Fréttayfirlit

Boð til eldri borgara frá Skógarböðunum

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því í fyrra og bjóða eldri borgurum í sveitarfélögunum á Eyjafjarðarsvæðinu til okkar, sér að kostnaðarlausu. Hægt að sjá dagsetningar hér að neðan. Hlökkum til að taka á móti sem flestum :-)
25.10.2024
Fréttir

Starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar auglýsir eftir aðila í afleysingu til eins árs í 50 % stöðu starfsmanns á skrifstofu. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar er byggðasamlag sem annast skipulags- og byggingarmál í Grýtubakkahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi, Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit og mun nýr starfsmaður annast verkefni á skrifstofu byggðasamlagsins. Starfið felst í móttöku erinda og símavörslu og fer fram á skrifstofu embættisins, Skólatröð 9 í Hrafnagilshverfi.
24.10.2024
Fréttir

Tilkynning frá RARIK - rafmagnslaust í Hrafnagilshverfi

Rafmagnslaust verður í Hlébergi, Sunnutröð, Hjallatröð, Laugatröð, Skógartröð, Vallatröð, Brekkutröð og Skólatröð þann 24.10.2024 frá kl 15:00 til kl 16:00 vegna vinnu við dreifikerfið. Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma undir lok straumleysis vegna prófunar Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 5289000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof
24.10.2024
Fréttir

Útboð - viðbygging við Hrafnagilsskóla efri hæð, íþróttamiðstöð og breytingar rýmis

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í uppbyggingu á 2. hæð Hrafnagilsskóla. Um er að ræða uppsetningu burðarvirkis úr CLT einingum, frágangi að utan og fullnaðarfrágangi að innan auk frágangs við núverandi skólabyggingu Hrafnagilsskóla. Grunn flatarmál þessarar viðbyggingar við skólann er um 900 m2 og mun hýsa ný rými fyrir skóla- og íþróttamiðstöð sveitarfélagsins.
23.10.2024
Fréttir

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum haustið 2024

Menningarsjóður Eyjafjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum fyrir 27. október vegna úthlutunar úr sjóðnum 1. nóvember næstkomandi. Tilgangur Menningarsjóðs Eyjafjarðarsveitar er:
21.10.2024
Fréttir

Póstbox í Hrafnagilshverfi

Frá Íslandspósti: Kæru íbúar í Hrafnagilshverfi! Í október verður sett upp póstbox í Hrafnagilshverfi. Það verður á Skólatröð 11, við ráðhús Eyjafjarðarsveitar. Póstboxið má bæði nota til að senda pakka og sækja.
17.10.2024
Fréttir

Framtíðarstarf við leikskólann Krummakot í Hrafnagilshverfi

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 76 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélagi.
17.10.2024
Fréttir

Fundarboð 641. fundar sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar

641. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, fimmtudaginn 17. Október 2024 og hefst kl. 08:00.
15.10.2024
Fréttir

LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT Í HRAFNAGILSHVERFI LEITAR EFTIR STARFSFÓLKI Í FRAMTÍÐARSTÖRF

● Leikskólakennara eða starfsmenn með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða 100% ótímabundnar stöður á deild. Æskileg starfsbyrjun er sem fyrst eða eftir samkomulagi. ● Starfsfólk í afleysingu inn á deild ● Starfsfólk í eldhús 50%/50% eða 100% stöðu
08.10.2024
Fréttir

Styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð

Nú styttist í umsóknarfrest í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra en fresturinn er til hádegis 16. október n.k. Umsækjendur er hvattir til að skoða upplýsingar hér á heimasíðu SSNE: Uppbyggingarsjóður | SSNE.is Jafnframt er bent á það að allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við umsóknarskrif og má finna lista yfir starfsfólk hér.
08.10.2024
Fréttir