Fréttayfirlit

Hita- og vatnsveita

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar og Norðurorka ehf hafa undirritað samning um kaup þess síðarnefnda á Hita- og vatnsveitu Eyjafjarðarsveitar. Norðurorka ehf mun taka við rekstri veitnanna þann 1. júlí n. k.

Þessi eignabreyting mun ekki hafa í för með sér breytingu á gjaldskrá til almennra notenda.

27.06.2008

Auglýsing um skipulag í Eyjafjarðarsveit

Jarðgerðarsvöð að Þverá, Eyjafjarðarsveit.

A. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.

B. Tillaga að deiliskipulagi.

Umhverfisskýrsla vegna jarðgerðarstöðvar

24.06.2008

Sameining skóla Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 19. júní s. l. að sameina leik- og grunnskóla sveitarinnar undir eina yfirstjórn. Karl Frímannsson verður skólastjóri skólanna.
20.06.2008

Opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar


sundlaug1_400

Opnunartími Sundlaugar Eyjafjarðarsveitar sumarið 2009 

Virkir dagar: kl. 6:30- 22:00

Helgar: 10:00 - 20:00

Á helgidögum og almennum frídögum 10:00 - 20:00

Hætt er að hleypa ofan í laugina 15 mín. fyrir lokun.

Sími: 464-8140

19.06.2008

Frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarsveitar

Sveitarstjórn hefur ákveðið að auka en frekar þjónustu Íþróttamiðstöðvar við íbúa sveitarfélagsins og hefur ákveðið að Sundlaugin skuli vera opinn frá kl. 6:30- 22:30 alla virka daga og frá kl. 10-18 um helgar.
Við minnum en fremur á að það er frítt í sund fyrir yngri en 16 ára
Íþrótta og tómstundafulltrúi
18.06.2008

Frá Smámunasafninu

Sunnudaginn 22. júní verða búvelasafnarar með gömul tæki, dráttarvélar ogkvedjugjof_120 heyvinnutæki sem þeir ætla að gangsetja og sýna notkunarmöguleika á.

Kvikmyndin "Gamalt er gott" verður til sýnis eins og aðra daga.
Opið milli kl. 13 og 18.

Verið velkomin
www.smamunasafnid.is

18.06.2008

Tjaldstæði Eyjafjarðarsveitar

Aldurstakmark verður inn á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla dagana 14. - 18. júní n. k. Miðað verður við að gestir yngri en 25 ára verði í fylgd foreldra. Tjaldsvæðið verður einnig lokað fyrir nýja gesti frá 12 á miðnætti til kl 8 á morgnana þessa daga. Nánari upplýsingar í netfang gardar@krummi.is
09.06.2008

Frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Salur Íþróttahúss Eyjafjarðarsveitar verður lokaður til og með 15. júní n. k. vegna viðhalds.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi.

05.06.2008

Sundnámskeið

Sundnámskeið á vegum Íþrótta- og tómstundanefndar Eyjafjarðarsveitar

Þá er aftur komið að því.
Ingibjörg Ísaksen ætlar að halda sundnámskeið í Sundlaug Eyjafjarðarsveitar. Þar ætlar hún að fara sérstaklega vel í skriðsund og tækni til að ná betri árangri í sundi almennt.
05.06.2008

Guðmundur Jóhannsson tekur við starfi sveitarstjóra.

picture_014_120 Mánudaginn 2. júní s. l. tók Guðmundur Jóhannsson við starfi sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar. Hann hafði þá unnið við hlið forvera síns, Bjarna Kristjánssonar frá miðjum maí mánuði. Guðmundur er boðinn velkominn til starfa.
04.06.2008