Fréttayfirlit

Óvíst með snjómokstur og færð á fimmtudag - skólabílar ekki á ferð

Að svo stöddu telur Vegagerðin ólíklegt að hægt verði að moka í sveitarfélaginu fyrr en á morgun og er því útlit fyrir að ófært verði í sveitarfélaginu hið minnsta fyrri hluta dags. Ljóst er að skólabílar munu ekki verða á ferð á fimmtudag og má reikna með að færðin hafi áhrif á skólastarf fimmtudags. Hvetjum við foreldra til að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum.
11.12.2019
Fréttir

Skólar, skrifstofa og aðrar stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á miðvikudag.

Sökum þess veðurofsa sem gengur nú yfir landið verða allar stofnanir sveitarfélagsins lokaðar á morgun, miðvikudag, þar með talið grunnskóli og leikskóli.
10.12.2019
Fréttir

Takmarkaður snjómokstur framan miðbrautar þar til veðri slotar

Veðurútlit er með þeim hætti að ólíklegt má telja að snjómokstur verði framan Miðbrautar eftir hádegi á þriðjudag og þar til veðri slotar á fimmtudagsmorgun. Tilkynnt verður á heimasíðunni þegar snjómostur hefst aftur.
10.12.2019
Fréttir

Skólahald, íþróttamiðstöð, skrifstofur og önnur starfsemi sveitarfélagsins lokar klukkan 12:00 á þriðjudag.

Hrafnagilsskóli, leikskólinn Krummakot, íþróttamiðstöð, skrifstofur, bókasafn og gámasvæði sveitarfélagsins munu loka klukkan 12:00 í dag, þriðjudag, vegna óvenju illskuveðurs og útlits fyrir slæma færð á vegum.
10.12.2019
Fréttir

Aðvörun vegna veðurs

Kæru sveitungar við hvetjum alla til að fylgjast vel með færð og veðurspá næstu daga. Foreldrar og forráðamenn barna í leik- og grunnskóla eru sérstaklega beðnir um að vera vakandi fyrir upplýsingum frá skólunum en líklegt má telja að rask verði á skólastarfi og akstri á næstu dögum.
09.12.2019
Fréttir

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2020 og 2021-2023 samþykkt í sveitarstjórn

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 og árin 2021 - 2023 var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða í sveitarstjórn 6. desember.
06.12.2019
Fréttir

Eyjafjarðarsveit - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 21. nóvember 2019 afgreiðslu skipulagsnefndar þann 14. mars 2019 á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfa skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið tekur til uppbyggingar svínabús á landspildu sunnan Finnastaðaár og vestan Eyjafjarðarbrautar vestri.
05.12.2019
Fréttir

Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit

Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020. Skipulagsnefnd
05.12.2019
Fréttir

Atvinna - Skólaliði

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða í 90% starf. Ráðið er í starfið út skólaárið og möguleiki á fastráðningu í framhaldi. Best væri að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst.
05.12.2019
Fréttir

Fundarboð 541. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

541. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. desember 2019 og hefst kl. 12:00.
05.12.2019
Fréttir