Fréttayfirlit

Stjórn Hollvina SAk hvetja alla Eyfirðinga til að ganga í Hollvini SAk

Stjórn Hollvina SAk hvetja alla Eyfirðinga til að ganga í Hollvini SAk. Árgjaldið sem Hollvinur greiðir er 5.000.-kr. Hollvinir skipta máli og þeir hafa bjargað lífum með sínum gjöfum. Vertu stolltur Hollvinur og skráðu þig og vertu hluti af mjög góðu samfélagi. Hægt er að gerast Hollvinur SAk með því að fara á heimasíðu SAk og skrá sig þar. Hlekkurinn er https://www.sak.is/is/moya/page/hollvinasamtok-sjukrahussins-a-akureyri Einnig er hægt að senda póst á netfangið hollvinir@sak.is Forðmaður Hollvina Jóhannes Bjarnason hvetur jafnframt fyrirtæki og félagasamtök til að taka Hollvinum SAk fagnandi í næstu stór söfnun samtakana. „En Hollvinir ætla að endurnýja öll rúm á Kristnesspítala. Ef vel gengur náum við að afhenda nýju rúmin síðar á þessu ári og að því stefnum við ótrauð,“ segir hann. Þess má ennfremur geta í þessu sambandi að Hollvinir SAk endurnýjuðu endurhæfingartækin á Kristnesspítala fyrir nokkrum árum.
11.07.2022
Fréttir

Hrafnagilshátíð 16.-17. júlí – hátíð í heimabyggð

Kvenfélagið Iðunn býður íbúum Eyjafjarðarsveitar, gestum og gangandi að koma og fá sér rölt um Hrafnagilshverfi helgina 16. og 17. júlí. Markaður verður í Laugarborg báða dagana og síðan mismunandi dagskrárliðir að auki laugardag og sunnudag kl. 12:00-16:00. Hverfiskort verður sett á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, hengt upp í anddyri Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar og í Laugarborg, þegar nær dregur. Á kortið verður merkt hvar opnar vinnustofur og flóamarkaði verður að finna í hverfinu laugardaginn 16. júlí.
08.07.2022
Fréttir

Hollvinir SAk færa Kristnesspítala góðar gjafir

-Næsta skref er að endurnýja öll sjúkrarúm á stofnuninni og er fjársöfnun þegar hafin.
08.07.2022
Fréttir

Kæru Funafélagar og velunnarar

Bæjakeppni Funa 2022 sem á að vera næsta föstudagskvöld verður frestað til 3. ágúst vegna veðurs, einnig frestast reiðtúrinn í Djúpadal um óákveðinn tíma.
23.06.2022
Fréttir

Hælið - Setur um sögu berklanna

Ert þú búinn að heimsækja HÆLIÐ? Opið frá 13-17 alla daga. Velkomin ❤️ María HÆLISstýra
21.06.2022
Fréttir

Líf í lundi helgina 25. og 26. júní

Fuglaganga í Hánefsstaðareit Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á skógargöngu, fuglaskoðun og tálgun í Hánefsstaðareit, Svarfaðardal sunnudaginn 26. júní á milli kl 13 og 16. Heitt á katlinum. Skógarskoðun í Fossselsskógi Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga býður fólki að heimsækja náttúruperluna í Þingeyjarsveit laugardaginn 25. júní á milli kl 14 og 16. Birkisafi í boði. Nánari upplýsingar á facebooksíðum félaganna og á skogargatt.is.
20.06.2022
Fréttir

Brúarland, Eyjafjarðarsveit – auglýsing deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. júní 2022 sl. að vísa deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði í landi Brúarlands í auglýsingu. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 15 nýjum íbúðarlóðum á svæði sem auðkennt er ÍB15 í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
16.06.2022
Fréttir Deiliskipulagsauglýsingar

Malbikun og gangstéttagerð í Ártröð

Vinna mun standa yfir í þessari og næstu viku við malbikun og gangstéttagerð í Ártröð.
16.06.2022
Fréttir

Fundarboð 590. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 590. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. júní 2022 og hefst kl. 8:00.
14.06.2022
Fréttir

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar 2022

Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar hefur verið gefin út. Áætlunin hefur verið í vinnslu frá því árið 2019 og má í henni finna nokkuð ýtarlegt yfirlit yfir stöðu vegamála í sveitarfélaginu út frá umferðaröryggissjónarmiðum. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að skoða áætlunina en gert er ráð fyrir að hún verði endurskoðuð næst haustið 2024.
13.06.2022
Fréttir