Fréttayfirlit

Minning Jónas Vigfússon

Í dag fer fram útför Jónasar Vigfússonar verkfræðings og fyrrverandi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Jónas lést við smalamennsku í hlíðum Hagárdals í Eyjafjarðarsveit, 2. september sl. Jónas var sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar 2009-2014 samhliða því að vera skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins. Jónas var mjög virkur í öllu félagsstarfi og sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum sem tengdust sveitarstjórnarmálum, ferðamálum, íþróttamálum og hestamennsku. Hann var meðal annars formaður í Ungmennasambandi Eyjafjarðar, Hrossaræktarsamtökum Eyfirðinga og Þingeyinga og oftar en einu sinni formaður Funa. Jónas hlaut Gullmerki ÍSÍ og var heiðursfélagi í Hestamannafélaginu Funa í Eyjafjarðarsveit. Á kveðjustund færir Eyjafjarðarsveit Jónasi bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og íbúa þess. Eyjafjarðarsveit sendir fjölskyldu Jónasar jafnframt innilegar samúðarkveðjur.
18.09.2023
Fréttir

Íþróttavika Evrópu - Dagskrá í Eyjafjarðarsveit

Sjá betur hér
15.09.2023
Fréttir

Leikskólinn Krummakot 36 ára - Afmælissýning í Aldísarlundi

Afmælissýning í Aldísarludni vikuna 14.-22. september - Steinar og skúlptúrar
15.09.2023
Fréttir

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur er til kl. 12:00 þann 18. október nk. Veittir eru styrir í eftirfarandi þremur flokkum: Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar Verkefnastyrkir á sviði menningar Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrif. Auk þess munu ráðgjafar hjá SSNE standa fyrir rafrænum kynningarfundum þar sem farið verður yfir eðli Uppbyggingarsjóðsins, umsóknargáttina, hagnýt ráð, verklagsreglur og fleira. Einnig verður opið fyrir spurningar er varða umsóknarferlið og einstaka verkefni, kjósi þátttakendur svo. Kynningarfundirnir fara fram í gegnum TEAMS og fá skráðir þátttakendur sent fundarboð. Skráning á rafrænan fund 18. september kl. 16:15 Skráning á rafrænan fund 20. september kl. 12:15 Jafnframt fer fram kynningarfundur á ensku og má finna frétt um Uppbyggingarsjóð á ensku á heimasíðu SSNE: Sign-up for on-line workshop with Q&A
14.09.2023
Fréttir

Fundarboð 616. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 616. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 14. september 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 396 - 2309001F 1.1 2306003 - Brúnaholt - umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús 1.2 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 1.3 2309002 - Ysta-Gerði lóð - beiðni um breytt staðfang 1.4 2307004 - Hótel í Ytri-Varðgjá Vaðlaskógi - umsagnarbeiðni vegna matsskylduákvörðunar Skipulagsstofnunar 1.5 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 1.6 2309010 - Flokkun landbúnaðarlands - endurskoðun aðalskipulags 2023 1.7 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 1.8 2309016 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - skipulagsskilmálar við Hrafnatröð 1.9 2303030 - Stóri-Hamar 1 - ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistökusvæðis Fundargerðir til kynningar 2. Norðurorka - Fundargerð 288. fundar - 2309008 Almenn erindi 3. Öldungaráð - 2202017 4. SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers - 2212028 5. Búnaðarfélag Saurbæjarhrepps - Eignarhlutur í Sólgarði - 2305013 6. Málstefna Eyjafjarðarsveitar - 2309007 Almenn erindi til kynningar 7. Breytt fyrirkomulag forvarna hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra - 2309009 12.09.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri  
12.09.2023
Fréttir

Frumkvöðlar og fyrirtæki í Eyjafjarðarsveit athugið......

Næstkomandi þriðjudag (5. sept) fer fram opinn kynningarfundur á hraðlinum Startup Storm, sem Norðanátt stendur fyrir. Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi og er markmið okkar að skapa kraftmikið samfélag fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á svæðinu sem eru að vinna að nýsköpun með áherslu á loftslagsmál og hringrásarhagkerfið. Startup Stormur er sjö vikna viðskiptahraðall fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Norðurlandi sem eru að vinna að grænum verkefnum og vilja ná lengra með verkefni sín. Hér er Facebook viðburður: https://fb.me/e/1tDNGv1ZH
01.09.2023
Fréttir

Bráðabirgðaviðbygging við Krummakot á leiðinni

Einingar sem setja á upp við leikskólann á Krummakoti til að brúa vilið fram að opnun nýs leikskólahúsnæðis eru nú væntanlegar á svæðið og í uppsetningu dagana 11.-15. september.
01.09.2023
Fréttir

Jöfnunarstyrkur fyrir nemendur á framhaldsskólastigi - Umsóknarfrestur til 15. október fyrir haustönn og 15. febrúar á vorönn

Hverjir geta fengið jöfnunarstyrk? Nemendur á framhaldsskólastigi sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni geta átt rétt á jöfnunarstyrk. Nemandi telst stunda reglubundið nám sé hann skráður í og gengið til prófs í a.m.k. 20 FEIN-einingum á önn. Námsmenn í starfsnámi/iðnnámi og aðfaranámi geta átt rétt á bæði námslánum og jöfnunarstyrk. Námsmaður getur þó ekki fengið bæði jöfnunarstyrk og námslán á sömu önn. Nemendur í launuðu starfsnámi eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk. Háskólanemar eiga ekki rétt á jöfnunarstyrk. Allar upplýsingar um jöfnunarstyrk er að finna hér á síðunni menntasjodur.is  Umsóknarfrestir Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn. Ef umsókn um námsstyrk berst eftir auglýstan umsóknarfrest skerðist styrkurinn um 15% frá 1. nóvember á haustönn og frá 1. mars á vorönn. Ekki er hægt að sækja um styrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti á viðkomandi önn. Það opnar fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk þann 1. september, bæði fyrir haust- og vorönn.  
31.08.2023
Fréttir

Fundarboð 615. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 615. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 31. ágúst 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 45 - 2308002F 1.1 2308012 - Fjallskil 2023 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 395 - 2308003F 2.1 2308021 - Heilsueflandi ferðaþjónusta - Blá hafið 2.2 2308020 - Byggingarleyfi fyrir bráðabirgðar viðbyggingu við leikskólann að Krummakoti. 2.3 2308001 - Gröf - umsókn um stofnun lóðar undir núverandi íbúðarhús 2.4 2308015 - Stóri-Dalur - umsókn um stofnun sjö nýrra lóða 2.5 2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit 2.6 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II 2.7 2308019 - Framkvæmdaleyfi fyrir tímabundna haugsetningu Ytri-Varðgjá 2.8 2308016 - Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis 2.9 2308022 - Reiðleið um Brúnir 2.10 2208016 - Ytri-Varðgjá 3 - íbúðir og hótel Fundargerðir til kynningar 3. Óshólmanefnd - fundargerð 28.06.2023 - 2308004 4. Óshólmanefnd - fundargerð 5.07.2023 - 2308005 5. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Ársskýrsla 2022 - 2308006 Almenn erindi 6. SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers - 2212028 7. Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar - 2308011 29.08.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
29.08.2023
Fréttir

Lengri opnunartími á laugardaginn

Laugardaginn 2. september, á gangnadaginn, munum við lengja opnunartíma sundlaugarinnar til kl. 20. Bjóðum gangnafólk og aðra fjárhirða velkomna í sund eftir göngur dagsins. Íþróttamiðstöðin.
28.08.2023
Fréttir