Fréttayfirlit

Leikskólinn Krummakot auglýsir eftir deildarstjóra í fullt starf

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1-6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.
20.06.2023
Fréttir

Umhverfisverðlaun 2023 - Ábendingar óskast fyrir 1. júlí

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar hefur reglubundið veitt verðlaun fyrir framúrskarandi umgengni og snyrtimennsku. Atvinnu- og umhverfisnefnd óskar hér með eftir tilnefningum frá íbúum Eyjafjarðarsveitar fyrir annars vegar fyrirtæki eða bújörð og hins vegar fyrir íbúðarhús og nærumhverfi þess. Einnig má gjarnan koma ábendingum á framfæri til nefndarinnar um einstaklinga sem hafa beitt sér sérstaklega í þágu umhverfismála í Eyjafjarðarsveit. Tilnefningar og ábendingar þurfa að berast fyrir 1. júlí til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar á netfangið esveit@esveit.is Atvinnu- og umhverfisnefnd.
19.06.2023
Fréttir

Umsjónarmaður eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar. Starfið felst í almennri umsjón fasteigna sveitarfélagsins og umhverfis, eftirliti með ástandi eigna og gerð fjárhagsáætlana. Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir viðhaldsáætlanagerð, auk annarra verkefna, svo sem viðhaldi gatna, lagna og fleira sem til fellur og heyra undir verkefni eignasjóðs. Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir einnig minniháttar framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins. Umsjónarmaður leitar eftir tilboðum og semur við verktaka um stærri verk og hefur eftirlit með framkvæmd verkefna. Umsjónarmaður starfar sem verkstjóri yfir öðrum starfsmönnum eignasjóðs og hefur samskipti við notendur fasteigna og forstöðumenn þeirra. Umsjónarmaður situr fundi framkvæmdaráðs. Næsti yfirmaður umsjónarmanns er sveitarstjóri. Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og geti unnið utan venjulegs dagvinnutíma í tilfallandi tilvikum. Menntunar- og hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjandi hafi iðnmenntun eða aðra menntun á sviði bygginga sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi, heilsuhraustur, duglegur, skapgóður og tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni. Við mat á umsóknum verður auk þess horft til reynslu umsækjanda af áætlanagerð og verkumsjón. Gert er ráð fyrir að umsækjandi búi yfir tölvu- og snjallsímakunnáttu. Um laun fer samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir um starfið, ásamt ferilskrá og tilvísun til tveggja meðmælenda, skal senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða á netfang skrifstofustjóra, stefan@esveit.is merkt „Eignasjóður 2306015“ í efnislínu (e. subject). Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu eða í tölvupósti eigi síðar en 14. júlí 2023. Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Árnason, skrifstofustjóri í síma 463-0600.
19.06.2023
Fréttir

Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur, Eyjafjarðarsveit - kynning aðal- og deiliskipulagstillögu vegna hótelbyggingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 11. maí 2023 að vísa drögum að aðal- og deiliskipulagstillögu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna breytingar á deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár, í kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði VÞ22 er stækkað til suðurs og nær yfir hluta sem í núverandi aðalskipulagi eru skilgreind sem íbúðarsvæði og skógræktar- og landgræðslusvæði. Breytingin miðar að því að innan svæðis VÞ22 verði heimilt að reisa hótel. Breyting á deiliskipulaginu felur í sér að skipulagssvæðið stækkar úr 2,6 ha í 5,3 ha, þannig að það nær yfir fyrirhugað hótel og aðkomusvæði. Á hótellóðinni verði heimilt að reisa allt að 5 hæða hótel með allt að 120 herbergjum, auk bílgeymslu og þjónusturýmis. Innan lóðar hótels er gert ráð fyrir bílastæðum og aðkomusvæði vestan og sunnan byggingarreits auk þess sem gert er ráð fyrir laug sem nær frá núverandi laug Skógarbaða að hóteli. Skipulagsverkefnið tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í 12.04 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og fylgja skipulagstillögunum umhverfisskýrsla. Opinn kynningarfundur vegna verkefnisins fer fram í matsal Hrafnagilsskóla, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, kl. 20:00 þriðjudaginn 27. júní 2023. Þar munu fulltrúar sveitarstjórnar og aðstandenda verkefnisins kynna skipulagstillögurnar og svara fyrirspurnum um málið frá fundargestum. Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 21. júní og 19. júlí 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Meðan á kynningartímabilinu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum eða athugasemdum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Hægt er að gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til miðvikudagsins 19. júlí 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi.
19.06.2023
Fréttir

Smámunasafnið opnar á ný – afleysing óskast

Eyjafjarðarsveit og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning um rekstur Smámunasafnsins út árið. Smámunasafnið verður opið í sumar frá 22. júní til 20. ágúst frá miðvikudegi til sunnudags klukkan 13:00-17:00. Í umræðunni um Smámunasafnið komu upp margar góðar hugmyndir og við ætlum að grípa a.m.k. eina þeirra í sumar. Til stendur að halda sýningar í suðursal Smámunasafnsins og heldur Samúel Jóhannsson, myndlistarmaður úr Eyjafjarðarsveit, fyrstu sýninguna. Í haust verður Minjasafnið með sýningu á ljósmyndum og gripum sem safnið varðveitir en eiga uppruna sinn í Eyjafjarðarsveit. Þetta gerum við í góðu samkomulagi við núverandi húseigendur. Sigríður Rósa, verður í brúnni í sumar, en þar sem Minjasafnið tók við safninu með skömmum fyrirvara vantar fólk í afleysingu. Þá eru allir þeir sem lýstu áhuga á áframhaldandi opnun Smámunasafnsins velkomnir til að aðstoða okkur við að halda safninu opnu. Áhugasamir geta haft samband við Harald Þór á Minjasafninu – 462-4162 eða í tölvupósti minjasafnid@minjasafnid.is.
19.06.2023
Fréttir

