Sýning í Laugarborg: Refilsaumuð saga landnema
Einstök sýning á yfir 300 refilsaumuðum veggmyndum verður opnuð í Tónlistarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 4. febrúar kl. 14:00. SCOTTISH DIASPORA TAPESTRY segir sögu Skota sem hafa flust til annarra landa í gegnum aldirnar og afrekum þeirra. Veggmyndirnar eru saumaðar af afkomendum skoskra innflytjenda í 33 löndum og hefur sýningin verið á ferð á milli þeirra sl. tvö ár. Við hana munu nú bætast fimm myndir frá Íslandi sem segja sögu systranna Þórunnar hyrnu og Auðar djúpúðgu Ketilsdætra sem komu hingað til lands með fjölskyldur sínar frá Skotlandi á níundu öld.
Sýningin stendur yfir alla daga frá 4. - 26. febrúar frá kl. 14:00 til 18:00.
30.01.2017