Fréttayfirlit

Bókasafnið fer í páskafrí

Bókasafnið fer í páskafrí Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 31. mars. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 11. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
28.03.2023
Fréttir

Fundarboð 607. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - Frestað!

FUNDARBOÐ 607. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. mars 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5 - 2303004F 1.1 2301024 - SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum 1.2 2302015 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Eyjafjarðarsveit 1.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387 - 2303006F 2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 2.2 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 2.3 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús 2.4 2303001 - Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi 2.5 2303024 - Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut 2.6 2303029 - Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós Fundargerðir til kynningar 3. Molta - Stjórnarfundur 9. mars 2023 - 2303013 4. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Aðalfundur og ársreikningur 2022 - 2303014 5. Molta - Fundargerð aðalfundar 15. mars 2023 - 2303018 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 920 - 2303022 Almenn erindi 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 8. Edda Kamilla Örnólfsdóttir - Ósk um kaup á hluta lands - 2303012 9. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, síðari umræða. - 2303009 10. Gjaldskrá vegna þjónustu Sipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar - 2303026 11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 27.03.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
28.03.2023
Fréttir

Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit, 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni hafa fundað og tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki Handverkshátíð í þeirri mynd sem hún var. Á fundinum óskuðu félögin eftir þátttöku íbúa í umræðum um hverskonar viðburði íbúar vilja sjá og/eða stuðla að. Leitað var til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, um aðstoð að slíkum fundi og hefur Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri tekið það að sér. Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla og er hann opinn öllum. Stutt könnun er tilbúin fyrir fundinn sem allir mega svara, óháð mætingu. Díana mun svo skýra frá niðurstöðum á fundinum, einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg öllum. Könnunina má finna hér: https://www.surveymonkey.com/r/GLXS3FV Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum. Með von um góðar undirtektir og umræður, Hjálparsveitin Dalbjörg Ungmennafélagið Samherjar Kvenfélagið Aldan Kvenfélagið Iðunn Kvenfélagið Hjálpin Hestamannafélagið Funi Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
24.03.2023
Fréttir

Hefur þú áhuga á að sjá um Smámunasafn Sverris Hermannssonar í sumar

Eyjafjarðarsveit leitar eftir áhugasömum aðila til að taka að sér sýningu Smámunasafn Sverris Hermannssonar á Sólgarði í sumar. Leitað er eftir aðila sem er til í að taka að sér sambærilega opnun sýningarinnar og verið hefur undanfarin ár. Viðkomandi fær tekjur af aðgangseyri safnsins óskertar til sín og á tök á að auka tekjur sínar með kaffisölu og/eða sölu á eigin munum á svæðinu þar að auki. Ekki er um að ræða stöðu starfsmanns hjá Eyjafjarðarsveit heldur er auglýst eftir sjálfstæðum aðila sem hefur áhuga á að láta reyna á eigið frumkvæði og getu til að blómstra í skemmtilegu umhverfi Smámunasafns Sverris Hermannssonar. Áhugasamir sendi inn fyrirspurnir á finnur@esveit.is þá er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um verkefnið á virkum dögum hjá Stefáni í síma 463-0600. Umsóknir skal senda á esveit@esveit.is, skal þeim fylgja kynningarbréf á einstaklingnum eða hópnum sem vill taka að sér verkefnið sem og hvaða sýn viðkomandi aðili, eða aðilar, hafa á nálgun verkefnisins. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2023.
21.03.2023
Fréttir

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 2023

Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni 6.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00 7.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00 8.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00 9.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00 10.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00 Verið velkomin.
20.03.2023
Fréttir

Staða sveitarfélagsins sterk og reksturinn í góðu jafnvægi

Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022 var tekinn til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 16. mars. Rekstur sveitarfélagsins gekk vel á árinu 2022. Staða sveitarfélagsins er sterk, reksturinn er í góðu jafnvægi og sveitarfélagið vel í stakk búið til að takast á við þau stóru verkefni sem eru hafið þ.e. bygging leikskóla og viðbygging við grunnskólann.
16.03.2023
Fréttir

Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit auglýsir lausar stöður í sumar. Um er að ræða tvær 100% stöður í vaktavinnu á tjaldsvæði ásamt öðrum störfum. Líflegt og jákvætt umhverfi þar sem markmiðið er að veita góða þjónustu. Helstu verkefni eru m.a.: Umsjón og umhirða tjaldsvæðis og þjónusta við gesti Þrif á aðstöðu tjaldsvæðis Sláttur Vöktun á gámasvæði Eftirlit með fasteignum sveitarfélagsins Önnur verkefni Hæfniskröfur: Umsækjendur verða að vera orðnir 20 ára Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð Hæfni í mannlegum samskiptum Þjónustulund Hafa gott vald á íslensku og ensku Stundvísi Jákvæðni Næsti yfirmaður er forstöðumaður eignasjóðs. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið karlj@esveit.is Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefa Elmar í síma 891-7981 og Karl í síma 691-6633.
14.03.2023
Fréttir

Fundarboð 606. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 606. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 16. mars 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Forgangserindi 1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, fyrri umræða. - 2303009 2. Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla - 2212004 Fundargerðir til staðfestingar 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 386 - 2303003F 3.1 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel 3.2 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 3.3 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða 3.4 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 3.5 2303010 - Leifsstaðir II - ósk um breytingu á deiliskipulagi Fundargerðir til kynningar 4. HNE - Fundargerð 228 - 2302026 5. Norðurorka - Fundargerð 282. fundar - 2302028 6. Molta - 108. fundur stjórnar og ársreikningur 2022 - 2302029 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 919 - 2303003 Almenn erindi 8. HNE - Fundargerð 227 - 2302025 9. SSNE - Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) - 2303002 10. Húsnæðisáætlun 2023 - 2303007 Sveitarstjóri hefur gert drög að uppfærðri húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og þarfnast hún samþykkis sveitarstjórnar áður en hún birtist á vef Húsnæðis og Mannvirkjastofnunnar. 11. Samningur um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða - 2302002 12. Samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar, síðari umræða - 2302003 13. Samþykkt um breytingu á stjórn Eyjafjarðarsveitar, síðari umræða - 2302030 14. SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum - 2301024 SSNE býður sveitarfélögum svæðisins að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. 15. Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs - Samráðsgátt - 2303016 14.03.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
14.03.2023
Fréttir

Smámunasafn Sverris Hermannssonar áfram í Sólgarði

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Fjárfestingafélagið Fjörður, í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur, hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Smámunasafn Sverris Hermannssonar verði áfram hýst í sólgarði og haldið opnu á sambærilegan máta og verið hefur fram til dagsins í dag. Með opnun sýningarinnar fyrir sjónum þá lána hjónin sveitarfélaginu aðstöðu undir safnið og sýningu þess í Sólgarði en skrifað var undir kaup félagsins á húsinu í dag.
07.03.2023
Fréttir

Sumarafleysing í heimaþjónustu

Sveitarfélagið óskar eftir áhugasömum aðilum til að sinna, í verktöku, sumarafleysingu í heimaþjónustu. Frekari upplýsingar um verkefni heimaþjónustunnar veitir Sandra Einarsdóttir á sandra@esveit.is eða í síma 463-0600. Áhugasamir sendi erindi á sandra@esveit.is með tengiliðaupplýsingum.
03.03.2023
Fréttir