Fundarboð 612. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 612. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, þriðjudaginn 13. júní 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 392 - 2306001F 1.1 2305024 - Hrísar - umsókn um stofnun nýrrar landeignar, Hrísar 2 1.2 2305033 - Brúnahlíð Brúarlandi - leiðrétting á skipulagsmörkum 1.3 2305036 - Eyrarland lóð 11-12 - umsókn um stækkun frístundahúss 1.4 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna tveggja efnistökusvæða 1.5 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði 1.6 2306004 - Ásar - umsókn um byggingarreit við íbúðarhús 1.7 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni 2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 266 - 2305008F 2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 2.2 2304009 - Leikskólinn Krummakot - Fjölgun barna 2.3 2305027 - Mat á skólastarfi, nemenda og starfsmannakönnun Skólapúlsins 2023 3. Framkvæmdaráð - 134 - 2305007F 3.1 2305012 - Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot 3.2 2304030 - Gatnagerð í Hrafnagilshverfi 2023 3.3 2106008 - UMF Samherjar - Útikörfuboltavöllur 4. Framkvæmdaráð - 135 - 2306004F 4.1 2306006 - Kýrin Edda - Staðsetning 4.2 2305012 - Ósk um framkvæmd vegna aðsóknar á Krummakot 5. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 7 - 2306003F 5.1 2305018 - SSNE - Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Noðrurlandi 2023-2036 5.2 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 5.3 2304028 - Umhverfisverðlaun 2023 6. Velferðar- og menningarnefnd - 7 - 2306002F 6.1 2305020 - Íþróttamiðstöð - Vetraropnunartími sundlaugar 2023 6.2 2305032 - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 2023 6.3 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 6.4 2305034 - Bjartur lífsstíll - heilsuefling 60 6.5 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar 6.6 2305015 - Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna 7. Velferðar- og menningarnefnd - 7 - 2306002F 7.1 2305020 - Íþróttamiðstöð - Vetraropnunartími sundlaugar 2023 7.2 2305032 - Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 2023 7.3 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 7.4 2305034 - Bjartur lífsstíll - heilsuefling 60 7.5 2301009 - Smámunasafn Sverris Hermannssonar 7.6 2305015 - Starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna Fundargerðir til kynningar 8. HNE - Fundargerð 229 - 2305029 9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 926 - 2305030 10. Norðurorka - Fundargerð 286. fundar - 2305031 11. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 927 - 2306001 12. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 928 - 2306005 Almenn erindi 13. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 Oddviti sveitarstjórnar og sveitarstjóri hafa átt annan fund með eigendum fasteigna á svæðinu frá Sámsstöðum að Stekkjarflötum. Á fundinum var farið yfir helstu forsendur varðandi verkefnið, spurningum svarað og velt upp sviðsmyndum og næstu skrefum. 14. Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009 Almenn erindi til kynningar 15. Þormóðsstaðir - Lausafé í landi Þormóðsstaða og Þormóðsstaðasels - 2206018 12.06.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
12.06.2023
Fréttir

Kennari í heimilisfræði

Óskum eftir að ráða kennara í 80-100% starf í heimilisfræðikennslu. Um er að ræða tímabundna stöðu til áramóta 2024. Leitað er eftir kennara sem getur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast markmiðum heimilisfræði um heilbrigða lífshætti og neysluvenjur. Leitað er eftir kennara sem: Sýnir metnað í starfi. Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Er fær og lipur í samskiptum. Er skapandi og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2023. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2023. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 699-4209 eða með netpósti á netfangið, hrund@krummi.is.
12.06.2023
Fréttir

Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar í Hrafnagilshverfi með 30 ára aldrustakmarki dagana 13.-17.júní

Líkt og undanfarin ár verður aldurstakmark og gæsla á tjaldsvæðinu í Hrafnagilshverfi í kringum Bíladaga á Akureyri. Dagana 13.-17.júní er tjaldsvæðið því lokað fyrir yngri en 30 ára og verður gæsla á svæðinu til þess að fylgja því eftir.
10.06.2023
Fréttir

40% starf í heimaþjónustu - framtíðarstarf

Félagsleg heimaþjónusta felur í sér margskonar aðstoð við einstaklinga á heimilum sínum sem geta ekki hjálparlaust sinnt daglegum verkefnum vegna öldrunar, veikinda, álags eða fötlunar. Áhersla er lögð á persónulega þjónustu þar sem samskipti og virðing eru höfð í fyrirrúmi. Aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf er stórt verkefni í heimaþjónustu en einnig er um að ræða verkefni tengd félagslegum stuðningi og önnur aðstoð og stuðningur. Starfsmaður í heimaþjónustu þarf að vera hvetjandi og jafnframt sýna umburðarlyndi og skilning á aðstæðum þjónustuþega.
09.06.2023
Fréttir

Sundnámskeið

Í vikunni 19.-23. júní verður sundlaugin okkar hituð upp vegna sundnámskeiðs leikskólabarnanna okkar og þeirra sem byrja í skóla í haust. Við vonumst til að því verður sýndur skilningur en einnig er kjörið tækifæri til að kíkja með þau yngstu í sund þessa daga. Skráning barna á námskeiðið fer fram á Sportabler. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.
07.06.2023
Fréttir