Fréttayfirlit

Frábær árangur Samherja

Íslandsmeistaramót 12-14 ára var haldið helgina 3-4 mars og var haldið í Laugardalshöllinni í Reykjavík.
UMSE sendi 16 keppendur á mótið en 10 af þeim eru í Samherjum og 4 til viðbótar sem æfa með Samherjahópnum.

Lesa meira

12.03.2007

Tónlist og tuskur í Laugarborg

Eyfirska tískan
Aftur og enn standa Helgi og hljóðfæraleikararnir fyrir einstakri uppákomu. Í þetta sinn er það Tónleikar og tískusýning. Smellið á "Lesið meira" til að fá nánari upplýsingar.
09.03.2007

Kynningarátak

Úrvinnslusjóður hefur hrint af stað sérstöku kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum.Auðvelt er að losa sig við rafhlöðurnar en nokkur fyrirtæki í samvinnu við Úrvinnslusjóð taka við þeim.
Á Eyjafjarðarsvæðinu taka sölustöðvar Olís við rafhlöðunum og Endurvinnslan við Réttarhvammsveg á Akureyri. Íbúar Eyjafjarðarsveitar eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessu átaki og losa sig við allar ónýtar rafhlöður og rafgeyma á fyrrnefnda staði.

26.02.2007

Ályktun um vegamál

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. samþykkt ályktun um vegamál sem felur í sér áskorun til þingmanna um að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til endurnýjunar tengivega.
22.02.2007

Lesið í skóginn - með skólum

Hrafnagilsskóli sendir fulltrúa á málþing um verkefnið "Lesið í skóginn - með skólum" og verða fulltrúar skólans bæði með stutta framsögu og fulltrúa á pallborði.
Sjá dagskrá

20.02.2007

Góður árangur UMSE á Meistaramóti Íslands

UMSE fór með kornungt lið á MÍ aðalhluta um síðustu helgi en keppendur voru sex frá aldrinum 14-24 ára. Gunnar Örn Hólmfríðarson (Umf Samherja) gerði sér lítið fyrir og sigraði í Hástökki karla með stökk upp á 1.91m. Gunnar var reyndar meiddur og stökk sárkvalinn alla keppnina.

Lesa meira

13.02.2007

Tónlistarhúsið Laugarborg 25.febrúar

Bach - Preistrager
Elfa Rún Kristinsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í Laugarborg 25.febrúar klukkan 15. Skoða nánari upplýsingar

06.02.2007

MÍ 15-22 ára fór fram um síðustu helgi og náðu krakkarnir góðum árangri.

Krakkarnir í Samherja náðu góðum árangri. Markverðast er að Ari Jóhann Júlíusson og Jónas Rögnvaldsson voru yfirleitt með besta eða næstbesta árangur miðað við yngra ár
01.02.2007

Eyþing fundaði með þingmönnum

Nú nýverið fundaði Eyþing með þingmönnum á KEA.  Í kjölfar fundarins fóru Steingrímur J. og Þuríður Bachman í framfjörð Eyjafjarðarsveitar og skoðuðu skriðusvæðin.
30.01.2007

Gjaldskrár fyrir árið 2007

Gjaldskrár Eyjafjarðarsveitar má finna í valmynd hér vinstra megin á síðunni.
30.01.2007