Fréttayfirlit

Sumarstarf í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar 2023

Óskum eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu í sundlauginni í sumar. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2023. Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is. Nánari upplýsingar um starfið og fyrirkomulag vakta gefur Karl í síma 691-6633.
21.04.2023
Fréttir

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, vorið 2023

Dagana 2.–5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem ætla að notfæra sér frístund næsta vetur (fyrir nemendur í 1.-4. bekk) eru beðnir að tilkynna það þessa sömu daga, skráning er ekki bindandi. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-14:00 í síma 464-8100. Skólastjóri.
21.04.2023
Fréttir

Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit á sumardaginn fyrsta - Verið velkomin

Við ætlum að opna dyrnar upp á gátt og bjóða vörur okkar og þjónustu. Við leggjum mikinn metnað í það sem við bjóðum upp á og fjölbreytnin er gríðarleg. Skellið ykkur á rúntinn í Eyjafjarðarsveit og kynnið ykkur málið.
19.04.2023
Fréttir

Seinni undankeppni Fiðrings á Norðurlandi fer fram í Laugarborg 19. apríl kl. 20

Seinni undankeppni Fiðrings á Norðurlandi fer fram í Laugarborg 19. apríl kl 20. Þetta er hæfileikakeppni grunnskólanna í anda Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi. Sex grunnskólar etja kappi í Laugarborg; Hrafnagilsskóli, Borgarhólsskóli, Þelamerkurskóli, Síðuskóli, Oddeyrarskóli og Lundarskóli. Villi Vandræðaskáld kynnir og dómnefnd skipa Vala Fannell leikari og leikstjóri, Kolbrún Lilja Guðnadóttir leikari og leikstjóri og Elva Sól, fulltrúi úr ungmennaráði Akureyrar. Menningarfélag Akureyrar stendur á bak við viðburðinn með dyggum stuðningi SSNE, Barnamenningarsjóðs, Samfélagssjóðs Landsbankans og þátttökuskólanna tólf. Þrír skólar komast örugglega áfram í úrslitin sem fara fram í HOFI 25.apríl og einnig verða tilkynntir tveir skólar til viðbótar en óvíst hvort þeir komi frá fyrra undankvöldi eða seinna eða hvor frá sínu. Miðinn kostar 1500 kr og hægt er að nálgast þá hér: https://tix.is/is/mak/event/15194/undankeppni-fi-rings-2023/ Nemendur hafa unnið að eigin hugmyndum á vorönn og sjá líka um alla umgjörð eins og búninga, leikmynd, dansa ofl. Það er spennandi að sjá hvað ungmennum okkar liggur helst á hjarta og hvernig þau tjá það.
17.04.2023
Fréttir

Fundarboð 608. fundar sveitarstjórnar

FUNDARBOÐ 608. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 18. apríl 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387 - 2303006F 1.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 1.2 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 1.3 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús 1.4 2303001 - Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi 1.5 2303024 - Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut 1.6 2303029 - Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós Fundargerðir til kynningar 2. Molta - 109. stjórnarfundur - 2303032 3. Minjasafnið á Akureyri - 6. fundargerð stjórnar - 2303036 4. Minjasafnið á Akureyri - 7. fundargerð stjórnar - 2303037 5. SSNE - Fundargerð 51. stjórnarfundar - 2304002 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 921 - 2304006 7. Norðurorka - Fundargerð 285. fundar - 2304013 8. Norðurorka - Fundargerð 284. fundar - 2304012 Almenn erindi 9. Skipan í nefndir og ráð 2022 til 2026 - 2205018 12. Íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit - 2304014 Almenn erindi til kynningar 10. Eigendafundur Norðurorku hf. 19. apríl 2023 - 2303035 11. Norðurorka - Aðalfundur 25. apríl 2023 - 2303034 15.04.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
17.04.2023
Fréttir

