Fréttayfirlit

Ullarsöfnun

Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit þriðjudaginn 19. apríl frá kl. 10:00-12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum frá kl. 13:00-14:30. Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun. Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029
14.04.2016

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009

Ungmennasamband Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum í Landsmótssjóð UMSE 2009 Fyrri úthlutun ársins 2016 fer fram fyrir 1. júní. Sjóðurinn hefur frá stofnun stutt vel við margvísleg verkefni. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að öflugara starfi hjá UMSE og aðildarfélögum þess. Sjóðurinn styrkir ýmis verkefni í innra starfi UMSE.
07.04.2016

Umsóknarfrestur á Handverkshátíð 2016 rennur út 1.apríl

Við minnum á að á föstudag rennur út umsóknarfrestur um þátttöku á Handverkshátíðinni 2016. Veðrið hér á sýningarsvæðinu er með besta móti í dag og við höfum náð góðum samningum við veðurguðina um að fá bongóblíðu helgina 4. – 7. ágúst.
30.03.2016

Páskaopnun Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar verður opin alla páskana sem hér segir: Skírdagur kl 10.00-20.00 Föstud langi kl 10.00-20.00 Laugardagur kl 10.00-20.00 Páskadagur kl 10.00-20.00 Annar í páskum kl 10.00-20.00 Gleðilega páska!
23.03.2016

Eyjafjarðarsveit verður heilsueflandi samfélag

Eyjafjarðarsveit gerði nýlega samstarfssamning við Embætti landlæknis um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag. Karl Frímannsson sveitarstjóri og Birgir Jakobsson landlæknir unirrituðu samninginn þann 15.mars síðastliðinn.
18.03.2016

Ársþing UMSE

95. ársþing UMSE fór fram í Þelamerkurskóla 16. mars. Þingið var í umsjón Umf. Smárans. Mættir voru 33 af 44 mögulegum fulltrúum 13 aðildarfélaga og stjórnar. Þess ber að geta að öll aðildarfélög UMSE áttu fulltrúa á þinginu. Þingið var líflegt að venju og sköpuðust m.a. líflegar umræður um hlutverk og stefnu sambandsins.
17.03.2016

Aðstoðarskólastjóri Hrafnagilsskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða aðstoðarskólastjóra fyrir Hrafnagilsskóla til eins árs. Ráðið verður frá frá 1. ágúst 2016 – 31. júlí 2017. Leitað er að einstaklingi sem er framsýnn í skólamálum, ótvíræður leiðtogi og fær í samskiptum.
17.03.2016

Fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Næsti fundur sveitarstjórnar Eyjafjaraðrsveitar verður haldinn miðvikudaginn 16.mars 2016 kl. 15.00. Fundurinn fer fram í fundarstofu 2, Skólatröð 9.
15.03.2016

Arnar Árnason gefur kost á sér til formennsku í LK

Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, gefur kost á sér til formennsku í Landssambandi kúabænda. Kosið verður til formanns á aðalfundi samtakanna sem fer fram í Reykjavík dagana 31. mars og 1. apríl n.k. Arnar er 41 árs og hefur búið á Hranastöðum frá 2001. Hann er kvæntur Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og eiga þau þrjú börn.
15.03.2016

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar

Gönguleið og reiðleið frá Akureyri að Hrafnagilshverfi Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að legu gönguleiðar GL-1 og reiðleiðar HL-1 (héraðsleið) sem liggja frá Akureyri að Hrafnagilshverfi er breytt á hluta leiðarinnar.
09.03.2016