Fréttayfirlit

Kvennahlaup ÍSÍ 7. júní.

Kvennahlaup ÍSÍ verður laugardaginn 7. júní undir leiðsögn Helgu Sigfúsdóttur. Hlaupið verður frá bílastæði Hrafnagilsskóla. Skráning hefst, við innganginn að skólanum, kl. 10:30 og upphitun kl. 11:00. Þátttökugjald er 1000 krónur.
03.06.2008

Bjarni sveitarstjóri lætur af störfum

bk_mynd_120 Föstudaginn 30. maí s. l. lét Bjarni Kristjánsson af starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, eftir 10 ára farsælt starf.



02.06.2008

Kaffitónleikar í Laugarborg

beggi_120
Tónleikar 1. júní 2008 kl. 15.00 í Laugarborg
Miðaverð kr. 2.500,-

raggi_bjarna15x20300dpi_120 RAGGI BJARNA & BERGÞÓR PÁLSSON
ásamt hljómsveit hússins

Daníel Þorsteinsson / flygill & harmóníka
Eiríkur Stephensen / kontrabassi
Halldór Hauksson / trommur


30.05.2008

staðfugl – farfugl víðavangssýning í Eyjafjarðarsveit 2008

Sýningin "staðfugl - farfugl verður opnuð við Hrafnagilsskóla 31. maí 2008,  kl. 14:00  

Sýningin er myndlistar- og gjörningaviðburður. Hún eflir þekkingu fólks á sögu og sérkennum svæðisins enda verður hún staðsett á völdum stöðum úti á víðavangi víðsvegar um Eyjafjarðarsveit.

26.05.2008

Sumar og sól.

sundlaug_120
Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi á Norðurlandi um helgina. Hægur andvari af suðri, varla skýhnoðri á himni og hitinn uppundir 20 stig. Eyfirðingar fjölmenntu í sundlaugarnar á svæðinu og var þessi mynd tekin í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar í gær þar sem gestirnir sleiktu sólina í gríð og erg.
26.05.2008

Tilkynning

Frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar
Vegna viðhalds verður heiti potturinn við sundlaug Hrafnagilsskóla lokaður frá 20. maí til 30. maí. Öll önnur aðstaða er opin og það hefur verið bætt við nýjum leiktækjum fyrir börnin.
Íþrótta og tómstundafulltrúi.

20.05.2008

Fundur með samgönguráðherra.


Miðvikudaginn 14. maí átti sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar fund með Kristjáni L. Möller, samgöngu-ráðherra.
16.05.2008

Framvkæmdir við Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar


Vegna framkvæmda við norðurinngang Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar næstu 3-4 vikur, eru gestir beðnir um að nota suðurinnganginn. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Íþrótta og tómstundafulltrúi.
15.05.2008

Nýting á trjákurli

Miðvikudaginn 7. maí kl. 16:00, hefst að Háuborg, tilraun til að nýta trjákurl til ræktunar.

Lesa tilkynningu
06.05.2008

Gönguhópur

Jæja, þá er komið að upphitun fyrir hið árvissa kvennahlaup ÍSÍ. Starfræktur verður gönguklúbbur undir stjórn Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara. Helga ætlar að brydda upp á fjölbreytni þannig að eflaust verður um fleira en göngutúra að ræða. Hún ætlar að hitta áhugasamar konur tvisvar í viku fram að hlaupi, á þriðju- og fimmtudagskvöldum. Fyrsta skiptið verður þriðjudaginn 6. maí kl. 20:30 og þá verður hist við Hrafnagilsskóla. Fimmtudagskvöldið 8. maí verður svo hist við flugskýlið á Melgerðismelum á sama tíma. Við hvetjum konur til að mæta og minnum á að það fer hver á sínum hraða.
Bestu kveðjur,
Íþrótta- og tómstundanefnd


05.05.2008