Fréttayfirlit

Kynningarátak

Úrvinnslusjóður hefur hrint af stað sérstöku kynningarátaki vegna söfnunar á ónýtum rafhlöðum.Auðvelt er að losa sig við rafhlöðurnar en nokkur fyrirtæki í samvinnu við Úrvinnslusjóð taka við þeim.
Á Eyjafjarðarsvæðinu taka sölustöðvar Olís við rafhlöðunum og Endurvinnslan við Réttarhvammsveg á Akureyri. Íbúar Eyjafjarðarsveitar eru eindregið hvattir til að taka þátt í þessu átaki og losa sig við allar ónýtar rafhlöður og rafgeyma á fyrrnefnda staði.

26.02.2007

Ályktun um vegamál

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. samþykkt ályktun um vegamál sem felur í sér áskorun til þingmanna um að beita sér fyrir auknum fjárveitingum til endurnýjunar tengivega.
22.02.2007

Lesið í skóginn - með skólum

Hrafnagilsskóli sendir fulltrúa á málþing um verkefnið "Lesið í skóginn - með skólum" og verða fulltrúar skólans bæði með stutta framsögu og fulltrúa á pallborði.
Sjá dagskrá

20.02.2007

Góður árangur UMSE á Meistaramóti Íslands

UMSE fór með kornungt lið á MÍ aðalhluta um síðustu helgi en keppendur voru sex frá aldrinum 14-24 ára. Gunnar Örn Hólmfríðarson (Umf Samherja) gerði sér lítið fyrir og sigraði í Hástökki karla með stökk upp á 1.91m. Gunnar var reyndar meiddur og stökk sárkvalinn alla keppnina.

Lesa meira

13.02.2007

Tónlistarhúsið Laugarborg 25.febrúar

Bach - Preistrager
Elfa Rún Kristinsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í Laugarborg 25.febrúar klukkan 15. Skoða nánari upplýsingar

06.02.2007

MÍ 15-22 ára fór fram um síðustu helgi og náðu krakkarnir góðum árangri.

Krakkarnir í Samherja náðu góðum árangri. Markverðast er að Ari Jóhann Júlíusson og Jónas Rögnvaldsson voru yfirleitt með besta eða næstbesta árangur miðað við yngra ár
01.02.2007