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennurum í eftirfarandi stöður

Tónlistar-/tónmenntakennari í 75-100% starfshlutfall. Tónlistarskóli Eyjafjarðar leitar að tónlistar-/tónmenntakennara til að kenna og móta fjölbreytta tónlistarkennslu við skólann. Sinna þarf fjölþættri kennslu, m.a. forskóla-/tónmenntakennslu í samvinnu við leik- og grunnskóla á starfssvæðinu sem er Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur. Fyrir hæfan og metnaðarfullan aðila eru möguleikar á að þróa og móta starfið en unnið hefur verið með ýmsa þætti eins og marimbukennslu, kórstarf, samsöng, rythmískt samspil o.fl. Hljóðfærakennsla getur verið hluti af starfinu ef umsækjandi óskar. Píanókennari í 100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara sem sýnir frumkvæði, mætir nemendum á áhugasviði þeirra og nýtir sér fjölbreytta kennsluhætti. Kennsla fer fram í öllum útibúum skólans. Tónlistarkennari í 75-100% starfshlutfall. Leitað er eftir kennara með breiðan bakgrunn sem gæti kennt fjölbreytta hljóðfærakennslu byrjenda, hópkennslu og fræðigreinar. Yfirmenn eru skólastjóri og aðstoðarskólastjóri tónlistarskólans en í nánum samskiptum við aðra stjórnendur leik- og grunnskóla. Umsækjandi hafi menntun og reynslu sem nýtist í starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningum tónlistarkennara við Samband íslenskra sveitarfélaga. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, akstur greiddur samkvæmt samningi. Góð samskiptahæfni er lykilatriði. Höfuðstöðvar skólans eru á Hrafnagili innan við 10 mínútna akstur frá Akureyri. Umsóknarfrestur er til 25.maí. Upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri s.8980525 Fyrirspurnir og umsóknir berist á netfangið te@krummi.is Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
03.05.2021
Fréttir