Fréttayfirlit

Íþróttavika Evrópu - Fyrirlestur á Brúnum, skráning

Á morgun, laugardaginn 30. september kl. 11:00-13:00, verður fyrirlestur á Brúnum í tilefni af Íþróttaviku Evrópu. Það er Sjálfsrækt á Akureyri sem býður upp á fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan. Súpa og brauð að hætti hjónanna á Brúnum eftir fyrirlesturinn. Vegna veitinganna þarf að skrá sig á fyrirlesturinn á netfanginu sundlaug@esveit.is. Fimm leiðir að vellíðan er áhugahvetjandi fyrirlestur sem gefur þér upplýsingar og aðferðir við að auka hamingju og vellíðan í daglegu lífi. Fyrirlesturinn byggir á rannsóknum á líðan og hamingju fólks, sem embætti landlæknis styðst við og notar í heilsueflingastarfi. Í fyrirlestrinum fjöllum við um mikilvæga þætti er varðandi andlega, líkamlega og félagslega vellíðan og hvernig við sjálf getum haft mjög mikið um þá þætti að segja. Við förum yfir þessa fimm þætti: félagstengsl, hreyfingu og næringu, núvitund og sjálfsumhyggju, styrkleika og vaxtarhugarfar, ásamt því að gefa af sér og láta gott af sér leiða og kennum aðferðir til þess að auka eigin vellíðan í daglegu lífi með því að tileinka sér þær aðferðir sem fjallað er um.
29.09.2023
Fréttir

Flokkun matarleyfa við húsvegg

Á heimasíðu Moltu ehf. má finna góðar upplýsingar um hvaða matarleyfar megi fara í moltugerðina.
27.09.2023
Fréttir

Heimasíða Eyjafjarðarsveitar aðgengileg á fleiri tungumálum

Í dag var virkjað tungumálavélmenni á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og er síðan nú aðgengileg að auki á ensku, dönsku, þýsku og pólsku.
27.09.2023
Fréttir

Fundarboð 617. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

FUNDARBOÐ 617. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. september 2023 og hefst kl. 08:00. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. Kjörstjórn - 1 - 2006003F 1.1 2204004 - Úthlutun sætis til varamanns í Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar kjörtímabilið 2022-2026. 2. Framkvæmdaráð - 138 - 2309005F 2.1 2306015 - Umsjónarmaður eignasjóðs 2.2 2309022 - Hlutverk og stefnumótun eignasjóðs 2.3 2304023 - Staða framkvæmda 2023 2.4 2309018 - Íbúar Bakkatraðar 2, 4, 6 og 8 - Vegna fyrirhugaðrar fergingar 3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 397 - 2309008F 3.1 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð 3.2 2309015 - Jódísarstaðir - breyting á aðal- og deiliskipulagi 2023 3.3 2309033 - Holt - umsókn um frakvæmdaleyfi til vegagerðar 3.4 2309028 - Skipulagsgáttin - kynning á samráðsgátt um skipulagsmál 4. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 267 - 2309002F 4.1 2309011 - Leikskólinn krummakot - starfsáætlun 2023-2024 4.2 2309012 - Leikskólinn krummakot - Staðan haustið 2023 4.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla 4.4 2309013 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2023-2024 4.5 2309014 - Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2023 4.6 2308013 - Skólanefnd - Skólaakstur 4.7 2309021 - Drög að ályktun vegna sameiningar framhaldsskólanna á Akureyri 5. Atvinnu- og umhverfisnefnd - 8 - 2309006F 5.1 2306022 - SSNE - Endurheimt votlendi á Norðurlandi eystra 5.2 2309004 - Loftslagsstefna Eyjafjarðarsveitar 5.3 2303021 - Gámasvæði - gjaldskrá 6. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 46 - 2309009F 6.1 2308012 - Fjallskil hrossasmölun 2023 7. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 6 - 2309007F 7.1 2102022 - Erindisbréf ungmennaráðs 7.2 2309030 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Kosning formanns og ritara 7.3 2309031 - Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - Aðgengi að líkamsrækt 7.4 2306002 - Íþróttamiðstöð - Starfsemi félagsmiðstöðvar 7.5 2309027 - SSNE - Ungmennaþing 2023 8. Velferðar- og menningarnefnd - 8 - 2309004F 8.1 2202017 - Öldungaráð 8.2 2306029 - Leikfélag Menntaskólans á Akureyri LMA - Styrkbeiðni 2023 8.3 2308007 - ADHD samtökin - Styrkumsókn 2023 8.4 2309001 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024 8.5 2208030 - Jafnréttisáætlun 2023-2026 Fundargerðir til kynningar 9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 932 - 2309019 10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 933 - 2309029 11. SSNE - Fundargerð 54. stjórnarfundar - 2309024 12. HNE - Fjárhagsáætlun 2024 - 2309034 Almenn erindi 13. Skógræktarfélag Íslands - Ályktun til sveitarfélaga 13.09.23 - 2309020 14. Málstefna Eyjafjarðarsveitar - 2309007 15. Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - 2109024 16. Drög að samþykkt um Öldungaráð - síðari umræða - 2202017 17. Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra - 2111001 26.09.2023 Stefán Árnason, skrifstofustjóri.  
26.09.2023
Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum haustið 2023

