Fréttayfirlit

Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 - Opið fyrir umsóknir

Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki til að kynna verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta.
01.12.2023
Fréttir

Bakkaflöt, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 23. nóvember sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og vegna nýs deiliskipulags fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt (L235554) í kynningu skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 8,4 ha að stærð og er staðsett um 600 m sunnan Hrafnagilshverfis á svæði sem í Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar er skilgeint sem landbúnaðarsvæði. Skipulagssvæðinu er ætlað að þjóna íbúum sveitarfélagsins sem sorpflokkunar-, geymslu- og athafnasvæði þar sem skilgreindar yrðu lóðir fyrir fjölbreyttar gerðir atvinnuhúsnæðis. Aðkomuleið inn á svæðið verður frá nýju Eyjafjarðarbraut vestri sem nú er í uppbyggingu. Gert verður ráð fyrir reiðleið eftir árbakkanum og skilgreint efnistökusvæði til sandtöku úr ánni. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 6. og 20. desember 2023, einnig hér í pdf skjali og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 949/2023 og 957/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 20. desember 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi
30.11.2023
Fréttir

Frá íþróttamiðstöðinni

Vegna jólasamveru starfsfólks, lokar sundlaugin kl. 17.00 laugardaginn 2. desember.
29.11.2023
Fréttir

Nýr körfuboltavöllur lítur dagsins ljós

Síðastliðinn sunnudag luku UMF Samherjar við uppsetningu á körfum á splunkunýjum körfuboltavelli austan íþróttamiðstöðvar.
21.11.2023
Fréttir

Breyttur opnunartími á leikskólanum frá áramótum

Frá og með áramótum mun opnumartími leikskólans Krummakots vera frá klukkan 7:30 til klukkan 16:15.
21.11.2023
Fréttir

Fundarboð 621. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 621. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Velferðar- og menningarnefnd - 10 - 2311004F 1.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 2. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 7 - 2310010F 2.1 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 2.2 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs 2.3 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023 2.4 2310033 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Viðbygging Hrafnagilsskóla - Félagsmiðstöð 2.5 2310034 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Stefnumótun fyrir frístundastarf barna- og unglinga í Eyjafjarðarsveit 3. Framkvæmdaráð - 141 - 2311003F 3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 3.2 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 3.3 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 4. Framkvæmdaráð - 142 - 2311007F 4.1 2311003 - Framkvæmdaráð fjárhagsáætlun 2024 5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 401 - 2311005F 5.1 2310012 - Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 5.2 2301013 - Svæðisskipulag Suðurhálendis - Óskað eftir umsögn á tillögu 5.3 2311029 - Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024 - umsagnarbeiðni 5.4 2211015 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, endurbætur á landbúnaðarlandi og stækkun á túni Fundargerðir til kynningar 6. Tún vottunarstofa - Aðalfundur 2023 - 2308002 7. Norðurorka - fundargerð 292. fundar - 2311036 8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 937 fundar - 2311035 9. HNE - Fundargerð 232 - 2311033 Almenn erindi 10. UMF Samherjar - Árskort hjá Samherjum í samstarfi við Íþróttamiðstöð Esveitar - 2311013 11. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005 Fyrir fundinum liggja uppfærð drög að skipulagslýsingu vegna athafnasvæðis við Bakkaflöt dags. 18. október 2023. 12. Skólastefna Eyjafjarðarsveitar - 2310027 13. Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks - 2311019 14. Þjónustusamningur um málefni fatlaðra - 2210013 15. Hlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku - 2311032 16. Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar 2024 til 2027 - 2310012 Almenn erindi til kynningar 17. Stjórnsýlsukæra Mennta- og barnamálaráðuneyti - vegna skólaaksturs að Þormóðsstöðum - 2301012 18. Bókun SHÍ varðandi fyrirkomulag eftirlits - 2311034 21.11.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
21.11.2023
Fréttir

