Fréttayfirlit

Víga - Glúmur

Víga-Glúmur verður haldinn í fyrsta sinn næstkomandi laugardag.  Ætlunin er að fá sveitunga til að koma saman og hafa gaman.  Nafn hátíðarinnar kemur frá sögu Víga-Glúms sem var uppi á 10. öld.  Saga Víga-Glúms gerðist í Eyjafjarðarsveit og ætti að vera á náttborði hvers einasta íbúa Eyjafjarðarsveitar.  Stefna verður tekin á að finna hvaða leikir voru við lýði á tíma Víga-Glúms og leika þá eftir á komandi árum.

Dagskrá fyrir laugardaginn er nær fullgerð og verður mikið um að vera fyrir börn og fullorðna.

Hér að neðan verður stiklað á stóru, skýringar við einstaka liði munu birtast hér á heimasíðu sveitarinnar á næstu dögum.  Hvetjum við alla til þátttöku í deginum.

13:00-16:00 
          Barnaleikir
          Hoppukastali
          
Grill fyrir börnin í boði B.Hreiðarsson
          
Kaffisopi í boði kvenfélaganna

 

13:00 Heyrúlluhleðsla

13:45 Mjólkurreið

14:30 Þrautaganga

15:00 Bakkatog

15:30 Brunaslöngubolti

 

17:00-19:00 Diskósund (frítt í sund)

17:00-21:00 Hlé vegna mjalta

 

21:00-23:30 Varðeldur

(álfar velkomnir)

 
10.09.2008

Réttir að Þverá ytri

rettir2008_04_120 Blíðskaparveður var liðna helgi, 6. og 7. september, þegar 1. göngur voru gengnar í stærstum hluta Eyjafjarðarsveitar. Göngum fylgja réttir og hér má sjá nokkrar myndir sem Karl Frímannsson tók á Þverárrétt s. l. sunnudag.
Réttarmyndir


09.09.2008

Af hverju tala allir um álfabrennur ?

Að sjálfsögðu er átt við varðelda ....

 brenna_400

09.09.2008

Kemur þinn bær við sögu í Víga-Glúms sögu ?

Sagan fer fram í Eyjafjarðarsveit að mestu og er mjög spennandi aflestrar.  Hægt er að nálgast netútgáfuna hér.
09.09.2008

Mikil saga fylgir Eyjafjarðarsveit - hvaðan kemur þessi bútur ?

Sá maður bjó á Jórunnarstöðum er Halli hét og var kallaður Halli hinn hvíti. Hann var Þorbjarnarson. Móðir hans hét Vigdís. Hún var dóttir Auðunar rotins. Hann hafði fóstrað Einar Eyjólfsson er þá var kominn byggðum í Saurbæ. Halli var sjónlaus. Hann var við öll sáttmál riðinn í héraði því að hann var bæði vitur og réttdæmur. Hans synir voru þeir Ormur og Brúsi skáld og bjuggu þeir í Torfufelli en Bárður bjó á Skáldsstöðum. Hann var hávaðamaður og ójafnaðarmaður mikill og vígur hverjum manni betur, örmálugur og ákastasamur. Hann átti Unu Oddkelsdóttur úr Þjórsárdal.

08.09.2008

Hvað er að gerast á laugardaginn ?

Næstu daga munu birtast molar um komandi laugardag.  Fylgist með og takið frá daginn því ætlunin er að fá sveitunga til að koma saman og hafa gaman.  Börn og fullorðnir munu hafa gaman af. 
08.09.2008

Taktu frá næsta laugardag

Laugardaginn 13.september skulu allir sveitungar taka frá !!!!!!

Þá verða viðburðir í sveitinni sem vert er að fylgjast með og taka þátt í.

Fylgist með á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar næstu daga.

Dagur sem enginn vill missa af.

Góðkunningjar sveitarinnar
08.09.2008

Gangnaseðlar á netinu

Gangnaseðlar fyrir haustið 2008 eru nú aðgengilegir hér á veraldarvefnum.
Smelltu hér til að opna
03.09.2008

Vetraropnunartími sundlaugar

 Nú er kennsla komin á fullan skrið í Hrafnagilsskóla og þar með í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Þetta á þó ekki að koma niður á opnunartíma sundlaugarinnar í vetur eins og sjá má hér

02.09.2008

Kaffitónleikar í Laugarborg

Næst komandi sunnudag hefst 5. starfsár Tónlistarhússins Laugarborgar. Þar kemur kaffi_120fram Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona og ætlar hún að syngja fyrir gesti þekkt lög úr leikritum og söngleikjum.

29.08.2008