Fréttayfirlit

Hjálparsími Rauða krossins sími 1717

Mikið hefur gengið á í Eyjafjarðarsveit og víða um land allt núna í desember. Á fundi Samráðshóps áfallahjálpar í umdæmi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar var m.a. rætt um að benda fólki á að hafa samband við hjálparsíma RKÍ s: 1717, ef það eða einhverjir sem það þekkir til, eru með vanlíðan vegna þessara mála. Hjálparsími og netspjall Rauða Krossins: „hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.“ Heimasíða: raudikrossinn.is.
23.12.2019
Fréttir

Jólakveðja

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
20.12.2019
Fréttir

Auglýsingablaðið yfir hátíðarnar

Skilafrestur auglýsinga í næstu tvö auglýsingablöð verður fyrir kl. 10:00: -mánudaginn 23. des. fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 27.des. -mánudaginn 30. des. fyrir blaðið sem dreift verður 2. eða 3. jan. 2020. Auglýsingar óskast sendar á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
18.12.2019
Fréttir

Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar

Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar dagana 23., 27. og 30. desember kl. 10:00-14:00. Lokað fimmtudaginn 2. janúar 2020. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.
18.12.2019
Fréttir

Jólaopnun í Íþróttamiðstöðinni

23. des. Lokað 24. des. Lokað 25. des. Lokað 26. des. Lokað 27. des. Opið kl. 10:00-20:00 28. des. Opið kl. 10:00-17:00 29. des. Opið kl. 10:00-17:00 30. des. Opið kl. 06:30-22:00 31. des. Lokað 1. jan. Lokað 2. jan. Opið kl. 10:00-22:00
18.12.2019
Fréttir

Ályktun sveitarstjórnar í kjölfar óveðurs

Þann 16. desember 2019, samþykkti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samhljóða neðangreinda ályktun:
17.12.2019
Fréttir

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Bókasafnið fer í jólafrí og er síðasti opnunardagur fyrir jól föstudagurinn 20. desember frá kl. 10:30-12:30. Opið er milli jóla og nýárs föstudaginn 27. desember frá kl. 16.00-19.00. Opnum eftir áramót föstudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega á föstudegi. Safnið óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökkum fyrir liðið ár og ósk um að sjá enn fleiri á nýju ári.
16.12.2019
Fréttir

Vegagerðin stefnir á að hefja snjómokstur í nótt ef aðstæður leyfa

Vegagerðin stefnir á að hefjast handa við snjómokstur í sveitarfélaginu í nótt en þó má reikna með að töluverðan tíma taki að opna allar leiðir. Snjómokstur er hafinn í Hrafnagilshverfi.
11.12.2019
Fréttir

Tilkynning frá leikskólanum Krummakoti - nánari upplýsingar um opnun leikskólans klukkan 9:00 í fyrramálið

Enginn skóli verður frá 7:30-9:55 en skoðað verður með að opna kl: 10 fyrir þá nemendur sem að komast. Opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Nánari upplýsingar klukkan 9:00 í fyrramálið.
11.12.2019
Fréttir

Tilkynning frá Hrafnagilsskóla - nánari upplýsingar um skólastarf fimmtudags klukkan 9:00 í fyrramálið.

Enginn skóli verður frá 8:15 - 9:55 en skoðað verður með að opna skólann kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem komast. Ekki verður hægt að fylgja stundaskrá og opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu. Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið í gegnum upplýsingasíma skólans 8781603, á heimasíðu eða með netpósti en ekki er öruggt að svarað verði í skólasímann strax í fyrramálið. Upplýsingar um skólahald munu liggja fyrir ekki seinna en klukkan níu á morgun.
11.12.2019
Fréttir