Störf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir tvær stöður á skrifstofuembættisins til umsóknar. Byggðasamlagið Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar bs. var stofnað árið 2017 og annast það skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit skv. skipulagslögum nr. 123/2010 og mannvirkja lögum nr. 160/2010. Starfstöð byggðasamlagsins er í Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi og þar vinna þrír starfsmenn. VERKEFNISSTJÓRI BYGGINGARMÁLA Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar (SBE) auglýsir eftir aðila í 80-100 % stöðu verkefnisstjóra byggingarmála. Starfið felst í leyfisveitingum og lögbundnu byggingareftirlit sveitarfélags eins og það er fyrirskrifað í 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Starfmaðurinn mun bera ábyrgð á úrvinnslu erinda sem til afgreiðslu koma hjá SBE, svo sem yfirferð uppdrátta, útgáfu byggingarleyfa, samskiptum við umsækjendur og fagaðila, framkvæmd reglulegs byggingareftirlits, framkvæmd öryggis- og lokaúttekta auk annarra verkefna á sviði byggingarmála. Auk þess mun starsmaðurinn hafa aðkomu að innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og annarra tækninýjunga á sviði byggingareftirlits. Um er að ræða nýja stöðu og leitað er að öflugum og hæfum einstaklingi sem hefur metnað til að vaxa og eflast í starfi og áhuga á að setja mark sitt á viðfangsefni sín. Starfstöð er á skrifstofu SBE, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi. Meðal verkefna starfsmannsins verða: Útgáfa byggingarleyfa og annarra leyfisbréfa vegna leyfisveitinga skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010. Útgáfa lokavottorða og annarra vottorða skv. mannvirkjalögum nr. 160/2010. Skráning byggingarleyfa í Mannvirkjaskrá HMS. Yfirferð uppdrátta. Framkvæmd byggingareftirlits. Þáttaka í innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu á sviði byggingarmála. Aðstoð við þróun byggingareftirlits og innleiðingu tækninýjunga. Þáttaka í samstarfsverkefnum milli sveitarfélaga á sviði byggingarmála. Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og aðstoð á sviði byggingarmála við borgara og framkvæmdaraðila og aðra hagsmunaaðila. Þáttaka í innra eftirliti skv. gæðakerfi embættisins. Undirbúningur og eftirfylgni afgreiðslufunda skipulags- og byggingar fulltrúa. Hæfni- og menntunarkröfur: Menntun á sviði byggingarmála skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Góð íslenskukunnátta. Lipurð í samskiptum. Stundvísi og skipulögð vinnubrögð. Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum. Reynsla af hönnun er kostur. Reynsla af vinnu samkvæmt gæðakerfi er kostur. Reynsla af Mannvirkjaskrá eða sambærilegum gagnagrunnum er kostur. Þekking á algengum hugbúnaði á borð við MS Office, CAD, BIM og GIS hugbúnaði er kostur. MÓTTÖKUSTARFSMAÐUR Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Starfið felst í móttöku erinda, símavörslu og úrvinnslu annarra verkefna á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi. Meðal verkefna starfsmannsins verða: Móttaka erinda og símavarsla Skráning upplýsinga í skjalakerfi embættisins Innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins Skönnun teikninga Almenn skrifstofustörf Samskipti við málsaðila vegna skipulagsmála s. grenndarkynninga Hæfni- og menntunarkröfur: Góð tölvukunnátta Góð íslenskukunnátta Stundvísi og skipulögð vinnubrögð Reynsla af skrifstofustörfum Samvinnuhæfni og jákvæðni í samskiptum. Þekking á tölvuforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði er kostur Umsóknarbréf og ferilskrá í pdf sniði skulu send í tölvupósti í síðasta lagi 15. desember 2023 á netfangið vigfus@sbe.is. Nánari upplýsingar veitir Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 463-0620.
21.11.2023
Fréttir

Mannamót Markaðsstofanna

Mannamót markaðsstofanna er árlegur viðburður þar sem haft er að leiðarljósi að skapa kynningarvettvang fyrir ferðaþjónustuaaðila á landsbyggðinni og tækifæri fyrir þá til að koma á fundum fagaðila í greininni. Þetta er vettvangur fyrir ferðaþjónustuaðila að kynna sig og kynnast öðrum.
16.11.2023
Fréttir

Stóri-Hamar 1, Eyjafjarðarsveit – breyting á aðalskipulagi vegna efnistöku

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 12. október 2023 að vísa tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 vegna efnistökusvæðis í landi Stóra-Hamars 1 (L152778), í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið snýr að því að skilgreina efnistökusvæði í landi Stóra-Hamars 1 sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Svæðið sem um ræðir er staðsett vestan Eyjafjarðarbrautar eystri. Þá eru sett ákvæði varðandi stærð svæðisins og magn efnis sem heimilt er að taka úr því. Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. nóvember til 27. desember 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar www.skipulagsgatt.is undir máli nr. 304/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til 27. desember 2023 til að gera athugasemdir við tillögurnar. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulags- og byggingarfulltrúi
13.11.2023
Fréttir

Skráning á húsnæði fyrir Grindvíkinga

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem enn eru ekki komnir í húsaskjól.
13.11.2023
Fréttir