Byggjum brýr - brúarráðstefna Vegagerðarinnar. Skráning stendur yfir

Fjallað verður um brýr í víðu samhengi og litið til fortíðar, nútíðar og framtíðar. Saga brúa á Íslandi og framtíðaráskoranir verða til umfjöllunar, farið verður yfir stöðuna á einbreiðum brúm, sagt frá nýrri brú yfir Þorskafjörð og fyrirhuguðum brúm yfir Ölfusá og Fossvog. Þá verður hönnun brúa í tengslum við náttúruhamfarir, áhrif loftslagsbreytinga og áskoranir verktaka í brúargerð einnig til umfjöllunar.  Meðal fyrirlesara eru erlendir brúarverkfræðingar, íslenskir sérfræðingar, verktakar í brúargerð og fræðimenn. Ráðstefnugjald er 9.000 kr. og afsláttur veittur eldri borgurum og námsfólki. Innifalið í því er aðgangur, veitingar í kaffihléum, hádegisverður og móttaka að ráðstefnu lokinni. Hér er hægt að skrá sig: https://www.eventure-online.com/eventure/participant/invitee.form?898aa2a0-3a9b-4365-a1ff-dc92c29957e5 Hópskráning fer fram með því að senda póst á netfangið: thorunn@athygliradstefnur.is Nánari upplýsingar eru á vef Vegagerðarinnar.
13.04.2023
Fréttir

Þróun íbúðarbyggðar í Vaðlaheiði – Rammahluti aðalskipulags, samstarfsverkefni Eyjafjarðarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á 607. fundi sínum 30. mars 2023 að vísa skipulagslýsingu fyrir Rammahluti Aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, sem felur í sér breytingu á núgildandi aðalskipulögum, í kynningarferli samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin er upphaf skipulagsvinnu við rammahluta aðalskipulags fyrir þróun byggðar í Vaðlaheiði. Í lýsingunni koma fram upplýsingar um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugað skipulagsferli og með kynningu á henni gefst íbúum og hagsmunaaðilum kostur á að leggja fram ábendingar og sjónarmið við upphaf skipulagsvinnu. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 4. apríl og 3. maí 2023 á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00, sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til miðvikudagsins 3. maí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi.
04.04.2023
Fréttir

Bókasafnið fer í páskafrí

Bókasafnið fer í páskafrí Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er föstudagurinn 31. mars. Þá er opið frá kl. 14.00-16.00. Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 11. apríl. Minnum annars á opnunartíma safnsins: Þriðjudagar frá 14.00-17.00. Miðvikudagar frá 14.00-17.00. Fimmtudagar frá 14.00-18.00. Föstudagar frá 14.00-16.00 Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngang.
28.03.2023
Fréttir

Fundarboð 607. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar - Frestað!

FUNDARBOÐ 607. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 30. mars 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 5 - 2303004F 1.1 2301024 - SSNE - Boð um þátttöku í Grænum skrefum 1.2 2302015 - Siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Eyjafjarðarsveit 1.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 387 - 2303006F 2.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 2.2 2302021 - Ytri-Varðgjá - beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir stíg við strandlengjuna 2.3 2303019 - Sigtún - umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús 2.4 2303001 - Tillögur að götuheitum í Hrafnagilshverfi 2.5 2303024 - Espihóll - umsókn um stofnun landeignarinnar Espilaut 2.6 2303029 - Hríshóll - ósk um byggingarreit fyrir viðbyggingu við núverandi fjós Fundargerðir til kynningar 3. Molta - Stjórnarfundur 9. mars 2023 - 2303013 4. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Aðalfundur og ársreikningur 2022 - 2303014 5. Molta - Fundargerð aðalfundar 15. mars 2023 - 2303018 6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 920 - 2303022 Almenn erindi 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 8. Edda Kamilla Örnólfsdóttir - Ósk um kaup á hluta lands - 2303012 9. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2022, síðari umræða. - 2303009 10. Gjaldskrá vegna þjónustu Sipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar - 2303026 11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna - 2303017 27.03.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
28.03.2023
Fréttir

Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit, 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni hafa fundað og tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki Handverkshátíð í þeirri mynd sem hún var. Á fundinum óskuðu félögin eftir þátttöku íbúa í umræðum um hverskonar viðburði íbúar vilja sjá og/eða stuðla að. Leitað var til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, um aðstoð að slíkum fundi og hefur Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri tekið það að sér. Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla og er hann opinn öllum. Stutt könnun er tilbúin fyrir fundinn sem allir mega svara, óháð mætingu. Díana mun svo skýra frá niðurstöðum á fundinum, einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg öllum. Könnunina má finna hér: https://www.surveymonkey.com/r/GLXS3FV Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum. Með von um góðar undirtektir og umræður, Hjálparsveitin Dalbjörg Ungmennafélagið Samherjar Kvenfélagið Aldan Kvenfélagið Iðunn Kvenfélagið Hjálpin Hestamannafélagið Funi Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
24.03.2023
Fréttir