Fréttayfirlit

Kynningarfundur - breyting á svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur verður haldinn í Hlíðarbæ 6. júní 2019 klukkan 20:00 þar sem skipulagstillaga og umhverfisskýrsla vegna breytinga á svæðisskipulagi Eyjafjarðar, drög, liggja nú frammi til kynningar, m.a. á www.afe.is.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kynning á skipulagstillögu svæðisskipulags Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi á fundi sínum 7. maí s.l. til kynningar drög að skipulagstillögu og umhverfisskýrslu vegna breytinga á svæðisskipulagi. Tillagan verður síðan send sveitarstjórnum til staðfestingar að lokinni kynningu sem stendur yfir út júní.
31.05.2019
Svæðisskipulagsauglýsingar

Kaffihlaðborð

Kvenfélagið Hjálpin verður með stórglæsilegt kaffihlaðborð á Hrísum í Eyjafjarðasveit, 2 júní nk. frá kl. 13.30-16.30. Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1.000 kr. fyrir 7-12 ára og 2.000 kr. fyrir 12 ára og eldri.
29.05.2019

Fjölskyldusirkushelgi í Eyjafjarðarsveit

Húlladúllan heimsækir Eyjafjarðarsveit helgina 25.-26. maí með hina frábæru fjölskyldusirkushelgi. Við munum njóta helgarinnar saman í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar, læra nýja og spennandi hluti, hlæja, svitna og gleðjast. Dagskráin er sérstaklega sniðin að því að fjölskyldan og samfélagið geti öll tekið þátt saman burtséð frá aldri og stærð.
22.05.2019

Tímatökumót á Eyjafjarðarbraut vestri sunnudaginn 19. maí

Við vekjum athygli á að tímatökumót Hjólreiðafélags Akureyrar verður á Eyjafjarðarbraut vestri milli Akureyrar og Hrafnagils sunnudaginn 19. maí næstkomandi milli klukkan 10:00 og 12:00. Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og sýna tillitssemi.
15.05.2019

Hlutastarf á Smámunasafninu sumarið 2019

Óskað er eftir starfsmanna í hlutastarf á Smámunasafnið sumarið 2019. Ráðningatími 1. júní til 1. september. Vinnuhlutfall sem samsvarar að jafnaði 3 dögum á viku og aðra hverja helgi en er þó óreglulegt.
14.05.2019

Rík áhersla á heilsu og íslenskt hráefni í útboði mötuneytis Eyjafjarðarsveitar

Nú hefur mötuneyti Eyjafjarðarsveitar verið boðið út til næstu þriggja ára og var þar lögð rík áhersla á íslenskt hráefni, heilsusamlegt mataræði og að lágmarka vistspor þjónustunnar.
12.05.2019

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2018

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 24. apríl var ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu. Heildartekjur A og B hluta voru 1,043 m. kr., sem er um 2,6 % hækkun frá fyrra ári og 5% yfir fjárhagsáætlun ársins. Heildargjöld án fjármagnsliða, voru 959,2 m.kr en það er um 1,1% hækkun frá fyrra ári og 5% umfram fjárhagsáætlun ársins.
09.05.2019

Óskað eftir tilboðum í rekstur mötuneytis Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í matseld fyrir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar. • Afhending útboðsgagna 9. maí 2019 • Tilboðsfrestur 23. maí 2019 kl. 13:30 • Upphaf verktíma 1. ágúst 2019 • Samningstími 3 ár
08.05.2019