Fréttayfirlit

Gangnadagar 2023

1. göngur verða gengnar 31. ágúst - 3. september. 2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 15. - 17. september. Hrossasmölun verður 6. október og stóðréttir 7. október.
15.08.2023
Fréttir

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Eyjafjarðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Í starfinu felst m.a. aðstoð við umsjónarmann félagsmiðstöðvar, viðvera á viðburðum auk ferða á vegum hennar á stærri viðburði eins og NorðurOrg og SamFés. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að starfa með unglingum, hafa skilning og þekkingu á umhverfi ungmenna í dag og kostur er að hafa reynslu af starfi með unglingum. Áhersla er lögð á stundvísi og heiðarleika, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum auk þess sem viðkomandi starfsmaður þarf að vera góð fyrirmynd í hvívetna. Starfsmaður þarf að geta framvísað hreinu sakavottorði við ráðningu. Um er að ræða áætlaða vinnu í kring um 150 tíma sem dreifist nokkuð jafnt á skólaárið skv. fyrirfram ákveðinni dagskrá. Laun eru skv. kjarasamningum SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir ásamt ferilsskrá og kynningarbréfi skulu sendar á Karl Jónsson forstöðumann íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar, á netfangið karlj@esveit.is. Karl gefur auk þess nánari upplýsingar um starfið í síma 691 6633 á dagvinnutíma.
14.08.2023
Fréttir

Kæru sveitungar nær og fjær!

Verið öll hjartanlega velkomin á vígslu listaverksins Eddu eftir Beate Stormo laugardaginn 19. ágúst kl. 15! Edda stendur á hóli rétt norðan við Smámunasafnið, hóll sá heitir Hrafnskinnarhóll. Hægt er að leggja bílum við Smámunasafnið og eins við Saurbæjarkirkju. Súkkulaðikaka og mjólk í boði meðan birgðir endast. Kirkjukór Grundarsóknar tekur lagið, séra Jóhanna blessar Eddu og Beate verður á staðnum og tekur á móti heillaóskum! Ferðamálafélagið og Eyjafjarðarsveit
11.08.2023
Fréttir

Álagning fjallskila 2023

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi þriðjudaginn 15. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt.
10.08.2023
Fréttir

Íþróttamiðstöð Eyjarðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann til starfa

Íþróttamiðstöð Eyjarðarsveitar óskar eftir að ráða karlmann til starfa í vaktavinnu. Um er að ræða skemmtilegt og líflegt 100% framtíðarstarf..
01.08.2023
Fréttir

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir kvenkyns starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi

Eyjafj­arðarsveit auglýsir eftir starfsmanni í félagsmiðstöðina Hyldýpi skólaárið 2023 - 2024. Vegna eðlis starfsins og öryggis þeirra sem sækja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar er leitað að kvenkyns starfsmanni í starfið.
01.08.2023
Fréttir