Fréttayfirlit

Skemmtihelgi Ungmennaráðs UMFÍ og 0%

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt? Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.
18.09.2012

“Bændur að störfum”- ljósmyndasamkeppni

Samtök ungra bænda efna til ljósmyndasamkeppni undir heitinu “Bændur að störfum” í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið 2013. Myndirnar þarf að senda inn fyrir 15. október.
18.09.2012

Þátttaka Hjálparsveitarinnar Dalbjargar

"Enginn hefur farið varhluta af því sem gengið hefur á hér allt í kringum okkur síðustu daga. Björgunarsveitir og bændur hafa leitað eftir fé víða og höfum við í Dalbjörg tekið þátt í því á fullu."
17.09.2012

Fundarboð 422. fundar sveitarstjórnar, 19.09.2012 kl. 12:00

422. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, miðvikudaginn 19. september 2012 og hefst kl. 12:00
14.09.2012

Opið hús kl. 14-16 í tilefni 25 ára afmælis leikskóladeildar Hrafnagilsskóla, Krummakots

Föstudaginn 14. september eru liðin tuttugu og fimm ár síðan leikskólinn Krummakot tók til starfa í Eyjafirði. Til að fagna þessum merku tímamótum verður opið hús í Krummakoti milli kl. 14 og 16 á afmælisdaginn.
14.09.2012

Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar

Vetrardagskrá Ungmennafélagsins Samherjar - tekur gildi laugardaginn 1. september.
31.08.2012

Menningar- og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum

Umsóknarfrestur er til 30. september 2012. Nauðsynlegt er að fylla út umsóknareyðublað sem nálgast má á heimasíðunni eða á skrifstofu KEA, Glerárgötu 36, 600 Akureyri.
31.08.2012

Gamli bærinn Laufási

Síðasta opnunarhelgi sumarsins laugardaginn 1. september kl. 14 - 16 og sunnudaginn 2. september kl. 14 - 16.
31.08.2012

Smámunasafnið

Þann 16. september er síðasti fasti opnunardagur safnsins á þessu ári, eftir það er hægt að panta fyrir hópa í síma 865-1621 eða á netfangið stekkjar@simnet.is
31.08.2012

Gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu

Ný gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu hefur tekið gildi. Gjaldskráin byggir á þeirri meginreglu að aðili sem óskar eftir breytingu á aðal- og/eða deiliskipulagi skuli greiða þann kostnað sem breytingin hefur í för með sér. Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýsinga og kynninga vegna málsins.
30.08.2012