Fréttayfirlit

Sorphirða í janúar 2012

Endurvinnslutunnan verður losuð miðvikudaginn 4. janúar og 1. febrúar.

Lífræna- og almenna sorpið verður losað mánudaginn 9. janúar og þriðjudaginn 10. janúar. Næstu dagar eru 23. og 24. janúar.

Von er á dagatali á nýju ári.

30.12.2011

Jólatrésskemmtun!

Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi halda hina árlegu jólatrésskemmtun í Funaborg þriðjudaginn 27. desember kl.13.30-16.00.
Þar verður dansað kringum jólatréð og vonandi láta einhverjir jólasveinar sjá sig.
Eftir ballið verða kaffiveitingar.   Allir velkomnir.......                    
Kvenfélagið Hjálpin og Hestamannafélagið Funi

23.12.2011

Gjaldskrá fyrir sorphirðu í kynningu

Nú liggur fyrir tillaga að gjaldskrá fyrir sorphirðu og förgun úrgangs í Eyjafjarðarsveit og endurspeglar hún hlutfall af kostnaði við sorphirðuna. Sú nýbreytni er í gjaldskránni að gjald er lagt á búfjáreigendur til að standa straum að förgun dýraleifa.
19.12.2011

Gjafabréf Freyvangsleikhússins

Við viljum benda sveitungum á að gjafabréf á sýninguna Himnaríki - geðklofinn gamanleikur, sem verður aðalsýning félagsins þetta leikárið, eru nú til sölu í Eymundsson á Akureyri (ekki á annarri hæð!) á sérstöku afsláttarverði kr. 2.000,-. Lofum að koma ekki með sýnishorn á Þorrablótið!
Jólakveðja frá Freyvangsleikhúsinu

19.12.2011

Umhverfisverðlaun 2011

Umhverfisnefnd veitti eigendum Breiðabliks og Jólagarðsins umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar vegna ársins 2011.

16.12.2011

Opnunartími gámasvæðis fram að áramótum:

Föstudaginn 23. desember – OPIÐ KL. 13-17
Laugardaginn 24. desember – LOKAÐ
Þriðjudaginn 27. desember – OPIÐ KL. 13-17
Föstudaginn 30. desember – OPIÐ KL. 13-17
Laugardaginn 31. desember – LOKAÐ

Venjulegur opnunartími eftir áramót, þ.e. þriðju-, föstu- og laugardaga kl. 13-17.
Sveitarstjóri

14.12.2011

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur bókasafnsins fyrir jól verður þriðjudaginn 20. desember
frá kl. 9:00-12:30. Safnið verður opið fimmtudaginn 29. desember frá kl. 14:00-16:00. Fyrsti opnunardagur eftir áramót er mánudagurinn 2. janúar 2012 frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-16:00. 
Í janúar mun svo bókasafnið hefja síðdegisopnun sem betur verður auglýst síðar.
Ég óska núverandi og tilvonandi viðskiptavinum safnsins gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári.  Bestu þakkir fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.  Sjáumst sem fyrst!
Bókavörður

14.12.2011

Opnunartími sundlaugar um jól og áramót:

OPIÐ 19. - 22. des. kl. 15-20
LOKAÐ 23. - 26. des.
OPIÐ 27. - 30. des. kl. 15-20
LOKAÐ 31. des. og 1. janúar 2012

Fjölskyldan í sund. Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar

13.12.2011

Jólamarkaður

Jólamarkaður „Undir Kerlingu“ við Dyngjuna-listhús, Fífilbrekku, Eyjafjarðarsveit 10.-11. des. 2011 kl. 13.00-16.00
Vinkonur í listinni bjóða upp á handunna listmuni, sjá nánar https://www.facebook.com/dyngjanlisthus. Veitingar að sveita sið. Komið vel klædd, eftir veðri. Nánari leiðarlýsing í síma 899-8770.

 
05.12.2011