Fréttayfirlit

Opnunartími gámasvæðis yfir jól og áramót

Þriðjudaginn 22. desember OPIÐ kl. 13:00-17:00 Föstudaginn 25. desember LOKAÐ Laugardaginn 26. desember LOKAÐ Þriðjudaginn 29. desember OPIÐ kl. 13:00-17:00 Föstudaginn 1. janúar 2021 LOKAÐ Laugardaginn 2. janúar OPIÐ kl. 13:00-17:00 Vaktað gámasvæði er við Hrafnagilshverfi. Gámasvæðið er lokað utan opnunartíma.
23.12.2020
Fréttir

Jólakveðjur

Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.
23.12.2020
Fréttir

Íbúar Eyjafjarðarsveitar

Óskum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar gleðilegra jóla og blessunarríks nýjárs. Þökkum innilega veittan stuðning á liðnu ári, með ósk um að næsta ár verði laust við covid og við getum farið að hittast aftur. Bestu kveðjur, Félag eldri borgara í Eyjafjarðarsveit.
23.12.2020
Fréttir

Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla. Þó með óhefðbundnum sniði í ár. Við erum komin með netsíðu, þar sem hægt er að versla flugelda á netinu og greiða fyrir þá þar. Við munum láta vita þegar pöntunin er klár og þá getur viðkomandi sótt hana við inngang miðstigs í Hrafnagilsskóla. Netsíðan er dalbjorg.flugeldar.is
23.12.2020
Fréttir

Eyvindur

Árlega gefur menningarmálanefnd út blaðið Eyvind sem er dreift frítt á öll heimili í sveitarfélaginu. Nú má einnig nálgast blaðið hér. 
23.12.2020
Fréttir

Hið árlega skötuhlaðborð fellur niður

Kæru sveitungar. Því miður fellur niður hið árlega skötuhlaðborð Lionsklúbbanna Vitaðsgjafa og Sifjar vegna samkomutakmarkana. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest að ári. Jólakveðjur, Vitaðsgjafi og Sif.
22.12.2020
Fréttir

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú í íþróttamiðstöð

Gjafabréf í Eyjafjarðarsveit fást nú einnig í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar. 
18.12.2020
Fréttir

Auglýsingablað Eyjafjarðarsveitar

Næsta blaði verður dreift þriðjudaginn 22. desember. Því þurfa auglýsingar fyrir það blað að hafa borist eigi síðar en kl. 10:00 mánudaginn 21. desember á netfangið esveit@esveit.is. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.
18.12.2020
Fréttir

Fundargerð 558. fundar sveitarstjórnar

Vegna tæknilegra mistaka birtist fundargerð 558. fundar sveitarstjórnar ekki rétt á heimasíðunni þar sem vantaði inn bókanir við einstaka liði fundargerðar skipulagsnefndar. Þetta hefur nú verið lagfært.
16.12.2020
Fréttir Stjórnsýsla

Jólaopnun í sundlauginni

Frá og með 18. desember verður sundlaugin opin allan daginn, eins og venjulega. Jólaopnunin er eftirfarandi: 22.12. kl. 6:30-22:00 23.12. kl. 6:30-14:00 24.12. kl. 9:00-11:00 25.12. Lokað 26.12. Lokað 27.12. kl. 10:00-20:00 28.12. kl. 6:30-22:00 29.12. kl. 6:30-22:00 30.12. kl. 6:30-22:00 31.12. Lokað 1.1. Lokað 2.1. kl. 10:00-20:00 Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar óskar öllum gleðilegra jóla og vonandi sjáum við sem flesta í sundi það sem eftir lifir árs.
15.12.2020
Fréttir