Fréttayfirlit

Ályktun varðandi tryggingavernd bænda

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fjallaði um Ályktun varðandi tryggingavernd bænda, á 595. fundi sínum þann 6.10.2022. Eftirfarandi ályktun var samþykkt samhljóða: "Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á landbúnaðarráðherra að stofna nýja umgjörð um tryggingavernd bænda þar sem tekið verður á fleiri áhættuþáttum en þeim sem skyldu og valfrjálsar tryggingar taka á t.d. tjón í kjölfar náttúruhamfara og annarra óvæntra áfalla. Sveitarstjórn telur mjög mikilvægt að bændur geti tryggt afkomu sína með mun betri hætti en er í dag, enda mun það stuðla að fæðuöryggi í landinu. Jafnframt óskar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftir því að fá fund með landbúnaðarráðherra um matvælaframleiðslu framtíðarinnar."
06.10.2022
Fréttir

Vörðum leiðina saman

Innviðaráðuneytið , í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkum ráðuneytisins. Meginviðfangsefni þeirra verða umræður um stefnumótun í samgöngum, sveitarstjórnarmálum og húsnæðis- og skipulagsmálum. Einnig verður nýsamþykkt byggðaáætlun kynnt. Samráðsfundur á Norðurland eystra verður haldinn 19. október milli kl. 15.00-17.00. Fundurinn verður haldin í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráningu líkur daginn fyrir fund og þátttakendur frá boð í tölvupósti til að tengjast fundinum. Skráning er hér
06.10.2022
Fréttir

Fundarboð 595. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 595 FUNDARBOÐ 595. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 6. október 2022 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til samþykktar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 2 - 2209005F 1.1 2209037 - Birkifræsöfnun í Garðsárreit 1.2 2205018 - Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 1.3 2209031 - Nýsköpunarstefna Eyjafjarðarsveitar 1.4 2209032 - Nýsköpunarsjóður 1.5 2209034 - Sjálfbærnismiðja í Eyjafjarðarsveit 1.6 2209033 - Verkefni atvinnu- og umhverfisnefndar og áherslur fyrir fjárhagsáætlun 1.7 2209013 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu 2021-2022 og áætlun um refaveiðar 2023-2025 1.8 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 375 - 2209008F 2.1 2208022 - Örk - Umsókn um tvo byggingarreiti 2.2 2209038 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð í landi Brúarlands 2.3 2209041 - Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 2.4 2209049 - Reiðvegur milli Mjaðmár og Bringu - framkvæmdaleyfisumsókn 2.5 2209030 - Litlahlíð - stækkun bílgeymslu 2.6 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði 2.7 2208023 - Ölduhverfi framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða 2.8 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel Fundargerðir til kynningar 3. Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 6.09.22 - 2209017 Almenn erindi 4. Sala fasteigna - Sólgarður - 2208011 5. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2023 - 2026 fyrri umræða - 2209039 04.10.2022 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
04.10.2022
Fréttir