Fréttayfirlit

Sameiginlegur framboðsfundur listanna í Eyjafjarðarsveit

Boðað er til sameiginlegs framboðsfundar listanna sem bjóða fram í Eyjafjarðarsveit í sveitarstjórnarkosningum næstkomandi laugardag. Fundurinn verður í matsal Hrafnagilsskóla miðvikudagskvöldið 11. maí og hefst kl. 20:00. Frambjóðendur.
09.05.2022
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsmann í eldhús – framtíðarstaða (móttökueldhús)

Um er að ræða 100% stöðu starfsmanns í eldhúsi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Reynsla af eldhússtörfum • Metnaður og áhugi • Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
09.05.2022
Fréttir

Stafræn sveitarfélög - samstarfsverkefni

Stafræn umbreyting snýst um umbætur á þjónustu og vinnulagi með tækninýjungum. Þetta er mjög stórt breytingaverkefni bæði fyrir hið opinbera sem og einkageirann en ávinningurinn er að einfalda líf íbúa og bæta skilvirkni og rekstur. Umbætur með hagnýtingu tækninnar auðvelda íbúum að sækja þjónustu, fækka handtökum starfsmanna, auka gagnsæi og rekjanleika og gefa færi á betri nýtingu upplýsinga og gagna.
05.05.2022
Fréttir

Safnaverðlaunin 2022 – Tilnefning

Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og Félag íslenskra safna og safnmanna (FÍSOS) standa að Íslensku safnaverðlaununum, sem er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin verða afhent. Það er mat valnefndar að Minjasafnið á Akureyri haldi vel „lifandi“ tengslum milli svæðisbundins menningararfs og samtímans með vel skipulagðri starfsemi og hafi margsýnt hvers samfélagslega rekin minjasöfn eru megnug og mikilvæg þegar þau eru vel mönnuð og vel er haldið utan um þau. Áhersla á samfélagsleg gildi og samstarf við hina ýmsu ólíku hópa og aðila skipar Minjasafninu á Akureyri í hóp fremstu safna á Íslandi í dag. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí, í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Viðburðurinn er opinn öllum og verður auglýstur nánar síðar.
03.05.2022
Fréttir

Auglýsingablaðið og nýtt dreifingadagatal landpósta 2022 - Eyjafjarðarsveit er blátt svæði, verið er að laga hjá póstinum!

„Frá og með 1. maí 2022 mun Pósturinn dreifa bréfum tvisvar í viku um allt land. Áður var bréfum dreift annan hvern dag en breytingin er viðbragð við verulegri fækkun bréfasendinga.“ Hægt er að sjá nánar um þetta á heimasíðu Póstsins: https://posturinn.is/frettir/almennar-frettir/2022/nu-dreifum-vid-brefum-tvisvar-i-viku/ Dagatal landpósta 2022, sjá hér. Af þessum sökum verður Auglýsingablaðinu dreift á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga verður óbreyttur fyrir kl. 10 á þriðjudögum á esveit@esveit.is Sjá uppýsingar um Auglýsingablaðið hér.
02.05.2022
Fréttir

Fundarboð 587. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 587. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 4. maí 2022 og hefst kl. 15:30.
29.04.2022
Fréttir

Eyjafjarðarsveit og Freyvangsleikhúsið skrifa undir samning

Í gær var skrifað undir samning milli Eyjafjarðarsveitar og Freyvangsleikhússins um afnot þess síðarnefnda á húsinu til næstu tveggja ára. Vonir eru bundnar til þess að með samningnum opnist nýir möguleikar fyrir Freyvangsleikhúsið sem þá getur leigt húsið undir veislur og viðburði utan þess tíma sem hefðbundin leikhússtarfsemi er í gangi.
29.04.2022
Fréttir

Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu - Þér er boðið á vinnustofu í maí!

Góðan dag! Þér er boðið á vinnustofuna „Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu“, þann 18. maí 2022 í Hofi á Akureyri, frá 10:00-17:00. Áhersla á sjálfbærni er að verða meiri með hverju árinu. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að íslensk ferðaþjónusta verði leiðandi í sjálfbærni fyrir árið 2030. Hjá Markaðsstofu Norðurlands er unnið eftir stefnu stjórnvalda, enda til mikils að vinna þar sem eftirspurn eftir sjálfbærum áfangastöðum eykst sífellt. Svissneska ráðgjafafyrirtækið og ferðaskrifstofan Kontiki var einnig fengin til samstarfs í þessari vinnu. Eftir ítarleg samtöl við hagsmunaaðila, bæði á Norðurlandi og landsvísu er nú komið að því að boða alla hagsmunaðila saman á vinnustofu, til að hittast og þróa aðgerðaráætlun svo ferðaþjónusta á Norðurlandi geti orðið sjálfbær. Lögð verður áhersla á að norðlensk ferðaþjónusta: Skapi ávinning samfélagið Skapi staðbundna verðmætasköpun allt árið Verndi náttúru og dýralíf Nýti endurnýjanlega orku og loftslagsvænar lausnir Ferðaþjónustan er fjölbreyttur starfsvettvangur og við viljum því fá sem flesta með okkur í þessa vegferð. Öllum er boðið að vera með: Heimamönnum, gististöðum, söfnum, athafnafólki, landeigendum, stjórnmálafólki, félagasamtökum, ferðaþjónustuaðilum, menntastofnunum og fleirum - rödd þín skiptir máli! SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG. Boðið verður upp á léttan hádegisverð, án endurgjalds. Ítarlegri dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlegast sendið póst á audur@nordurland.is.
28.04.2022
Fréttir

UMF Samherjar - Frístundaverkefni 2022

Ungmennafélagið Samherjar veitir íbúum Eyjafjarðarsveitar þjónustu þegar kemur að íþróttastarfi. Í sumar ætlum við að útvíkka þjónustuframboð okkar og bjóða upp á frístundaverkefni í samvinnu við Eyjafjarðarsveit og með stuðningi frá Norðurorku. Við leitum að áhugasömum stjórnanda eða stjórnendum. Um er að ræða 3 vikur eftir skólalok og tvær vikur fyrir upphaf skóla í ágúst. Verkefnið verður fyrir 1. – 4. bekk þar sem yngri krakkarnir eru fyrir hádegi frá kl. 08 - 12 en þau eldri eftir hádegi kl. 12 – 16. Um tiltölulega ómótaða starfsemi er að ræða þar sem hægt er að flétta inn listsköpun, smiðjum, útiveru og leikjum. Viðkomandi mun vinna að dagskrá verkefnisins í samráði við stjórn UMF Samherja. Til aðstoðar verða krakkar og flokkstjórnar úr Vinnuskólanum og því þarf viðkomandi að geta borið ábyrgð á og stjórnað aðstoðarfólki í þágu barnanna. Við leitum að skapandi og ábyrgðarfullum einstaklingi eða einstaklingum sem hafa reynslu af starfi með börnum og búa yfir hugmyndum um hvernig nýta má möguleika svæðisins til frístunda fyrir börn. Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið samherjar@samherjar.is. Gaman væri að þar kæmu fram einhverjar hugmyndir um hvernig viðkomandi sjái fyrir sér verkefni af þessu tagi. UMF Samherjar fékk styrk frá Norðurorku til að þróa frístundaverkefnið.
27.04.2022
Fréttir

Vinnuskólinn 2022

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2022 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar. https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli
26.04.2022
Fréttir