Fréttayfirlit

Fundarboð 603. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar - 603 FUNDARBOÐ fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 2. febrúar 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Velferðar- og menningarnefnd - 4 - 2301004F 1.1 2211018 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2022 1.2 2212026 - Hælið setur um sögu berklanna - Styrkumsókn vegna fræðsluheimsókna 1.3 2212024 - Erla Dóra Vogler - Styrkumsókn vegna nýárstónleika par exelans 1.4 2212023 - Freyvangsleikhúsið - Styrkumsókn vegna tónleika fyrsta vetrardags 2022 1.5 2212022 - Hrund Hlöðversdóttir - Styrkumsókn vegna viðburðar Í Laugarborg 1.6 2212021 - Brunirhorse - Styrkumsókn vegna kynningarefnis 2023 1.7 2212020 - Kvenfélagið Hjálpin - Styrkumsókn vegna útgáfu bókarinnar Drífandi daladísir, 100 ára saga félagsins 1.8 2209016 - Gjaldskrá um akstursþjónustu 1.9 2209015 - Bjartur lífsstíll 1.10 2010005 - Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit 1.11 1906003 - Heilsueflandi samfélag 1.12 2212005 - Skýrsla Smámunasafns vegna sumarsins 2022 2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 381 - 2301005F 2.1 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði 2.2 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar 2.3 2301010 - Stóri-Hamar 1 - Ný heimreið 2.4 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu 2.5 2301017 - Raðhúsalóðir við götu D, lóð 4 og 6 - ósk um að reisa fjögurra íbúða raðhús í stað þriggja íbúða 2.6 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021 2.7 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag 2.8 2104003 - Kroppur – Íbúðasvæði Fundargerðir til kynningar Norðurorka - Fundargerð 281. fundar - 2212029 SSNE - Fundargerð 46. stjórnarfundar - 2301025 SSNE - Fundargerð 47. stjórnarfundar - 2301026 Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 917 – 2301016 Almenn erindi Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301009 FÍSOS - Smámunasafn Sverris Hermannssonar - 2301005 Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 - 2301007 Stjórnsýslukæra vegna neitunar Eyjafjarðarsveitar að ákveða hagatoll fyrir land Þormóðsstaða I&II - 2301020 Stjórnsýslukæra - kærð er ákvörðun Eyjafjarðarsveitar um að gera eignarland Þormóðsstaða að samnotaafrétt - 2301021 Hitaveita í Eyjafjarðarsveit – 1901013 Almenn erindi til kynningar Mennta- og barnamálaráðuneyti - Vegna stjórnsýslukæru - 2301012 Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum - 1912009 SSNE - Frumhagkvæmnimat líforkuvers - 2212028 31.01.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.
31.01.2023
Fréttir

Ytri- og Syðri-Varðgjá - Hótel, Eyjafjarðarsveit – auglýsing skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 20. október sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu á landareignunum Ytri- og Syðri-Varðgjá í kynningarferli skv. 1.mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin lýtur að því að verslunar- og þjónustusvæði (VÞ22) stækkar úr 1,8 ha í 3,0 ha á svæði sem auðkennt er að hluta til sem íbúðarsvæði (ÍB22) og að hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóðar fyrir hótel. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 27. janúar og 10. febrúar 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til föstudagsins 10. febrúar 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi
27.01.2023
Fréttir

Ágætu sveitungar!

Við ritvinnslu tímaritsins Eyvindar féll niður hluti texta í grein Gunnars Jónssonar um Hrafnagilsskóla 50 ára. Neðst í mið dálki á bls. 7 á framhaldið að vera eftirfarandi: .... þeirri 20. kenndu margir í sveitum landsins, sem hlotið höfðu einhverja framhaldsmenntun, unglingum / ungmennum hluta úr vetri án þess að um formlegt skólastarf væri að ræða og það var líka gert í Framfirðinum. Magnús Sigurðsson bóndi og kaupmaður á Grund var mjög framfarasinnaður og hafði mörg járn í þeim eldi. Fyrir aldamótin 1900 hóf hann umræðu um nauðsyn þess að byggja skólahús fyrir hreppana þrjá, bauð land undir það á Grund og veglega fjárhæð frá sér. En ekki varð af byggingunni, jafnvel þótt Magnús byðist 1907 eða 1908 til að greiða um það bil 2/3 af byggingarkostnaðinum á móti landssjóði með því skilyrði að hver búandi í héraðinu legði fram 3-5 dagsverk við bygginguna. Síðan liðu rúm 60 ár þar til fyrstu nemendurnir gengu inn í unglingaskóla í sinni heimabyggð. Velta má fyrir sér hvaða áhrif skóli á Grund eða annarsstaðar í sveitinni hefði haft á menntun og mannlíf í Framfirðinum .... Greinar höfundur Gunnar Jónsson frá Villingadal er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Fyrir hönd ritnefndar, Benjamín Baldursson
23.01.2023
Fréttir

