Fréttir og tilkynningar

Nýbygging Hrafnagilsskóla, markmið og áherslur sveitarstjórnar - umsagnafrestur til klukkan 8:00 þann 16.mars

Íbúum Eyjafjarðarsveitar og starfsmönnum í skólum sveitarfélagsins gefst nú kostur á að koma á framfæri umsögnum um þau markmið og áherslur sem sveitarstjórn hefur að leiðarljósi við undirbúning og hönnun nýbyggingarinnar og varðandi þá leið sem sveitarfélagið hefur ákveðið að fara í byggingunni. Mögulegt er að skila inn umsögnum til klukkan 8:00 að morgni þriðjudags, þann 16.mars næstkomandi. Umsagnir varðandi málið verða að berast í nafni einstaklings eða samtaka/hóps og verða þær birtar opinberlega á heimasíðu sveitarfélagsins næsta virka dag eftir að þær berast. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar undirbýr nú nýbyggingu við Hrafnagilsskóla sem á næstu árum mun hýsa sameinaða stofnun grunn- og leikskóla sveitarfélagsins undir nafni Hrafnagilsskóla. Framkvæmdaráð og sveitarstjóri halda utan um undirbúningsvinnuna fyrir hönd sveitarstjórnar.
Fréttir

Hjólasöfnun Barnaheilla - Hægt að sækja um hjól til 1. maí 2021

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hefja von bráðar hjólasöfnun sína í tíunda sinn. Frá upphafi Hjólasöfnunarinnar árið 2012 hafa rúmlega 2.000 börn og ungmenni notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Hjólasöfnunin er unnin í samstarfi við Æskuna - barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn og ungmenni í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Þannig fá þau tækifæri til að eflast félagslega auk þess sem lýðheilsuleg sjónarmið eru að baki sem efla bæði líkamlegt og andlegt heilsufar. Börnin geta þannig með auknum hætti verið þátttakendur í samfélagi annarra barna. Almenningur er hvattur til að gefa reiðhjól til söfnunarinnar og fara með þau á móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu og sjá sjálfboðaliðar um viðgerðir á hjólunum áður en þeim er úthlutað til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Umsóknarfrestur er til 1. maí 2021. Umsóknareyðublað eru fyllt út á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.  Barnaheill hefur samband við umsóknaraðila til að finna tíma til að úthluta þeim hjólum. Undanfarin ár hefur Barnaheill verið í samstarfi við Eimskip/Flytjanda sem hafa flutt hjólin fyrir Barnaheill á milli landshluta í þeim tilfellum sem umsóknaraðilar eru búsettir á landsbyggðinni.
Fréttir

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk – afleysingarstaða vegna fæðingarorlofs

Um er að ræða 100% stöðu leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun (B.s.,B.a.,B.ed) sem að nýtist í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi: Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf Framúrskarandi samskiptahæfileikar við börn, foreldra og samstarfsmenn Góð íslenskukunnátta Sjá nánar á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is eða http://krummakot.leikskolinn.is/ . Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is. Umsóknarfrestur er til og með 15.mars 2021. Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is
Fréttir

Skólaliði

Óskum eftir að ráða skólaliða í afleysingar fram að skólalokum 10. júní. Starfsmaðurinn þarf helst að geta hafið störf 15. mars. Leitað er eftir starfsmanni sem: Sýnir metnað í starfi. Vinnur í góðri samvinnu við starfsfólk, nemendur og foreldra. Er fær og lipur í samskiptum. Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum. Nánari upplýsingar veita Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri hrund@krummi.is og Björk Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri bjork@krummi.is í síma 464-8100.
Fréttir

Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Fleiri viðburðir