Fréttayfirlit

Staðfugl Farfugl

Staðfugl Farfug stendur fyrir tilraunastofu með flugdreka og fljúgandi furðuhluti sunnudaginn 31. ágúst, að Öldu í Eyjafjarðarsveit. Lesa meira
26.08.2008

Forstöðumaður Íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar

gudrun_passamynd_120 Guðrún Sigurjónsdóttir hefur tekið til starfa sem forstöðumaður Íþróttamannvirkja Eyjafjarðarsveitar og er hún boðin velkomin til starfa.

25.08.2008

Enn af afrekum UMSE keppenda

Krakkarnir í UMSE gera það ekki endasleppt á mótunum, en Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 var haldið á Sauðárkróki s. l. helgi. Ari Jósavinsson, þjálfari sendi okkur skýrslu sem lesa má hér:
25.08.2008

MI í frjálsum 15-22 ára


Krakkarnir í UMSE gera það ekki endasleppt á mótunum, en Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 var haldið á Sauðárkróki s. l. helgi. Ari Jósavinsson, þjálfari sendi okkur skýrslu sem lesa má hér.

25.08.2008

UMSE krakkar standa sig vel

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára var haldið s. l. helgi að Laugum í Reykjadal. UMSE átti fulltrúa á mótinu og er óhætt að fullyrða að krakkarnir stóðu sig með stakri prýði, sem og stuðningshópurinn, eins og fram kemur í skýrslu þjálfara :
18.08.2008

Húsvörður í Laugarborg

Nýlega var auglýst eftir húsverði í Tónlistarhúsið Laugarborg. 14 umsóknir bárust en umsóknarfrestur rann út þann 5. ágúst s. l. Gengið hefur verið frá ráðningu Eggerts Eggertssonar, Bolungarvík. Sambýliskona Eggerts er Dagrún Þorsteinsdóttir,  starfsmaður á Meðferðarheimilinu Laugalandi.
18.08.2008

Uppskera og handverk 2008

Handverkshátíðin 2008 gekk mjög vel og einnig allur undirbúningur. Í ár voru um 70 sýnendur (básar). Meðal sýnenda voru einstaklingar, félög og hópar því var það að vanda fjöldi fólks sem tók þátt í sýningunni.
14.08.2008

Ágætu sveitungar

Nú eru liðnir tveir mánuðir síðan ég tók við starfi sveitarstjóra og það gefur tilefni til að senda ykkur línu. Þessir tveir mánuðir hafa gengið vel, allir taka mér vel og vilja hjálpa mér við að komast inn í málefni sveitarinnar.
01.08.2008

GSM - ADSL

Nú standa yfir framkvæmdir á vegum Símans til að bæta GSM samband í Reykárhverfi. Settur er upp nýr sendir á heimavistarhús Hrafnagilsskóla og mun hann stórbæta GSM samband á svæðinu, sérstaklega mun sambandið batna innandyra í hverfinu.
01.08.2008