Sundlaugin lokar kl. 17:00 laugardaginn 28. janúar

Kæru sveitungar, vegna þorrablótsins laugardaginn 28. janúar, lokar sundlaugin kl. 17:00 þann dag. Opnum kát og hress kl. 10:00 á sunnudagsmorgninum og hlökkum til að taka á móti ykkur. Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.
19.01.2023
Fréttir

Skráning í Lífshlaupið hefst 18. janúar nk.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum Embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
16.01.2023
Fréttir

Fundarboð 602. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 602. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. janúar 2023 og hefst kl. 08:00 Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Framkvæmdaráð - 127 - 2212001F 1.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 1.2 2203019 - Skrifstofuhúsnæði - Breytingar á skrifstofum sveitarfélagsins og SBE 2. Framkvæmdaráð - 128 - 2212002F 2.1 2212004 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð á byggingu leikskóla 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 379 - 2211010F 3.1 2211014 - Rammahluti aðalskipulags 4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 380 - 2301002F 4.1 2211030 - Guðrúnarstaðir lóð - Glóð - beiðni um breytt staðfang 4.2 2211023 - Tjarnagerði - umsókn um byggingarreit fyrir bílskúr 2022 4.3 2211017 - Víðigerði II, lóð 2 og 3 - Umsókn um byggingarreit fyrir geymsluhúsnæði 4.4 2211033 - Eyrarland - skráning lóðarinnar Eyrarland 4 4.5 2212007 - Brúnir - umsókn um stofnun lóðar 4.6 2212015 - Óskað eftir nafnabreytingu úr Rútstaðir 2a í Litli Lækur 4.7 2212016 - Kroppur, Byttunes, Hrafnagil - skráning landeigna undir vegsvæði 2022 4.8 2209020 - Espihóll deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi 4.9 2301003 - Víðigerði 2 - byggingarreitur fyrir gróðurhús 2023 4.10 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði Fundargerðir til kynningar 5. SSNE - Fundargerð 44. stjórnarfundar - 2211028 6. Norðurorka - Fundargerð 280. fundar - 2212001 7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 915 - 2212002 8. Molta - 107. fundur stjórnar - 2212003 9. Óshólmanefnd - fundargerð 30.11.2022 - 2212008 10. Óshólmanefnd - fundargerð 7.12.2022 - 2212009 11. SSNE - Fundargerð 45. stjórnarfundar - 2212012 12. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 916 - 2212019 Almenn erindi 13. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Framtíðarstefna Vaðlareits - 2211029 14. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013 15. Kaupsamningur um spildu úr landi Hrafnagils - 2301006 16. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017 Sveitarstjórn skipar í starfshóp um innréttingar, innanstokksmuni og lóð. Sveitarstjórn skipar tvo einstaklinga í hópinn auk sveitarstjóra, leikskóli, grunnskóli og tónlistaskóli skipa tvo hver og íþróttamiðstöð skipar einn aðila. Sveitarstjóri sér til þess að kalla viðkomandi aðila úr hópnum til fundar og vinnu eftir því sem við á hverju sinni. 10.01.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
10.01.2023
Fréttir

Sorphirðudagatal 2023

Sorphirðudagatal 2023 er komið á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar https://www.esveit.is/is/thjonusta/umhverfismal/sorphirda
06.01.2023
Fréttir

Útboð - Hrafnagilsskóli síðari áfangi leikskólaviðbyggingar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í síðari áfanga leikskólaviðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða byggingu leikskóla, ofan botnplötu sem var í fyrsta áfanga, bæði reisingu burðarvirkis og lokafrágang. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. apríl 2024. Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með miðvikudeginum 04.janúar 2023. Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is 
04.01.2023
Fréttir

50% starf í heimaþjónustu

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf í heimaþjónustu.
04.01.2023
Fréttir