Fréttir og tilkynningar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 19. júlí til og með 30. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615. Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 15. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 5. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.  
Fréttir

Samið við Verkís hf. um verkfræðihönnun á viðbyggingu vegna leik- og grunnskóla

Í dag var gengið til samninga við Verkís um verkfræðihönnun á nýjum leikskóla og viðbyggingum og breytingum á húsnæði Hrafnagilsskóla. Hönnun hefst strax og er áætlað að henni sé að fullu lokið í nóvember. Ráðgert er að hönnun sökkla og botnplötu leikskóla ljúki um miðjan ágúst.
Fréttir

Leikskólinn Krummakot vill ráða starfsmann í hlutastarf

Um er að ræða 60% stöðu í þrifum, öðrum tilfallandi verkefnum og afleysingu á deildum frá og með 10. ágúst. Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: • Lipurðar í samskiptum • Íslenskukunnáttu • Reynslu og/eða menntun sem nýtist í starfi Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. júlí 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.  
Fréttir

Hugið vel að verðmætum - þjófar á ferð

Kæru íbúar rétt í þessu fékk ég hringingu frá aðila með sumarhús við Hestvatn inn við Leyningshóla. Hafði þar verið brotist inn og töluverðum verðmætum stolið bæði stórum og smáum. Ljóst er að þjófagengi er hér á ferð og mikilvægt að allir fylgist vel með. Tilkynnið endilega beint til lögreglu ef þið sjáið grunsamlegar mannaferðir á svæðinu, hjálpumst að við að losa okkur við óæskilega heimsókn sem þessa.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir