Fréttayfirlit

Ullarsöfnun

Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit föstudaginn 2. maí n.k. milli kl. 10:00 og 12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum milli kl. 13:00-14:30. Það verður að vera búið að merkja, vigta og skrá ullina áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun. Rúnar Jóhannsson gsm 847-6616 / Birgir Gullbrekku gsm 845-0029
30.04.2014

Fundarboð 447. fundar sveitarstjórnar

442. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitarverður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 30. apríl 2014 og hefst kl. 15:00
25.04.2014

Frá Laugalandsprestakalli

Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 24. apríl er ferming í Munkaþverárkirkju kl. 11:00. Fermdur verður Hafþór Máni Baldursson, Stóra-Hamri. Gleðilegt sumar, sóknarprestur
23.04.2014

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009

Fyrri úthlutun ársins fer fram 1. júní n.k. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess.
22.04.2014

Heimboð í sveitina um páskana

Mikið er um að vera í Eyjafjarðarsveit um páskana.
17.04.2014

Leikskólinn Krummakot óskar eftir að ráða starfsmann í ræstingar

Um er að ræða 50%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Vinnutími er á dagvinnutíma, frá kl. 12:00 – 16:00 nema á föstudögum, þá frá 12:00 - 16:30. Óskað er eftir jákvæðum og traustum einstaklingi sem á auðvelt með samskipti og sveigjanleika í starfi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Einingar-Iðju og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 27. apríl n.k. Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir skólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang hugruns@krummi.is
16.04.2014

Sýningin ÞRÆÐIR SUMARSINS verður opnuð sumardaginn fyrsta !

Textílfélagið er 40 ára í ár. Mikið er um að vera á vegum félagsins í tilefni af afmælinu og er meiningin að ekki færri en einn viðburður verði í hverjum mánuði, víðsvegar um landið. Meðal atburða eru sýningar og námskeið. Þátttaka í sýningarhaldi hér í Eyjafirði er að tilstuðlan Guðrúnar Höddu í Dyngju Listhúsi í landi Fífilbrekku. Guðrún Hadda tekur á móti samstarfskonum sínum úr Textílfélaginu og munu félagar sýna þar verk sín. Um er að ræða útiverk sem standa munu út sumarið. Opnun sýningarinnar verður sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 12.00 .
16.04.2014

Skólaakstur og almenningssamgöngur - niðurstöður könnunar

Á yfirstandandi skólaári hefur verið gerð tilraun með samþættingu skólaaksturs og almenningssamgangna í sveitarfélaginu. Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri var fengin til að gera könnun í Eyjafjarðarsveit um ýmis mál þessu tengd í sveitarfélaginu.
10.04.2014

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna

Laugardagurinn 10. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna sem hafa verið auglýstar þann 31. maí n.k..
07.04.2014

Fundarboð 446. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 446. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla, miðvikudaginn 9. apríl 2014 og hefst kl. 15:00
04.04.2014