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 15. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi. Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er: Að styrkja menningarverkefni í Eyjafjarðarsveit Að leggja til framlag til kaupa á listaverkum fyrir Eyjafjarðarsveit Að styrkja listamenn, félög og fræðimenn og aðra þá sem stjórn sjóðsins ákveður hverju sinni Að fjármagna þau sérverkefni sem sjóðsstjórn kann að ákveða hverju sinni. Umsókn er rafræn hér. Samþykktir sjóðsins má nálgast hér.
26.09.2023
Fréttir

Gangnaseðlar hrossasmölunar 2023

Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og stóðréttir í framhaldi þann 7. október kl. 10.00 í Þverárrétt og kl. 13.00 í Melgerðismelarétt.
25.09.2023
Fréttir

Viðvera í tengslum við Uppbyggingarsjóð

Ráðgjafar SSNE verða á ferð um Norðurland eystra í næstu viku og verða með viðveru á tíu stöðum til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð. Eyjafjarðarsveit 27. september kl. 12:30-14:00 Félagsborg, Skólatröð 9
22.09.2023
Fréttir

Bleikar slaufur í október

Dekurdagar verða dagana 5.–8. október nk. og verða þá seldar m.a. bleikar slaufur til að setja á ljósastaura/póstkassa til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar í lok september og taka þær niður í lok október. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust rúmar 800 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október. Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.
19.09.2023
Fréttir

Íþróttavika Evrópu verður haldin 23. – 30. september

Hér í Eyjafjarðarsveit verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í anda vikunnar en líka með sterkum tengingum við verkefni Heilsueflandi Samfélag. Ungmennafélagið Samherjar koma sterkir inn í dagskránna, Skógræktarfélag Eyfirðinga verður með þrjár skógargöngur með leiðsögn, vatnsleikfimi verður í boði í umsjón Helgu Sigfúsdóttur og Píludeild Þórs á Akureyri ætlar að kynna píluíþróttina. Ábúendur á Þormóðsstöðum í Sölvadal ætla að bjóða upp á fossgöngu og þegar kemur að andlegri heilsu bjóða Kyrrðarhofið á Vökulandi og Gaia-hofið á Leifsstaðabrúnum m.a. upp á ýmis Jóga afbrigði og slökun og styrk en nauðsynlegt er að skrá sig á þá viðburði vegna fjöldatakmarkana. Rúsínan í pylsuendanum verður síðan fyrirlesturinn Fimm leiðir að vellíðan frá Sjálfsrækt á Akureyri, en um er að ræða eins og hálfs tíma fyrirlestur þar sem boðið verður upp á súpu og brauð. Nauðsynlegt er að skrá sig á þann fyrirlestur. Allir viðburðirnir eru án endurgjalds og þá er frítt í sund alla dagana sem íþróttavikan stendur. Nánari dagskrá og upplýsingar má finna á vefsíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.
19.09.2023
Fréttir

Ytri-Varðgjá íbúðarsvæði, Eyjafjarðarsveit – kynning skipulagslýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 31. ágúst 2023 að vísa skipulagslýsingu, vegna nýs deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit, í kynningarferli skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið nær yfir 16,2 ha svæði í landi Ytri-Varðgjár sem í gildandi Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 er að mestu skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB12 og að litlum hluta sem skógræktar- og landgræðslusvæði. Nýja deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu 30-40 íbúðarhúsa með aðkomu frá Veigastaðavegi. Skipulagslýsingin er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 21. september og 5. október 2023, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 623/2023. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 5. október 2023. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is. Skipulagsfulltrúi. ytri-vardgja-ibudarbyggd_skipulagslysing_2023-08-22.pdf
19.09.2023
Fréttir