Fréttayfirlit

Viðbragðsáætlun Eyjafjarðarsveitar vegna heimsfaraldurs

Kæru sveitungar, eins og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í morgun hefur verið sett á samkomubann á landinu frá og með 16.mars næstkomandi.
13.03.2020
Fréttir

Akstursþjónusta fyrir eldri borgara

Að baki akstursþjónustu liggur fyrir þjónustumat sem sótt er um hjá Búsetusviði Akureyrarbæjar. Við þjónustumat er tekið tillit til aðstæðna og þarfar viðkomandi til þjónustu vegna veru á eigin heimili. Eyjafjarðarsveit veitir akstursþjónustu samkvæmt þjónustumati og miðast þá við að þjónustuþegi greiði samkvæmt gjaldskrá 110 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra. Miðast sú upphæð við opinber gögn um það hvað kostar raunverulega að eiga bíl, líkt og ef þjónustuþegi nýtir eigin bíl. Sé það íþyngjandi fyrir viðkomandi á hann einnig tök á að sækja um fjárhagslegan stuðning, við mat á slíkum stuðning er tekið mið af tekjum og fjármagnstekjum viðkomandi aðila. Að þessu viðbættu hefur Eyjafjarðarsveit ákveðið að aðstoða fólk eftir bestu getu við að komast í félagsstarf eldri borgara þegar aðstæður kalla á. Sveitarstjóri.
13.03.2020
Fréttir

50% starf - Leikskólinn Krummakot

Við í leikskólanum Krummakoti auglýsum eftir starfsmanni í 50% stöðu við ræstingar. Vinnutími er samkomulag. Allar nánari upplýsingar veitir Erna Káradóttir, leikskólastjóri, í síma 464-8120 eða netfang erna@krummi.is.
09.03.2020
Fréttir

Kórónaveiran

Að gefnu tilefni vill sveitarstjóri benda íbúum sveitarfélagsins á að gott er að nálgast allar nýjustu upplýsingar um veiruna á heimasíðu embættis landlæknis www.landlaeknir.is.
06.03.2020
Fréttir

Matarstígur Helga Magra

Ítarlegt viðtal má finna við Karl Jónsson í Bændablaðinu í dag, þann 5.mars þar sem fjallað er um Matarstíg Helga Magra sem formlega var stofnaður á stofnfundi á Lamb Inn þann þriðja mars síðastliðinn.
05.03.2020
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
05.03.2020
Fréttir

Landbúnaðarháskóli Íslands - Námskeið á Akureyri

Endurheimt staðargróðurs á framkvæmdasvæðum og ferðamannastöðum. Námskeiðið verður haldið þri. 17. mars á Akureyri. Námskeiðið er ætlað þeim sem koma að hönnun, framkvæmd og skipulagningu hverskonar framkvæmda sem raska gróðri og jarðvegi. Námskeiðið nýtist vel fulltrúum sveitarfélaga, landeigendum, verktökum, hönnuðum, aðilum í ferðaþjónustu og áhugamannafélögum. Kennsla byggist á fyrirlestrum, umræðum og örverkefnum.
05.03.2020
Fréttir

Ný stjórn Bændasamtakanna kjörin

Hermann Ingi Gunnarsson nautgripabóndi á Klauf í Eyjafjarðarsveit hefur tekið sæti í stjórn Bændasamtakanna en ný stjórn var kosin á Búnaðarþingi 2020. Hermann Ingi vermir jafnframt sæti í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
05.03.2020
Fréttir

Garður fær landbúnaðarverðlaun 2020

Á vef Bændablaðsins kemur fram að kúabúið Garður í Eyjafjarðarsveit hafi fengið landbúnaðarverðlaunin árið 2020 ásamt garðirkjustöðvarinnar Espiflatar í Reykholti.
04.03.2020
Fréttir

Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 – kynning á breytingartillögu á vinnslustigi

Opið hús verður haldið á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi milli kl. 12:00 og 15:00 mánudaginn 9. mars nk. vegna kynningar á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
03.03.2020
Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar