Fréttayfirlit

Sundlaug - Lokun um helgina

Sundlaugin verður aðeins opin kl. 10:00-16:00 á laugardaginn og LOKUÐ á sunnudaginn. Þetta er vegna notkunar á sterkum efnum við lagningu á nýju gólfi í íþróttahúsi. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
16.09.2021
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. ágúst 2021 breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2021 sem felur í sér að aðveituæð kalds vatns sem liggur frá Vaðlaheiðargöngum eftir Leiruvegi til Akureyrar er færð inn á skipulagsuppdrátt. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telst breytingin óveruleg.
16.09.2021
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Breyttur opnunartími á gámasvæði frá og með 4. október

Frá og með 4. október breytist opnunartími gámasvæðisins. Verður þá opið á fimmtudögum í stað föstudaga og er með því verið að tryggja að mögulegt sé að tæma gámana fyrir opnun svæðisins á laugardögum. Opnunartími gámasvæðisins frá 4. október verður því eftirfarandi: Þriðjudagar 13:00-17:00 Fimmtudagar 13:00-17:00 Laugardagar 13:00-17:00 Sveitarstjóri
15.09.2021
Fréttir

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna Eyjafjarðarsveitar 2021

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Nefndin óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess. Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 1. október til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Umhverfisnefndin 
14.09.2021
Fréttir

Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 25. september 2021.

Kjörfundur í Eyjafjarðarsveit Kjörfundur er í Hrafnagilsskóla þann 25. september og hefst hann kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja eða á annan fullnægjandi hátt. Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Hrafnagilsskóla, sími 464-8100 eða 894-1372. Þeir sem eiga erfitt með gang mega aka að inngangi skóla. F.h. kjörstjórnar, Einar Grétar Jóhannsson.
14.09.2021
Fréttir

Kjörskrá Eyjafjarðarsveitar

Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 liggur frammi frá 15. september, almenningi til sýnis, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9, á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar kl: 10:00-14:00. Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar á auðveldan hátt er hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá. Sveitarstjóri.
09.09.2021
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara/leiðbeinanda. Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starfa í leikskólanum Krummakoti. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 61 dásamleg börn á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Framúrskarandi samskiptahæfileikar. Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf. Góð íslenskukunnátta. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til 1. okt. 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.
09.09.2021
Fréttir

Sjálfbærni í Eyjafjarðarsveit

Það eru ekki allir sem þekkja hversu sjálfbært sveitarfélagið Eyjafjarðarsveit er og hversu mikið það gefur af sér fyrir Eyjarfjörð og Ísland allt.
06.09.2021
Fréttir

Atvinna

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða starfsmann í 26% hlutastarf. Vinnutíminn er kl. 6:00-8:00, 4 morgna í viku. Möguleiki á meira starfshlutfalli og afleysingum. Í starfinu felst m.a. afgreiðsla og gæsla í sundlaug. Áhersla er lögð á stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.
03.09.2021
Fréttir