Fréttayfirlit

Fullveldishátíð í Laugarborg

Kæru sveitungar. 1. des hátíðin er á föstudagkvöldið nk. Aðgangseyrir kr. 500.- Húsið verður opnað kl. 19.30. Dagskráin byrjar kl. 20.00. Tónlist, upplestur, leikur og skemmtun góð í boði. Endilega gefið ykkur stund í önnum daganna til að koma og njóta, kertaljós og kósýheit.
28.11.2017

Skipulagsdrög aðalskipulags

Skipulagsdrög aðalskipulags 2018-2030 eru nú aðgengileg á heimasíðu hér.
24.11.2017

Skólahald fellur niður í dag vegna veðurs

Skólahald fellur niður í dag, föstudag 24. nóv. í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti vegna veðurs og ófærðar.
24.11.2017

Bókasafnið lokað í dag 23.11.2017

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar er lokað í dag fimmtudag 23.11.2017 vegna veðurs og veikinda.
23.11.2017

Frekari seinkun á sorphirðu

Illa hefur gengið að sinna sorphirðu í þessari viku af óviðráðanlegum orsökum. Ákveðið hefur verið að gera hlé á sorphirðu fram að helgi og gefa fólki kost á að hreinsa heimreiðar. Farið verður um helgina, báða dagana og heinsað upp sorpið sem eftir er.
22.11.2017

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er í vinnslu

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar boðar til almenns kynningarfundar um skipulagsdrögin i matsal Hrafnagilsskóla að Skólatröð 9 (þar sem skrifstofur Eyjafjarðarsveitar eru) næstkomandi þriðjudagskvöld, 28. nóvember kl. 20:15. Þar verða fyrirliggjandi drög kynnt. Fundurinn er öllum opinn.
22.11.2017

Seinkun á sorphirðu

Vegna veikinda starfsmanna seinkar hirðingu á almennu sorpi, á innri hring, í dag mánudag 20.11.2017. Reynt verður að senda mannskap seinni partinn í dag og/eða á morgun, ef veður leyfir.
20.11.2017

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2018 Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2018. Opnað verður fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til og með kl. 29. nóvember. Sótt er um á rafrænni umsóknargátt sem er á heimasíðu Eyþings www.eything.is Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru á starfssvæðinu þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.
03.11.2017