Fréttayfirlit

Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála


Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
31.07.2008

Besta sundlaug á landinu

Samkvæmt heimasíðunni sundlaugar.is er sundlaugin við Hrafnagilsskóla besta sundlaug landsins.
30.07.2008

Samherjar með frábæran árangur í frjálsum íþróttum

Gaman er að minnast á nokkur afrek hjá Samherjakrökkunum í frjálsum íþróttum, en krakkarnir voru að koma sér í fremstu röð ekki bara á landinu heldur líka á Norðurlöndum.
Sjá meira

17.07.2008

Barátta við skógarkerfil

Kerfill Á undanförnum árum hefur skógarkerfill breiðst út með ógnar hraða í Eyjafjarðarsveit. Plantan er mjög harðgerð og öflug og virðist þola öll venjuleg illgresiseyðingarlyf. Á sumum jörðum vex plantan í stórum breiðum og sækir inn í tún svo að til vandræða horfir.
17.07.2008

Staðfugl_Farfugl

Víðavangssýningin Staðfugl-Farfugl hefur nú staðið í einn og hálfan mánuð og hefurskemmdir_120 gengið vonum framar. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína fram í fjörð til að skoða verkin og nýtt sér í leiðinni þá þjónustu sem er í boði á svæðinu. Í flestum tilvikum hafa verkin fengið að vera í friði en þó hafa tvö þeirra orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum.
17.07.2008

Fréttir frá Samherjum

Gaman er að minnast á nokkur afrek hjá Samherjakrökkunum í frjálsum íþróttum, en krakkarnir voru að koma sér í fremstu röð ekki bara á landinu heldur líka á Norðurlöndum.

17.07.2008

Undirbúningur Handverks 2008

Undirbúningur að Handverkshátíð 2008 stendur sem hæst. Von er á fjölbreyttu handverksfólki víðs vegar af landinu og einnig mun handverksfólk utan landsteinanna sækja okkur heim.
Enn er hægt að skrá sig á áhugaverð námskeið sem haldin eru í tengslum við hátíðina. Sjá nánar á heimasíðu hátíðarinnar www.handverkshatid.is

11.07.2008

Auglýsing um skipulag - Þórustaðir


Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

Aðalskipulag
04.07.2008

Auglýsing um skipulag - Hvammur


A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

Aðalskipulagsbreyting

B. Tillaga að deiliskipulagi.

Deiliskipulag

Umhverfisskýrsla

04.07.2008

Blindflug í Eyjafjarðarsveit

Staðfugl Farfugl

Raddspuni við undirleik eyfirskrar náttúru

Arna Vals

Flugtak:
Gömlu brýrnar yfir Eyjafjarðará
brú nr.1 (vaðlaheiðarmegin frá)
Brottfarartími
03.07.08 kl. 23.25
Áætlaður lendingartími:
04.07.08 kl.00.01

Vegna framkvæmda við Akureyrarflugvöll er fólki bent á að koma að austan þ. e. Vaðlaheiðarmegin.

03.07.2008