Fréttir og tilkynningar

Ræktin opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur

Ræktin hefur verið opnuð aftur eftir viðhald og endurbætur. Keypt var svokallað fjölnota tæki, sem hægt er að gera ýmsar æfingar í. Einnig eru nýjar ketilbjöllur, medicine boltar, nokkrar gerðir af teygjum og rúllum svo eitthvað sé nefnt.
Fréttir

Opin vika 3.-8. febrúar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar

Vikuna 3.-8. febrúar heldur Tónlistarskóli Eyjafjarðar opna viku þar sem hefðbundin kennsla er að mestu felld niður, en býður nemendum í staðinn námskeið í brasilískri tónlist þar sem okkar brasilíski slagverksleikari Rodrigo Lopes og samlandi hans Guito leiðbeina nemendum okkar á Hrafnagili, Þelamörk og Grenivík. Það verður gaman að sjá hvort að þeir geta ekki aðeins liðkað okkur til í vetrarfrostinu og gefið okkur örlítinn smjörþef af sumri og sól. Kennarar skólans bregða á leik og bjóða uppá ýmislegt fyrir okkur sveitungana.
Fréttir

Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 - Breyting

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar.
Fréttir

Fundarboð 542. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 542. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 23. janúar 2020 og hefst kl. 15:00
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir